Eyða 42 milljörðum í hrekkjavökubúninga á gæludýrin sín Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. október 2014 17:48 Ótrúlegt en satt þá kemst þessi búningur ekki á topplistann. Bandaríkjamenn klæða ekki bara sjálfa sig upp í tilefni af hrekkjavökunni heldur gæludýrin sín líka, eins og fjallað var um á Vísi í gær. Áætlað er að gæludýraeigendur vestanhafs muni punga út 350 milljónum dala, jafnvirði 42 milljarða króna, fyrir krúttlega búninga fyrir dýrin sín. VOX fjallar um málið í dag. Samtök smásöluverslana í Bandaríkjunum hafa tekið saman upplýsingar um áætlaða sölu á slíkum búningum en þar kemur fram að reiknað sé með að 23 milljónir Bandaríkjamanna muni klæða dýrin sín upp næstkomandi föstudag, þegar hrekkjavakan fer fram. Samkvæmt lista sem samtökin hafa tekið saman yfir vinsælustu hrekkjavökubúningana fyrir dýr er vinsælast að klæða dýr upp sem grasker. Næstvinsælast er að setja þá í pylsubúning og síðan djöflabúninga. Sjá má lista yfir vinsælustu dýrabúningana hér fyrir neðan: 1. Grasker 2. Pylsa 3. Djöfullinn 4. Býfluga 5. Köttur 6. Persóna úr Batman 7. Súperman 8. Norn 9.–10. Draugur, sjóræningi 11. Persóna úr Stjörnustríðsmyndunum Tengdar fréttir Hundar í hrekkjavökubúningum Ferfætlingarnir mega líka klæða sig upp. 28. október 2014 19:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríkjamenn klæða ekki bara sjálfa sig upp í tilefni af hrekkjavökunni heldur gæludýrin sín líka, eins og fjallað var um á Vísi í gær. Áætlað er að gæludýraeigendur vestanhafs muni punga út 350 milljónum dala, jafnvirði 42 milljarða króna, fyrir krúttlega búninga fyrir dýrin sín. VOX fjallar um málið í dag. Samtök smásöluverslana í Bandaríkjunum hafa tekið saman upplýsingar um áætlaða sölu á slíkum búningum en þar kemur fram að reiknað sé með að 23 milljónir Bandaríkjamanna muni klæða dýrin sín upp næstkomandi föstudag, þegar hrekkjavakan fer fram. Samkvæmt lista sem samtökin hafa tekið saman yfir vinsælustu hrekkjavökubúningana fyrir dýr er vinsælast að klæða dýr upp sem grasker. Næstvinsælast er að setja þá í pylsubúning og síðan djöflabúninga. Sjá má lista yfir vinsælustu dýrabúningana hér fyrir neðan: 1. Grasker 2. Pylsa 3. Djöfullinn 4. Býfluga 5. Köttur 6. Persóna úr Batman 7. Súperman 8. Norn 9.–10. Draugur, sjóræningi 11. Persóna úr Stjörnustríðsmyndunum
Tengdar fréttir Hundar í hrekkjavökubúningum Ferfætlingarnir mega líka klæða sig upp. 28. október 2014 19:00 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira