Gluggalausar en tæknivæddar flugvélar framtíðarinnar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. október 2014 22:19 Hægt væri að fylgjast með útsýninu á rauntíma. Mynd/CPI/Youtube Í framtíðinni gætu flugvélar orðið gluggalausar, og veggirnir útbúnir með sérstökum tölvubúnaði þannig að hægt verði að sjá útsýnið á alla kanta. Fyrirtækið Centre for Process Innovation (CPI) sérhæfir sig í nýsköpun; vinnur með fyrirtækjum að þróa hugmyndir sem koma sér vel til framtíðar. Fyrirtækið hefur nú birt myndband af flugvélum framtíðarinnar. Með því að taka í burtu þykka glugga flugvélanna eins og við þekkjum þær nú á dögum væri hægt að spara bensín, styrkja vélarnar, stækka sætin og með hjálp tölvutækninnar njóta útsýnisins úr fluginu sem aldrei fyrr. Með sérstökum tölvubúnaði væri hægt að varpa myndum á veggi flugvélarinnar og þannig fylgjast með hvað væri að gerast utandyra á rauntíma. Dr. Jon Helliwell, talsmaður CPI, bendir á að fraktflugvélar séu gluggalausar því það spari eldsneytiskostnað. „Og ef maður hugsar málið, þá sér maður að ef þetta yrði gert í farþegafluginu myndu í raun bara farþegarnir í gluggasætunum finna fyrir því ef gluggarnir væru fjarlægðir." En til þess að allir geti notið útsýnisins sé hægt að vinna með nýjustu tækni. Helliwell telur að hugmyndin taki tíu ár í þróun. Talið er að gífurlegur sparnaður á eldsneyti fylgi þessum breytingum á flugvélum, auk þess sem flugið ætti að verða mun eftirminnilegra, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Í framtíðinni gætu flugvélar orðið gluggalausar, og veggirnir útbúnir með sérstökum tölvubúnaði þannig að hægt verði að sjá útsýnið á alla kanta. Fyrirtækið Centre for Process Innovation (CPI) sérhæfir sig í nýsköpun; vinnur með fyrirtækjum að þróa hugmyndir sem koma sér vel til framtíðar. Fyrirtækið hefur nú birt myndband af flugvélum framtíðarinnar. Með því að taka í burtu þykka glugga flugvélanna eins og við þekkjum þær nú á dögum væri hægt að spara bensín, styrkja vélarnar, stækka sætin og með hjálp tölvutækninnar njóta útsýnisins úr fluginu sem aldrei fyrr. Með sérstökum tölvubúnaði væri hægt að varpa myndum á veggi flugvélarinnar og þannig fylgjast með hvað væri að gerast utandyra á rauntíma. Dr. Jon Helliwell, talsmaður CPI, bendir á að fraktflugvélar séu gluggalausar því það spari eldsneytiskostnað. „Og ef maður hugsar málið, þá sér maður að ef þetta yrði gert í farþegafluginu myndu í raun bara farþegarnir í gluggasætunum finna fyrir því ef gluggarnir væru fjarlægðir." En til þess að allir geti notið útsýnisins sé hægt að vinna með nýjustu tækni. Helliwell telur að hugmyndin taki tíu ár í þróun. Talið er að gífurlegur sparnaður á eldsneyti fylgi þessum breytingum á flugvélum, auk þess sem flugið ætti að verða mun eftirminnilegra, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira