Cleveland aftur á sigurbraut | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2014 10:41 James og félagar í Cleveland Cavaliers gerðu góða ferð til Denver í gær. Vísir/Getty Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Denver Nuggets, 110-101, á einum erfiðasta útivelli deildarinnar. Alls skoruðu sjö leikmenn Cleveland tíu stig eða fleiri og það kom því ekki að sök að James, Kevin Love og Kyrie Irving hittu aðeins samtals úr 19 af 45 skotum sínum. Randy Foye var stigahæstur í liði Denver með 28 stig, auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar, en Denver hefur aðeins krækt í einn sigur það sem af er tímabili. Memphis Grizzlies heldur áfram að gera gott mót, en liðið vann sinn sjötta sigur í jafnmörgum leikjum á löskuðu liði Oklahoma City Thunder á útivelli. Lokatölur 91-89. Leikstjórnendur liðanna voru í aðalhlutverki í Chesapeake Energy Arena í Oklahoma í nótt. Mike Conley var stigahæstur gestanna með 20 stig, en hinum megin var Reggie Jackson atkvæðamestur með 22 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit í leik Sacramento Kings og Phoenix Suns í Arizona. Sacramento hafði að lokum betur, 114-112, en Rudy Gay skoraði mikilvægustu körfu leiksins þegar hann kom Kóngunum einu stigi yfir, 113-112, þegar rúm mínúta var eftir. DeMarcus Cousins var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig, auk þess að rífa niður 18 fráköst. Bakverðirnir Goran Dragic og Eric Bledsoe fóru fyrir liði Phoenix, sá fyrrnefndi skoraði 22 stig, en sá síðarnefndi 23 stig, auk þess sem hann tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Leikur Atlanta Hawks og Charlotte Hornets var einnig tvíframlengdur, en það var Lance Stephenson sem tryggði Charlotte sigurinn með ótrúlegri þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út í seinni framlengingunni. Lokatölur 119-122, Charlotte í vil. Miðherjinn Al Jefferson skoraði mest fyrir Charlotte eða 34 stig, auk þess að taka níu fráköst. Gary Neal kom næstur með 23 stig og Stephenson skilaði 17 stigum og 13 fráköstum. Al Horford og Jeff Teague voru atkvæðamestir í liði Atlanta; Horford skoraði 24 stig og tók tíu fráköst og Teague skoraði 22 stig og gaf 15 stoðsendingar. Þá vann Brooklyn Nets ellefu stiga sigur á New York Knicks í New York-slagnum. Brooklyn hafði undirtökin allt frá byrjun og náði mest 22 stiga forystu í leiknum. Leikstjórnandinn Deron Williams átti sinn besta leik á tímabilinu, skoraði 29 stig fyrir Brooklyn og gaf sex stoðsendingar. Brook Lopez bætti 20 stigum og níu fráköstum í sarpinn. Carmelo Anthony var einu sinni sem oftar stigahæstur í liði New York með 19 stig.Öll úrslit næturinnar: Atlanta Hawks 119-122 Charlotte Hornets Minnesota Timberwolves 103-112 Orlando Magic Chicago Bulls 118-115 Philadelphia 76ers Indiana Pacers 98-101 Boston Celtics New York Knicks 99-110 Brooklyn Nets Milwaukee Bucks 95-98 Detroit Pistons Washington Wizards 84-103 Toronto Raptors Memphis Grizzlies 91-89 Oklahoma City Thunder Sacramento Kings 114-112 Phoenix Suns Dallas Mavericks 105-82 Utah Jazz Cleveland Cavaliers 110-101 Denver NuggetsFlottustu tilþrif næturinnar Mögnuð tilþrif hjá J.R. Smith Sigurkarfa Lance Stephenson gegn Atlanta NBA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Denver Nuggets, 110-101, á einum erfiðasta útivelli deildarinnar. Alls skoruðu sjö leikmenn Cleveland tíu stig eða fleiri og það kom því ekki að sök að James, Kevin Love og Kyrie Irving hittu aðeins samtals úr 19 af 45 skotum sínum. Randy Foye var stigahæstur í liði Denver með 28 stig, auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar, en Denver hefur aðeins krækt í einn sigur það sem af er tímabili. Memphis Grizzlies heldur áfram að gera gott mót, en liðið vann sinn sjötta sigur í jafnmörgum leikjum á löskuðu liði Oklahoma City Thunder á útivelli. Lokatölur 91-89. Leikstjórnendur liðanna voru í aðalhlutverki í Chesapeake Energy Arena í Oklahoma í nótt. Mike Conley var stigahæstur gestanna með 20 stig, en hinum megin var Reggie Jackson atkvæðamestur með 22 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit í leik Sacramento Kings og Phoenix Suns í Arizona. Sacramento hafði að lokum betur, 114-112, en Rudy Gay skoraði mikilvægustu körfu leiksins þegar hann kom Kóngunum einu stigi yfir, 113-112, þegar rúm mínúta var eftir. DeMarcus Cousins var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig, auk þess að rífa niður 18 fráköst. Bakverðirnir Goran Dragic og Eric Bledsoe fóru fyrir liði Phoenix, sá fyrrnefndi skoraði 22 stig, en sá síðarnefndi 23 stig, auk þess sem hann tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Leikur Atlanta Hawks og Charlotte Hornets var einnig tvíframlengdur, en það var Lance Stephenson sem tryggði Charlotte sigurinn með ótrúlegri þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út í seinni framlengingunni. Lokatölur 119-122, Charlotte í vil. Miðherjinn Al Jefferson skoraði mest fyrir Charlotte eða 34 stig, auk þess að taka níu fráköst. Gary Neal kom næstur með 23 stig og Stephenson skilaði 17 stigum og 13 fráköstum. Al Horford og Jeff Teague voru atkvæðamestir í liði Atlanta; Horford skoraði 24 stig og tók tíu fráköst og Teague skoraði 22 stig og gaf 15 stoðsendingar. Þá vann Brooklyn Nets ellefu stiga sigur á New York Knicks í New York-slagnum. Brooklyn hafði undirtökin allt frá byrjun og náði mest 22 stiga forystu í leiknum. Leikstjórnandinn Deron Williams átti sinn besta leik á tímabilinu, skoraði 29 stig fyrir Brooklyn og gaf sex stoðsendingar. Brook Lopez bætti 20 stigum og níu fráköstum í sarpinn. Carmelo Anthony var einu sinni sem oftar stigahæstur í liði New York með 19 stig.Öll úrslit næturinnar: Atlanta Hawks 119-122 Charlotte Hornets Minnesota Timberwolves 103-112 Orlando Magic Chicago Bulls 118-115 Philadelphia 76ers Indiana Pacers 98-101 Boston Celtics New York Knicks 99-110 Brooklyn Nets Milwaukee Bucks 95-98 Detroit Pistons Washington Wizards 84-103 Toronto Raptors Memphis Grizzlies 91-89 Oklahoma City Thunder Sacramento Kings 114-112 Phoenix Suns Dallas Mavericks 105-82 Utah Jazz Cleveland Cavaliers 110-101 Denver NuggetsFlottustu tilþrif næturinnar Mögnuð tilþrif hjá J.R. Smith Sigurkarfa Lance Stephenson gegn Atlanta
NBA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira