Story: Ég veit að Gunnar er frábær og á allt umtalið skilið Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. október 2014 13:00 Gunnar Nelson er ósigraður í UFC. vísir/getty Gunnar Nelson berst í fimmta sinn í UFC á laugardagskvöldið þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardagakvöldsins í Globen-höllinni í Stokkhólmi. Story kom sjóðheitur inn í UFC fyrir fimm árum og vann sex bardaga í röð frá 2009-2011. Hann hefur síðan þá unnið fjóra bardaga og tapað fimm, en hann vann LeonardoMafra með hengingartaki í annarri lotu í síðasta bardaga sínum. „Nelson berst standandi í þessari furðulegu karatestöðu, en hann er góður að kýla og magnaður glímumaður,“ segir Story um Gunnar í viðtali við bandarísku íþróttavefsíðna Bleacher Report. „Gunnar er frekar ákveðinn, en ég er með þung högg og verð alltaf betri að slá. Hann mun reyna að taka mig niður og þá mun ég reyna að kýla hann úr varnarstöðu. Ég get líka tekið hann niður.“ „Bardaginn gæti orðið virkilega spennandi en líka rosalega leiðinlegur. Það er alveg möguleiki á því að hann taki mig niður og berji mig í gólfinu í heila lotu. Maður veit ekkert hvað mun gerast í þessum bardaga.“Rick Story er ekkert lamb að leika sér við.vísir/gettyÞað var ríkti mikil spenna innan UFC-heimsins þegar Gunnar skrifaði fyrst undir þriggja bardaga samning fyrir tveimur árum og hefur hann staðið undir öllu umtalinu. Gunnar er búinn að vinna fjóra bardaga í röð í UFC og alla mjög sannfærandi. „Hvað varðar allt umtalið þá er ég ekkert að missa mig í því. Ég veit að Gunnar er frábær og það er ástæða fyrir öllu þessu umtali. Hann er að gera rétta hluti og fólk sér hversu magnaður hann er. Ég ætla ekki að taka neitt frá honum, en ég mun láta hann finna fyrir því hvernig er að berjast við bestu menn veltivigtarinnar,“ segir Story sem er þó ekki á meðal fimmtán efstu á styrkleikalistanum. „Gunnar hefur aldrei barist við mann eins og mig. Það geta komið upp stöður í bardaganum þar sem hann hefur yfirhöndina, en síðan getur bardaginn breyst í slagsmál. Þegar það gerist og þetta verður ljótara þá fer öll tækni út um gluggann. Ég get rotað menn og ég mun reyna að slá Gunnar eins fast og ég get ef þetta breytist í slagsmál,“ segir Rick Story.Bardagi Gunnars Nelson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið. Fáðu þér áskrift í síma 512-5100 eða smelltu hér. MMA Tengdar fréttir Dreymir ekki um Vegas Gunnar Nelson segir að það séu að verða valdaskipti í UFC-heiminum. Ný kynslóð bardagakappa, betri en þeir sem fyrir eru, séu að taka yfir íþróttina. 25. september 2014 07:00 Miðum á bardaga Gunnars fjölgað vegna mikils áhuga Eftirsókn eftir miðum aldrei jafn mikil á UFC-bardagakvöld. 26. september 2014 21:00 Hitað upp fyrir bardaga Gunnars | Myndband Inside the Octagon fjallar um Gunnar Nelson og Rick Story. 30. september 2014 23:15 Gunnar Nelson hélt til Stokkhólms í morgun Berst við Bandaríkjamanninn Rick Story í Globen-höllinni á laugardagskvöldið. 30. september 2014 09:00 Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 29. september 2014 19:30 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Gunnar Nelson berst í fimmta sinn í UFC á laugardagskvöldið þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardagakvöldsins í Globen-höllinni í Stokkhólmi. Story kom sjóðheitur inn í UFC fyrir fimm árum og vann sex bardaga í röð frá 2009-2011. Hann hefur síðan þá unnið fjóra bardaga og tapað fimm, en hann vann LeonardoMafra með hengingartaki í annarri lotu í síðasta bardaga sínum. „Nelson berst standandi í þessari furðulegu karatestöðu, en hann er góður að kýla og magnaður glímumaður,“ segir Story um Gunnar í viðtali við bandarísku íþróttavefsíðna Bleacher Report. „Gunnar er frekar ákveðinn, en ég er með þung högg og verð alltaf betri að slá. Hann mun reyna að taka mig niður og þá mun ég reyna að kýla hann úr varnarstöðu. Ég get líka tekið hann niður.“ „Bardaginn gæti orðið virkilega spennandi en líka rosalega leiðinlegur. Það er alveg möguleiki á því að hann taki mig niður og berji mig í gólfinu í heila lotu. Maður veit ekkert hvað mun gerast í þessum bardaga.“Rick Story er ekkert lamb að leika sér við.vísir/gettyÞað var ríkti mikil spenna innan UFC-heimsins þegar Gunnar skrifaði fyrst undir þriggja bardaga samning fyrir tveimur árum og hefur hann staðið undir öllu umtalinu. Gunnar er búinn að vinna fjóra bardaga í röð í UFC og alla mjög sannfærandi. „Hvað varðar allt umtalið þá er ég ekkert að missa mig í því. Ég veit að Gunnar er frábær og það er ástæða fyrir öllu þessu umtali. Hann er að gera rétta hluti og fólk sér hversu magnaður hann er. Ég ætla ekki að taka neitt frá honum, en ég mun láta hann finna fyrir því hvernig er að berjast við bestu menn veltivigtarinnar,“ segir Story sem er þó ekki á meðal fimmtán efstu á styrkleikalistanum. „Gunnar hefur aldrei barist við mann eins og mig. Það geta komið upp stöður í bardaganum þar sem hann hefur yfirhöndina, en síðan getur bardaginn breyst í slagsmál. Þegar það gerist og þetta verður ljótara þá fer öll tækni út um gluggann. Ég get rotað menn og ég mun reyna að slá Gunnar eins fast og ég get ef þetta breytist í slagsmál,“ segir Rick Story.Bardagi Gunnars Nelson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið. Fáðu þér áskrift í síma 512-5100 eða smelltu hér.
MMA Tengdar fréttir Dreymir ekki um Vegas Gunnar Nelson segir að það séu að verða valdaskipti í UFC-heiminum. Ný kynslóð bardagakappa, betri en þeir sem fyrir eru, séu að taka yfir íþróttina. 25. september 2014 07:00 Miðum á bardaga Gunnars fjölgað vegna mikils áhuga Eftirsókn eftir miðum aldrei jafn mikil á UFC-bardagakvöld. 26. september 2014 21:00 Hitað upp fyrir bardaga Gunnars | Myndband Inside the Octagon fjallar um Gunnar Nelson og Rick Story. 30. september 2014 23:15 Gunnar Nelson hélt til Stokkhólms í morgun Berst við Bandaríkjamanninn Rick Story í Globen-höllinni á laugardagskvöldið. 30. september 2014 09:00 Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 29. september 2014 19:30 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Dreymir ekki um Vegas Gunnar Nelson segir að það séu að verða valdaskipti í UFC-heiminum. Ný kynslóð bardagakappa, betri en þeir sem fyrir eru, séu að taka yfir íþróttina. 25. september 2014 07:00
Miðum á bardaga Gunnars fjölgað vegna mikils áhuga Eftirsókn eftir miðum aldrei jafn mikil á UFC-bardagakvöld. 26. september 2014 21:00
Hitað upp fyrir bardaga Gunnars | Myndband Inside the Octagon fjallar um Gunnar Nelson og Rick Story. 30. september 2014 23:15
Gunnar Nelson hélt til Stokkhólms í morgun Berst við Bandaríkjamanninn Rick Story í Globen-höllinni á laugardagskvöldið. 30. september 2014 09:00
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 29. september 2014 19:30