„Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2014 12:30 „Ég fór út 4. júlí og átti upphaflega bara að vera til 7.september. Þetta átti þess vegna bara að vera stutt ævintýri í reynslubankann. Það hefur gengið vel og tónleikunum mínum hefur verið tekið mjög vel. Þeir lengdu þess vegna samninginn til 14. nóvember,“ segir tónlistarkonan Greta Salóme sem hefur síðustu mánuði skemmt gestum á skemmtiferðaskipi Disney. Greta hefur spilað fyrir allt að fjögur þúsund manns á skipinu. „Prógrammið mitt er mismunandi hvern dag. Ég er með stóra showið mitt einu sinni í viku. Þar er ég með fjörtíu og fimm mínútna tónleika í leikhúsinu hérna. Ég er ein á sviðinu og syng og spila bæði lög eftir mig og aðra,“ segir Greta. Hún segist aldrei finna fyrir einmanaleika á skipinu.Leikhúsið á skipinu.„Það er búið að vera mjög áhugavert að kynnast lífinu á skipinu en þetta var samt tiltölulega auðvelt aðlögunarferli. Þeir hjá Disney hafa verið mjög góðir við mig og séð til þess að manni líði sem allra best hérna. Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli. Ég hef kynnst frábæru fólki hérna og eignast frábæra vini og samstarfsfélaga. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi þannig að það er mjög erfitt að láta sér leiðast hérna,“ segir söngkonan en bætir við að stundum blossi heimþráin upp. „Ég sakna allra heima og það er mjög erfitt að vera svona lengi í burtu frá fjölskyldunni, kærastanum og vinunum. Það er hins vegar gott að finna fyrir söknuði vegna þess að það er góð áminning um hvað maður hefur það gott. Ég sakna veðurfarsins heima hins vegar ekki neitt,“ segir hún og hlær. Greta fær mjög mikinn frítíma á skipinu og reynir að nýta hann eins og hún getur. „Ég er í fríi allan daginn og spila bara á kvöldin nema þegar ég er með frídag. Við erum með frábæra æfingaraðstöðu hérna með flygli og þar hef ég sett upp heimastúdíóið mitt. Ég reyni að nota tímann vel og semja og æfa mig. Annars er ég annað hvort í Flórída eða á Bahamas þannig að ég fer oft á ströndina eða geri eitthvað annað skemmtilegt í góða veðrinu,“ segir hún. En hefur eitthvað eftirminnilegt gerst á skipinu?Greta nýtur þess að ferðast um með skipinu.„Það er svo margt skemmtilegt búið að gerast. Meðal annars er ég búin að fara í fallhlífarstökk, snorkla, keyra á vespu um Bahamas og svo framvegis. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi en eftirminnilegustu augnablikin eru samt þegar ég er með tónleikana mína hérna um borð. Það er svo magnað að fá að gera þetta og í hvert skipti er ég jafn hissa á að þetta sé raunverulega að gerast. Þetta er að mörgu leiti besta gigg í heimi.“ Þegar dvölinni á skipinu lýkur kemur Greta heim og dembir sér í jólavertíðina. Þá ætlar hún líka að taka upp nýtt efni í stúdíói. En eru fleiri verkefni svipuð dvölinni á skipinu í pípunum „Já, ég get ekki sagt mikið eins og er en næsta ár lítur vægast sagt spennandi út.“ En verður Greta rík af þessu verkefni hjá Disney? „Ég held að það fari allt eftir því hvernig maður skilgreinir orðið rík. Ég má ekki ræða launin en ég get sagt að þetta er eitthvað sem ég get ekki hafnað og ég gæti ekki verið ánægðari.“ Tengdar fréttir Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
„Ég fór út 4. júlí og átti upphaflega bara að vera til 7.september. Þetta átti þess vegna bara að vera stutt ævintýri í reynslubankann. Það hefur gengið vel og tónleikunum mínum hefur verið tekið mjög vel. Þeir lengdu þess vegna samninginn til 14. nóvember,“ segir tónlistarkonan Greta Salóme sem hefur síðustu mánuði skemmt gestum á skemmtiferðaskipi Disney. Greta hefur spilað fyrir allt að fjögur þúsund manns á skipinu. „Prógrammið mitt er mismunandi hvern dag. Ég er með stóra showið mitt einu sinni í viku. Þar er ég með fjörtíu og fimm mínútna tónleika í leikhúsinu hérna. Ég er ein á sviðinu og syng og spila bæði lög eftir mig og aðra,“ segir Greta. Hún segist aldrei finna fyrir einmanaleika á skipinu.Leikhúsið á skipinu.„Það er búið að vera mjög áhugavert að kynnast lífinu á skipinu en þetta var samt tiltölulega auðvelt aðlögunarferli. Þeir hjá Disney hafa verið mjög góðir við mig og séð til þess að manni líði sem allra best hérna. Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli. Ég hef kynnst frábæru fólki hérna og eignast frábæra vini og samstarfsfélaga. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi þannig að það er mjög erfitt að láta sér leiðast hérna,“ segir söngkonan en bætir við að stundum blossi heimþráin upp. „Ég sakna allra heima og það er mjög erfitt að vera svona lengi í burtu frá fjölskyldunni, kærastanum og vinunum. Það er hins vegar gott að finna fyrir söknuði vegna þess að það er góð áminning um hvað maður hefur það gott. Ég sakna veðurfarsins heima hins vegar ekki neitt,“ segir hún og hlær. Greta fær mjög mikinn frítíma á skipinu og reynir að nýta hann eins og hún getur. „Ég er í fríi allan daginn og spila bara á kvöldin nema þegar ég er með frídag. Við erum með frábæra æfingaraðstöðu hérna með flygli og þar hef ég sett upp heimastúdíóið mitt. Ég reyni að nota tímann vel og semja og æfa mig. Annars er ég annað hvort í Flórída eða á Bahamas þannig að ég fer oft á ströndina eða geri eitthvað annað skemmtilegt í góða veðrinu,“ segir hún. En hefur eitthvað eftirminnilegt gerst á skipinu?Greta nýtur þess að ferðast um með skipinu.„Það er svo margt skemmtilegt búið að gerast. Meðal annars er ég búin að fara í fallhlífarstökk, snorkla, keyra á vespu um Bahamas og svo framvegis. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi en eftirminnilegustu augnablikin eru samt þegar ég er með tónleikana mína hérna um borð. Það er svo magnað að fá að gera þetta og í hvert skipti er ég jafn hissa á að þetta sé raunverulega að gerast. Þetta er að mörgu leiti besta gigg í heimi.“ Þegar dvölinni á skipinu lýkur kemur Greta heim og dembir sér í jólavertíðina. Þá ætlar hún líka að taka upp nýtt efni í stúdíói. En eru fleiri verkefni svipuð dvölinni á skipinu í pípunum „Já, ég get ekki sagt mikið eins og er en næsta ár lítur vægast sagt spennandi út.“ En verður Greta rík af þessu verkefni hjá Disney? „Ég held að það fari allt eftir því hvernig maður skilgreinir orðið rík. Ég má ekki ræða launin en ég get sagt að þetta er eitthvað sem ég get ekki hafnað og ég gæti ekki verið ánægðari.“
Tengdar fréttir Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00