Fótbolti

Hallgrímur hafði betur gegn Ara Frey

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það gengur lítið hjá Ara Frey og félögum.
Það gengur lítið hjá Ara Frey og félögum.
SønderjyskE hafði betur gegn OB í fyrsta leik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Ari Freyr Skúlason var á sínum stað í byrjunarliði OB og sömu sögu var að segja af félaga hans í íslenska landsliðinu, Hallgrími Jónassyni, sem lék allan leikinn fyrir SønderjyskE.

Bjorn Paulsen kom SønderjyskE yfir á 14. mínútu, en Lasse Kryger jafnaði metin á þeirri 35. mínútu. Það var svo Þjóðverjinn Marvin Pourié sem tryggði SønderjyskE sigurinn með marki á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Með sigrinum komust Hallgrímur og félagar upp í 7. sæti deildarinnar, en OB er enn í næstneðsta sætinu með aðeins tólf stig eftir 14 leiki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×