Enski boltinn

Rodgers: Balotelli verður að gera meira

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, gagnrýndi aðeins ítalska framherjann Mario Balotelli eftir tapleikinn á móti svissneska liðinu Basel í Meistaradeildinni í fótbolta í gær.

Mario Balotelli átti ekki góðan dag og náði aðeins einu skoti á markið í leiknum. Liverpool keypti hann á 16 milljónir punda frá AC Milan en hann hefur aðeins náð að skora 1 mark í 7 leikjum fyrir Liverpool-liðið.

„Hann vann vel fyrir liðið en hann þarf að gera meira fyrir okkur," sagði Brendan Rodgers um hinn 24 ára gamla Mario Balotelli.

„Hann verður alltaf dæmdur af því sem hann skapar eða skorar og hann skoraði ekki í þessum leik. Strákurinn er samt að reyna og hann leggur mikið á sig," sagði Rodgers sem ætlar að gefa sér tíma í að koma hinum óútreiknanlega Balotelli í gang.

Liverpool vann fyrsta leikinn naumlega á móti Ludogorets en þetta tap þýðir að liðið er dottið niður í 3. sæti riðilsins og næstu tveir leikirnir eru á móti spænska stórliðinu Real Madrid.


Tengdar fréttir

Liverpool orðað við Higuain

Spænskir vefmiðlar segja enska úrvalsdeildarliðið Liverpool vera að undirbúa risatilboð í argentínska framherjann Gonzalo Higuain frá ítalska liðinu Napolí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×