Spánverjar og Þjóðverjar sýna Brynhildi áhuga Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. október 2014 20:00 Reffileg Brynhildur. mynd/eva rut hjaltadóttir „Tilfinningin er vægast sagt góð. Eftir langt og strangt ferli tókst þetta loks á endanum. Ég er mjög ánægð með útkomuna, allt frá tónlistinni, mixi, masteringu og útlitinu á disknum,“ segir Brynhildur Oddsdóttir, söngkona og gítarleikari hljómsveitarinnar Beebee and the Bluebirds. Sveitin fagnar nú útkomu sinnar fyrstu plötu sem ber nafnið Burning Heat. Brynhildur gefur plötuna út í eigin nafni, sem hún segir æ algengara meðal íslenskra tónlistarmanna. „Þessa dagana eru margir allt í öllu og sumir tónlistarmenn spila jafnvel inn öll hljóðfæri, mixa og mastera og gefa út sjálfir. Sjálf hef ég her góðra manna og kvenna með mér en plötuna gef ég út sjálf. Við tókum upp nokkur lög haustið 2012, héldum áfram 2013 og settum loks punktinn yfir i-ið í sumar svo þetta hefur tekið okkur um tvö ár.“ Á plötu Beebee and the Bluebirds má finna fjölbreytt lög, eðalpopp með blús- og jazzáhrifum. „Við munum fylgja plötunni eftir á næstunni, kíkja á landsbyggðina og stefnum á að halda erlendis á næsta ári. Tónlistinni okkar hefur verið sýndur mikill áhugi á Spáni og Þýskalandi og það verður gaman að troða upp fyrir erlenda aðdáendur. Næstu tónleikarnir okkar á Íslandi verða nokkrir off-venue tónleikar á Iceland Airwaves, þar á meðal spennandi tónleikar á ION hóteli þann 8. nóvember,“ segir Brynhildur glöð í bragði en myndband við lag Brynhildar er nú í þriðja sæti á vefsíðunni The Independent Music Source. Airwaves Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Tilfinningin er vægast sagt góð. Eftir langt og strangt ferli tókst þetta loks á endanum. Ég er mjög ánægð með útkomuna, allt frá tónlistinni, mixi, masteringu og útlitinu á disknum,“ segir Brynhildur Oddsdóttir, söngkona og gítarleikari hljómsveitarinnar Beebee and the Bluebirds. Sveitin fagnar nú útkomu sinnar fyrstu plötu sem ber nafnið Burning Heat. Brynhildur gefur plötuna út í eigin nafni, sem hún segir æ algengara meðal íslenskra tónlistarmanna. „Þessa dagana eru margir allt í öllu og sumir tónlistarmenn spila jafnvel inn öll hljóðfæri, mixa og mastera og gefa út sjálfir. Sjálf hef ég her góðra manna og kvenna með mér en plötuna gef ég út sjálf. Við tókum upp nokkur lög haustið 2012, héldum áfram 2013 og settum loks punktinn yfir i-ið í sumar svo þetta hefur tekið okkur um tvö ár.“ Á plötu Beebee and the Bluebirds má finna fjölbreytt lög, eðalpopp með blús- og jazzáhrifum. „Við munum fylgja plötunni eftir á næstunni, kíkja á landsbyggðina og stefnum á að halda erlendis á næsta ári. Tónlistinni okkar hefur verið sýndur mikill áhugi á Spáni og Þýskalandi og það verður gaman að troða upp fyrir erlenda aðdáendur. Næstu tónleikarnir okkar á Íslandi verða nokkrir off-venue tónleikar á Iceland Airwaves, þar á meðal spennandi tónleikar á ION hóteli þann 8. nóvember,“ segir Brynhildur glöð í bragði en myndband við lag Brynhildar er nú í þriðja sæti á vefsíðunni The Independent Music Source.
Airwaves Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira