Tinna aftur á leiksviðið Jakob Bjarnar skrifar 14. október 2014 13:13 Tinna á samlestri. Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Eggert Þorleifsson, Guðrún Gísladóttir, Baldur Trausti Hreinsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. visir/stefán Fyrsti samlestur á Sjálfstæðu fólki var í morgun. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri mun leikstýra jólasýningu Þjóðleikhússins. Mikil eftirvænting var ríkjandi í Þjóðleikhúsinu nú í morgun þegar leikstjórinn Þorleifur Örn leikstjóri, sviðslistamenn Þjóðleikhússins og leikarar komu saman til fyrsta samlesturs; jólasýning Þjóðleikhússins verður leikgerð byggð á einu helsta stórvirki nóbelsskáldsins Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki, og er öllu til tjaldað.Feðgarnir Þorleifur Örn og Arnar Jónsson. Leikstjórinn ungi hefur starfað í Þýskalandi að undanförnu og unnið þar hvern sigurinn á fætur öðrum með eftirtektarverðum sýningum sínum.visir/stefánSérstaka athygli vekur að Þjóðleikhússtjóri sjálfur, Tinna Gunnlaugsdóttir, fer með hlutverk í sýningunni en hún lætur af störfum sem Þjóðleikhússtjóri um áramót eftir tíu ár í brúnni þar. Frumsýnt verður 2. í jólum. Meðal annarra leikara eru svo faðir leikstjórans, stórleikarinn Arnar Jónsson og svo sonur leikhússtjórans, Ólafur Egill Egilsson, auk þeirra Elmu Stefaníu Ágústsdóttur og Atla Rafns Sigurðssonar (Bjartur), svo einhver séu nefnd. En, Atli Rafn fór einmitt með aðalhlutverk í Englum alheims, rómaðri sýningu sem Þorleifur setti nýverið upp í Þjóðleikhúsinu.Þorleifur Örn talar við hópinn en öllu er til tjaldað, jólasýning Þjóðleikhússins er hápunktur leikársins hverju sinni.Félagarnir Þorleifur Örn og Atli Rafn, sem voru í miklum ham, báðir tveir, við uppsetningu á rómaðri sýningu, Englum alheimsins, eftir Einar Má Guðmundsson.visir/stefánLeikhússtjórinn Tinna ávarpaði hópinn áður en samlestur hófst, en settist svo niður sem leikkona. Með henni á myndinni er Vytautas Narbutas leikmyndahönnuður.visir/stefán Menning Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fyrsti samlestur á Sjálfstæðu fólki var í morgun. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri mun leikstýra jólasýningu Þjóðleikhússins. Mikil eftirvænting var ríkjandi í Þjóðleikhúsinu nú í morgun þegar leikstjórinn Þorleifur Örn leikstjóri, sviðslistamenn Þjóðleikhússins og leikarar komu saman til fyrsta samlesturs; jólasýning Þjóðleikhússins verður leikgerð byggð á einu helsta stórvirki nóbelsskáldsins Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki, og er öllu til tjaldað.Feðgarnir Þorleifur Örn og Arnar Jónsson. Leikstjórinn ungi hefur starfað í Þýskalandi að undanförnu og unnið þar hvern sigurinn á fætur öðrum með eftirtektarverðum sýningum sínum.visir/stefánSérstaka athygli vekur að Þjóðleikhússtjóri sjálfur, Tinna Gunnlaugsdóttir, fer með hlutverk í sýningunni en hún lætur af störfum sem Þjóðleikhússtjóri um áramót eftir tíu ár í brúnni þar. Frumsýnt verður 2. í jólum. Meðal annarra leikara eru svo faðir leikstjórans, stórleikarinn Arnar Jónsson og svo sonur leikhússtjórans, Ólafur Egill Egilsson, auk þeirra Elmu Stefaníu Ágústsdóttur og Atla Rafns Sigurðssonar (Bjartur), svo einhver séu nefnd. En, Atli Rafn fór einmitt með aðalhlutverk í Englum alheims, rómaðri sýningu sem Þorleifur setti nýverið upp í Þjóðleikhúsinu.Þorleifur Örn talar við hópinn en öllu er til tjaldað, jólasýning Þjóðleikhússins er hápunktur leikársins hverju sinni.Félagarnir Þorleifur Örn og Atli Rafn, sem voru í miklum ham, báðir tveir, við uppsetningu á rómaðri sýningu, Englum alheimsins, eftir Einar Má Guðmundsson.visir/stefánLeikhússtjórinn Tinna ávarpaði hópinn áður en samlestur hófst, en settist svo niður sem leikkona. Með henni á myndinni er Vytautas Narbutas leikmyndahönnuður.visir/stefán
Menning Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira