Vinna að skattlagningu gagnaflutninga Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2014 14:09 Vísir/Getty Yfirvöld í Ungverjalandi undirbúa nú skattlagning flutnings gagna á internetinu. Samkvæmt frumvarpi sem lagt var fram á þinginu þar í landi í gær, verður skatturinn 37 pens eða um 71,5 krónur á hvert gígabæt. Nokkrum klukkustundum eftir að frumvarpið varð opinbert höfðu hundrað þúsund manns skráð sig inn á Facebook síðu gegn frumvarpinu. Neytendur telja að fjarskiptafyrirtæki muni færa skattinn yfir á sig, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Búið er að boða til mótmæla við efnahagsráðuneyti Ungverjalands á sunnudaginn. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Ungverjalandi lagt sérstaka skatta á fyrirtæki í orku- og bankageiranum. Auk þess hafa þeir einnig lagt skatta á fyrirtæki í fjarskiptageiranum. Mihaly Varga, efnahagsráðherra Ungverjalands, varði ætlanir stjórnvalda í gær og sagði fjarskiptatækni hafa breytt neyslumynstri fólks. Því þyrfti að breyta skattalöggjöfinni í samræmi við það. Hann sagði að skatturinn myndi afla ríkissjóði um 200 milljörðum forinta, eða um 100 milljörðum króna. Ráðgjafarfyrirtækið eNet segir þó að gagnaflutningar í fyrra hafi verið um 1.33 milljarðar gígabæta. Þó hafi umferðin aukist og því sé líklegt að skatturinn myndi skila meira en 200 milljörðum í ríkissjóð. Reuters segir tekjur allra fjarskiptafyrirtækja í Ungverjalandi sem halda út netþjónustu hafa verið einungis 164 milljarðar forinta í fyrra. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Yfirvöld í Ungverjalandi undirbúa nú skattlagning flutnings gagna á internetinu. Samkvæmt frumvarpi sem lagt var fram á þinginu þar í landi í gær, verður skatturinn 37 pens eða um 71,5 krónur á hvert gígabæt. Nokkrum klukkustundum eftir að frumvarpið varð opinbert höfðu hundrað þúsund manns skráð sig inn á Facebook síðu gegn frumvarpinu. Neytendur telja að fjarskiptafyrirtæki muni færa skattinn yfir á sig, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Búið er að boða til mótmæla við efnahagsráðuneyti Ungverjalands á sunnudaginn. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Ungverjalandi lagt sérstaka skatta á fyrirtæki í orku- og bankageiranum. Auk þess hafa þeir einnig lagt skatta á fyrirtæki í fjarskiptageiranum. Mihaly Varga, efnahagsráðherra Ungverjalands, varði ætlanir stjórnvalda í gær og sagði fjarskiptatækni hafa breytt neyslumynstri fólks. Því þyrfti að breyta skattalöggjöfinni í samræmi við það. Hann sagði að skatturinn myndi afla ríkissjóði um 200 milljörðum forinta, eða um 100 milljörðum króna. Ráðgjafarfyrirtækið eNet segir þó að gagnaflutningar í fyrra hafi verið um 1.33 milljarðar gígabæta. Þó hafi umferðin aukist og því sé líklegt að skatturinn myndi skila meira en 200 milljörðum í ríkissjóð. Reuters segir tekjur allra fjarskiptafyrirtækja í Ungverjalandi sem halda út netþjónustu hafa verið einungis 164 milljarðar forinta í fyrra.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira