Stórhættulega brotið á Guðjóni Val | Sjáið myndirnar Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. október 2014 21:45 Vísir/Vilhelm Það kom upp leiðinlegt atvik í landsleik Íslanda og Ísraels í kvöld þegar markvörður Ísraels fékk rautt spjald fyrir að verða í vegi fyrir Guðjóni Val Sigurðssyni í hraðaupphlaupi.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, náði frábærum myndum af atvikinu sem má sjá í myndamöppunni hér neðst í fréttinni. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni sem Vilhelm Gunnarsson tók þá er markvörður Ísraels kominn langt út á völlinn þar sem Guðjón Valur lendir á honum en Guðjón hafði rétt gripið boltann og sá markvörðinn ekki. „Við útileikmenn viljum sjá markmenn inni í teig af því að menn hafa meiðst alvarlega við svona. Menn hafa rotast og gleypt í sér tunguna og verið í lífshættu. Sem betur fer gerðist ekki í dag,“ sagði Guðjón Valur um atvikið. „Hann lendir þarna á milli og sér enga undankomuleið en ég sé hann ekki. Ég er bara að horfa á boltann og sé að ég er búinn að vinna hornamanninn þeirra. „Vandamálið er að ef þú breytir reglunum. Þá þarftu að taka vestisregluna út. Ef markmenn mega ekki fara út úr teig þá máttu ekki setja leikmann í sóknina í vesti. Þá getur markmaðurinn ekki heldur farið út að hliðarlínu og talað við kollega sinn eða fengið sér vatn. Þetta er rosalega mikið haltu mér slepptu mér. „Ég snögg reiddist en ég talaði við hann í hálfleik og hann bað mig afsökunar. Þetta var enginn ásetningur hjá honum. Það breytti því ekki að mér brá rosalega,“ sagði Guðjón Valur sem verður ekki oft svona reiður á velli. „Nei, ekki oft enda væri ég þá oftar inni í klefa en á vellinum ef ég væri oft svona reiður. Þetta er búið og það gerðist ekkert og engin ástæða til að erfa þetta eitthvað.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið með tvö stig í undankeppni EM 2016 eftir stórsigur á Ísrael í Laugardalshöll í kvöld. 29. október 2014 17:40 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Það kom upp leiðinlegt atvik í landsleik Íslanda og Ísraels í kvöld þegar markvörður Ísraels fékk rautt spjald fyrir að verða í vegi fyrir Guðjóni Val Sigurðssyni í hraðaupphlaupi.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, náði frábærum myndum af atvikinu sem má sjá í myndamöppunni hér neðst í fréttinni. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni sem Vilhelm Gunnarsson tók þá er markvörður Ísraels kominn langt út á völlinn þar sem Guðjón Valur lendir á honum en Guðjón hafði rétt gripið boltann og sá markvörðinn ekki. „Við útileikmenn viljum sjá markmenn inni í teig af því að menn hafa meiðst alvarlega við svona. Menn hafa rotast og gleypt í sér tunguna og verið í lífshættu. Sem betur fer gerðist ekki í dag,“ sagði Guðjón Valur um atvikið. „Hann lendir þarna á milli og sér enga undankomuleið en ég sé hann ekki. Ég er bara að horfa á boltann og sé að ég er búinn að vinna hornamanninn þeirra. „Vandamálið er að ef þú breytir reglunum. Þá þarftu að taka vestisregluna út. Ef markmenn mega ekki fara út úr teig þá máttu ekki setja leikmann í sóknina í vesti. Þá getur markmaðurinn ekki heldur farið út að hliðarlínu og talað við kollega sinn eða fengið sér vatn. Þetta er rosalega mikið haltu mér slepptu mér. „Ég snögg reiddist en ég talaði við hann í hálfleik og hann bað mig afsökunar. Þetta var enginn ásetningur hjá honum. Það breytti því ekki að mér brá rosalega,“ sagði Guðjón Valur sem verður ekki oft svona reiður á velli. „Nei, ekki oft enda væri ég þá oftar inni í klefa en á vellinum ef ég væri oft svona reiður. Þetta er búið og það gerðist ekkert og engin ástæða til að erfa þetta eitthvað.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið með tvö stig í undankeppni EM 2016 eftir stórsigur á Ísrael í Laugardalshöll í kvöld. 29. október 2014 17:40 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið með tvö stig í undankeppni EM 2016 eftir stórsigur á Ísrael í Laugardalshöll í kvöld. 29. október 2014 17:40