Hvorki niðrandi né niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2014 14:40 Lára Rúnarsdóttir segir að það hafi komið sér mikið á óvart að fallið hafi verið frá nýrri reglu í forkeppni Eurovision. Vísir/Valli/GVA Lára Rúnarsdóttir, tónlistarkona, segir að RÚV hafi sýnt mikinn kjark og hugrekki með því að setja nýja reglu í forkeppni Eurovision. Þar var lagt til að ein kona yrði að vera í höfundarteymi að minnsta kosti helmings laganna sem kæmust í undanúrslit. Lára segir að henni hafi hvorki fundist þessi regla niðrandi né niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur. Hún segir jafnframt að það hafi komið sér mikið á óvart að ekki hefði þurft meira til til þess að fallið yrði frá reglunni. „Auðvitað koma alltaf fram gagnrýnisraddir og umræðan á samfélagsmiðlunum getur oft verið óvægin. Mér fannst líka að skrýtið að karlmenn hafi stigið fram og sagt að þetta væri niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún segir þó að framkvæmdin hefði getað verið öðruvísi og að RÚV hefði getað rökstutt og útskýrt nýju regluna betur en á heildina litið telur hún að þetta hefði verið jákvæð breyting. „Það skapaðist mjög skemmtileg umræða á meðal tónlistarkvenna um þessa nýju reglu og þetta virtist hafa mikil hvetjandi áhrif. Svo er þetta dregið til baka og þá er um leið dregið úr hvatningunni til tónlistarkvenna. Ég velti því fyrir mér af hverju ekki megi prófa þetta í eitt ár til þess að sjá hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Lára.Lára RúnarsdóttirVísir/Valli„Tölfræðin sýnir einfaldlega að tónlistarkonur eiga erfitt uppdráttar“ Rannsókn sem Lára gerði sýndi að það hallar mjög á konur í íslenskum tónlistarheimi. Lára segir að það sé löngu tímabært að skoða þessi mál. „Þetta er einfaldlega kerfisvilla sem hefur fengið að grassera í lengri tíma. Kynjakvótar geta oft verið nauðsynlegir sem skammtímalausn í átt að langtímabreytingum. Tölfræðin sýnir einfaldlega að tónlistarkonur eiga erfitt uppdráttar.“ Lára segir að með stofnun KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, komi ákveðið aðhald. Stofnun félagsins sýni einmitt að tónlistarkonur þurfa að standa saman og vinna að því að kynjahlutföllin verði jafnari í tónlistarheiminum.Niðurstöður rannsóknar Láru má sjá hér að neðan. Eurovision Tengdar fréttir RÚV fellur frá kynjakvóta í Eurovision „Fyrirkomulag lagavals helst því í meginatriðum óbreytt,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar 2015. 2. október 2014 15:55 New Eurovision tryout rules degrading to women A new rule that The Icelandic National Broadcasting Service (RUV) introduced for the Icelandic Eurovision tryouts states that half the entries for the tryouts must have a woman credited as a songwriter. 1. október 2014 13:46 Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 Skilur tilgang RÚV með nýjum reglum Tónlistarkonan Greta Salóme tekur hatt sinn ofan fyrir tillögu RÚV að reyna að stuðla að bættri stöðu kvenna í tónlist og kynjajafnfrétti almennt. 3. október 2014 10:13 „Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Páll segist skilja vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en Eurovision reglan sé einfaldlega niðurlægjandi fyrir konur. 2. október 2014 10:33 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Lára Rúnarsdóttir, tónlistarkona, segir að RÚV hafi sýnt mikinn kjark og hugrekki með því að setja nýja reglu í forkeppni Eurovision. Þar var lagt til að ein kona yrði að vera í höfundarteymi að minnsta kosti helmings laganna sem kæmust í undanúrslit. Lára segir að henni hafi hvorki fundist þessi regla niðrandi né niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur. Hún segir jafnframt að það hafi komið sér mikið á óvart að ekki hefði þurft meira til til þess að fallið yrði frá reglunni. „Auðvitað koma alltaf fram gagnrýnisraddir og umræðan á samfélagsmiðlunum getur oft verið óvægin. Mér fannst líka að skrýtið að karlmenn hafi stigið fram og sagt að þetta væri niðurlægjandi fyrir tónlistarkonur,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún segir þó að framkvæmdin hefði getað verið öðruvísi og að RÚV hefði getað rökstutt og útskýrt nýju regluna betur en á heildina litið telur hún að þetta hefði verið jákvæð breyting. „Það skapaðist mjög skemmtileg umræða á meðal tónlistarkvenna um þessa nýju reglu og þetta virtist hafa mikil hvetjandi áhrif. Svo er þetta dregið til baka og þá er um leið dregið úr hvatningunni til tónlistarkvenna. Ég velti því fyrir mér af hverju ekki megi prófa þetta í eitt ár til þess að sjá hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Lára.Lára RúnarsdóttirVísir/Valli„Tölfræðin sýnir einfaldlega að tónlistarkonur eiga erfitt uppdráttar“ Rannsókn sem Lára gerði sýndi að það hallar mjög á konur í íslenskum tónlistarheimi. Lára segir að það sé löngu tímabært að skoða þessi mál. „Þetta er einfaldlega kerfisvilla sem hefur fengið að grassera í lengri tíma. Kynjakvótar geta oft verið nauðsynlegir sem skammtímalausn í átt að langtímabreytingum. Tölfræðin sýnir einfaldlega að tónlistarkonur eiga erfitt uppdráttar.“ Lára segir að með stofnun KÍTÓN, félags kvenna í tónlist, komi ákveðið aðhald. Stofnun félagsins sýni einmitt að tónlistarkonur þurfa að standa saman og vinna að því að kynjahlutföllin verði jafnari í tónlistarheiminum.Niðurstöður rannsóknar Láru má sjá hér að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir RÚV fellur frá kynjakvóta í Eurovision „Fyrirkomulag lagavals helst því í meginatriðum óbreytt,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar 2015. 2. október 2014 15:55 New Eurovision tryout rules degrading to women A new rule that The Icelandic National Broadcasting Service (RUV) introduced for the Icelandic Eurovision tryouts states that half the entries for the tryouts must have a woman credited as a songwriter. 1. október 2014 13:46 Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 Skilur tilgang RÚV með nýjum reglum Tónlistarkonan Greta Salóme tekur hatt sinn ofan fyrir tillögu RÚV að reyna að stuðla að bættri stöðu kvenna í tónlist og kynjajafnfrétti almennt. 3. október 2014 10:13 „Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Páll segist skilja vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en Eurovision reglan sé einfaldlega niðurlægjandi fyrir konur. 2. október 2014 10:33 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
RÚV fellur frá kynjakvóta í Eurovision „Fyrirkomulag lagavals helst því í meginatriðum óbreytt,“ segir í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórnar Söngvakeppninnar 2015. 2. október 2014 15:55
New Eurovision tryout rules degrading to women A new rule that The Icelandic National Broadcasting Service (RUV) introduced for the Icelandic Eurovision tryouts states that half the entries for the tryouts must have a woman credited as a songwriter. 1. október 2014 13:46
Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53
Skilur tilgang RÚV með nýjum reglum Tónlistarkonan Greta Salóme tekur hatt sinn ofan fyrir tillögu RÚV að reyna að stuðla að bættri stöðu kvenna í tónlist og kynjajafnfrétti almennt. 3. október 2014 10:13
„Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Páll segist skilja vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja en Eurovision reglan sé einfaldlega niðurlægjandi fyrir konur. 2. október 2014 10:33
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent