Spáir áframhaldandi lækkun á eldsneytisverði Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. október 2014 14:48 Leonardo Maugeri spáir áframhaldandi lækkun á heimsmarkaðsverði. Sérfræðingur í olíugeiranum telur að heimsmarkaðsverð á hráolíu haldi áfram að lækka. Hinn ítalski Leonardo Maugeri er þekktur fyrir viðskiptavit, sérstaklega þegar það kemur að olíu. Fyrir tveimur árum síðan spáði hann fyrir um lækkun á hráolíu, sem nú er orðin að veruleika. Hann sendi nýlega frá sér fréttabréf undir yfirskriftinni „Hið óvænta í olíunni: Af hverju ég hafði rétt fyrir mér.“Leonardo Maugeri.Mynd/WikipediaÞar rekur hann ástæður þeirrar lækkunar sem nú hefur átt sér stað á olíumarkaðinum. Þessi fyrrum yngsti yfirmaður þróunar og stefnu ítalska olíurisans Eni, telur að þróunin muni halda áfram og telur að verðið gæti lækkað úr áttatíu dollurum á tunnuna niður í sjötíu og fimm, og jafnvel meira ef örvænting grípur um sig á meðal olíuframleiðanda. Hann segir að olíuforði heimsins sé að stækka og að stækkunin sé meiri en eftirspurnin. Þegar hann setti spá sína fram, fyrir tveimur árum síðan, benti hann á að olíufyrirtækin hefðu farið í dýrar fjárfestingar skömmu áður. Hann spáði því að verðið myndi lækka á seinnihluta 2014 eða fyrri hluta ársins 2015. Hann segir að undanfarin fjögur ár hafi olíufyrirtækin fjárfest meira en nokkru sinni áður, í leit að nýjum olíulindum og til þess að virkja þær. Hann spáir því að framleiðslan muni aukast á næstu misserum, fari úr 95 milljón tunna á dag upp í 100 milljónir; fimm prósentustiga hækkun. Olíuframleiðsla í Bandaríkjunum.Vísir/GettyÞó svo að fáir aðrir hafi séð þessa lækkun fyrir, var Maugeri ekki sá eini sem spáði fyrir um þessa þróun. Bob McNally, forseti ráðgjafafyrirtækinsins Rapidian Group, spáði fyrir um lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu fyrir um ári síðan. Hann notaði þó annars konar rökstuðning fyrir sinni spá; hann rýndi í hið flókna pólitíska landslag olíuiðnaðarins. McNally spáði því að stjórnvöld í Sádí Arabíu myndu ekki draga úr framleiðslu til að stuðla að hækkun á heimsmarkaðsverðinu. Hann spáði því að rökstuðningur stjórnvalda í Sádí Arabíu yrði að halda verðinu niðri til þess að fæla Bandaríkjamenn frá frekari olíuframleiðslu úr jarðlögum. Maugeri telur að lækkunin sé ekki bara til skamms tíma. Hann telur að ef OPEC-ríkin ákveði að draga úr framleiðslu gætu þau einfaldlega verið að fresta hinu óumflýjanlega . Hann bendir á að framleiðsla olíu úr jarðlögum hafi aukist og að OPEC-ríkin hafi ekki eins mikla stjórn á markaðinum. Hann bendir á að togstreita gæti myndast á milli OPEC-ríkjanna. „Sádí Arabía er eina ríkið sem er ekki að framleiða að fullri getu. Ef verðið á hráoliu heldur áfram að lækka gætu Sádar beðið önnur ríki um að deila byrðinni og minnka framleiðsluna. Líklegt er að hin ríkin streist á móti og þá gætu Sádar hætt við að draga ennfremur úr framleisðslunni.“ Hann segir að vandamál Opec-ríkjanna gæti aukist – og hráolíuverð lækkað enn frekar – ef ríki á borði við Nígeríu, Líbíu eða Írak auki framleiðslu sína. Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Sérfræðingur í olíugeiranum telur að heimsmarkaðsverð á hráolíu haldi áfram að lækka. Hinn ítalski Leonardo Maugeri er þekktur fyrir viðskiptavit, sérstaklega þegar það kemur að olíu. Fyrir tveimur árum síðan spáði hann fyrir um lækkun á hráolíu, sem nú er orðin að veruleika. Hann sendi nýlega frá sér fréttabréf undir yfirskriftinni „Hið óvænta í olíunni: Af hverju ég hafði rétt fyrir mér.“Leonardo Maugeri.Mynd/WikipediaÞar rekur hann ástæður þeirrar lækkunar sem nú hefur átt sér stað á olíumarkaðinum. Þessi fyrrum yngsti yfirmaður þróunar og stefnu ítalska olíurisans Eni, telur að þróunin muni halda áfram og telur að verðið gæti lækkað úr áttatíu dollurum á tunnuna niður í sjötíu og fimm, og jafnvel meira ef örvænting grípur um sig á meðal olíuframleiðanda. Hann segir að olíuforði heimsins sé að stækka og að stækkunin sé meiri en eftirspurnin. Þegar hann setti spá sína fram, fyrir tveimur árum síðan, benti hann á að olíufyrirtækin hefðu farið í dýrar fjárfestingar skömmu áður. Hann spáði því að verðið myndi lækka á seinnihluta 2014 eða fyrri hluta ársins 2015. Hann segir að undanfarin fjögur ár hafi olíufyrirtækin fjárfest meira en nokkru sinni áður, í leit að nýjum olíulindum og til þess að virkja þær. Hann spáir því að framleiðslan muni aukast á næstu misserum, fari úr 95 milljón tunna á dag upp í 100 milljónir; fimm prósentustiga hækkun. Olíuframleiðsla í Bandaríkjunum.Vísir/GettyÞó svo að fáir aðrir hafi séð þessa lækkun fyrir, var Maugeri ekki sá eini sem spáði fyrir um þessa þróun. Bob McNally, forseti ráðgjafafyrirtækinsins Rapidian Group, spáði fyrir um lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu fyrir um ári síðan. Hann notaði þó annars konar rökstuðning fyrir sinni spá; hann rýndi í hið flókna pólitíska landslag olíuiðnaðarins. McNally spáði því að stjórnvöld í Sádí Arabíu myndu ekki draga úr framleiðslu til að stuðla að hækkun á heimsmarkaðsverðinu. Hann spáði því að rökstuðningur stjórnvalda í Sádí Arabíu yrði að halda verðinu niðri til þess að fæla Bandaríkjamenn frá frekari olíuframleiðslu úr jarðlögum. Maugeri telur að lækkunin sé ekki bara til skamms tíma. Hann telur að ef OPEC-ríkin ákveði að draga úr framleiðslu gætu þau einfaldlega verið að fresta hinu óumflýjanlega . Hann bendir á að framleiðsla olíu úr jarðlögum hafi aukist og að OPEC-ríkin hafi ekki eins mikla stjórn á markaðinum. Hann bendir á að togstreita gæti myndast á milli OPEC-ríkjanna. „Sádí Arabía er eina ríkið sem er ekki að framleiða að fullri getu. Ef verðið á hráoliu heldur áfram að lækka gætu Sádar beðið önnur ríki um að deila byrðinni og minnka framleiðsluna. Líklegt er að hin ríkin streist á móti og þá gætu Sádar hætt við að draga ennfremur úr framleisðslunni.“ Hann segir að vandamál Opec-ríkjanna gæti aukist – og hráolíuverð lækkað enn frekar – ef ríki á borði við Nígeríu, Líbíu eða Írak auki framleiðslu sína.
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira