Aldurstakmörk sett á nemendur í framhaldsskólum Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2014 19:30 Menntamálaráðherra var sakaður um það á Alþingi í dag að ætla að fækka heilsársnemum í framhaldsskólunum um rúmlega 900 með því að útiloka tuttugu og fimm ára og eldri frá framhaldsskólanámi frá og með næsta ári. Ráðherra segir að verið sé að efla framhaldsskólana og að úrræði verði tryggð fyrir eldri nemendur með öðrum leiðum.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hóf umræður á Alþingi í dag um þá fyrirætlan menntamálaráðherra að fækka nemendum í bóklegu framhaldsnámi með því að setja skorður á innritun nemenda sem eru 25 ára og eldri. Þetta þýði að nemendum muni fækka um rúmlega 900. „Þetta er tæplega 5 prósenta fækkun ársnemenda og til að setja þessa fjöldatakmörkun í samhengi er þetta álíka og að neita öllum nemendum Fjölbrautarskóla Suðurnesja um skólavist og segja upp 90 til 100 starfsmönnum í kjölfarið,“ sagði Oddný á Alþingi í dag. Þessi fækkun nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna muni dreifast um allt land og bitni aðallega á þeim 1.600 einstaklingum sem eru eldri en 25 ára og vilji stunda bóknám í framhaldsskólunum. En breytingin nær ekki til iðn- og tækninema enda meðalaldurinn í því námi hærri.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, sem ákveðið hefur að stytta framhaldsnámið, segir að framlag á hvorn nemanda hafi lækkað á undanförnum árum og nú eigi að hækka það. „En það mun styrkja framhaldsskólana í því að koma í veg fyrir brottfall. Það mun styrkja framhaldsskólana í því að hjálpa nemendum að klára námið á tilsettum tíma. En íslenska framhaldsskólakerfið stendur sig mjög illa í öllum alþjóðlegum samanburði í því að nemendurnir klári það nám sem þeir hafa skráð sig í á tilsettum tíma,“ sagði menntamálaráðherra. Þetta náist m.a. með því að forgangsraða nemendum inn í framhaldsskólana og aðrar leiðir verði tryggðar til að 25 ára og eldri geti orðið sér út um réttindi til háskólanáms. Aldurstakmarkanir sem þessar þekkist til að mynda á Norðurlöndunum. „Mitt verkefni verður auðvitað núna á næstu mánuðum og misserum að stúdera það nákvæmlega hvort það sé ekki alveg öruggt að þessar leiðir séu allar opnar og tiltækar. Ef ekki reynist einhverra hluta vegna, sem við höfum reyndar ekki sé að sé og höfum þó farið vel í gegnum það, þá er auðvitað sjálfsagt að bregðast við því. En það sem við erum að horfa til er að breyta framhaldsskólanum þannig að við leggjum áherslu á að reyna að fjármagna þá nemendur sem þangað leita þannig að það sé einhver sómi að,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Menntamálaráðherra var sakaður um það á Alþingi í dag að ætla að fækka heilsársnemum í framhaldsskólunum um rúmlega 900 með því að útiloka tuttugu og fimm ára og eldri frá framhaldsskólanámi frá og með næsta ári. Ráðherra segir að verið sé að efla framhaldsskólana og að úrræði verði tryggð fyrir eldri nemendur með öðrum leiðum.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hóf umræður á Alþingi í dag um þá fyrirætlan menntamálaráðherra að fækka nemendum í bóklegu framhaldsnámi með því að setja skorður á innritun nemenda sem eru 25 ára og eldri. Þetta þýði að nemendum muni fækka um rúmlega 900. „Þetta er tæplega 5 prósenta fækkun ársnemenda og til að setja þessa fjöldatakmörkun í samhengi er þetta álíka og að neita öllum nemendum Fjölbrautarskóla Suðurnesja um skólavist og segja upp 90 til 100 starfsmönnum í kjölfarið,“ sagði Oddný á Alþingi í dag. Þessi fækkun nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna muni dreifast um allt land og bitni aðallega á þeim 1.600 einstaklingum sem eru eldri en 25 ára og vilji stunda bóknám í framhaldsskólunum. En breytingin nær ekki til iðn- og tækninema enda meðalaldurinn í því námi hærri.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, sem ákveðið hefur að stytta framhaldsnámið, segir að framlag á hvorn nemanda hafi lækkað á undanförnum árum og nú eigi að hækka það. „En það mun styrkja framhaldsskólana í því að koma í veg fyrir brottfall. Það mun styrkja framhaldsskólana í því að hjálpa nemendum að klára námið á tilsettum tíma. En íslenska framhaldsskólakerfið stendur sig mjög illa í öllum alþjóðlegum samanburði í því að nemendurnir klári það nám sem þeir hafa skráð sig í á tilsettum tíma,“ sagði menntamálaráðherra. Þetta náist m.a. með því að forgangsraða nemendum inn í framhaldsskólana og aðrar leiðir verði tryggðar til að 25 ára og eldri geti orðið sér út um réttindi til háskólanáms. Aldurstakmarkanir sem þessar þekkist til að mynda á Norðurlöndunum. „Mitt verkefni verður auðvitað núna á næstu mánuðum og misserum að stúdera það nákvæmlega hvort það sé ekki alveg öruggt að þessar leiðir séu allar opnar og tiltækar. Ef ekki reynist einhverra hluta vegna, sem við höfum reyndar ekki sé að sé og höfum þó farið vel í gegnum það, þá er auðvitað sjálfsagt að bregðast við því. En það sem við erum að horfa til er að breyta framhaldsskólanum þannig að við leggjum áherslu á að reyna að fjármagna þá nemendur sem þangað leita þannig að það sé einhver sómi að,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira