Fótbolti

Björn Bergmann: Ótrúlegasta sem ég hef upplifað

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Björn á landsleiki
Björn á landsleiki vísir/getty
Björn Bergmann Sigurðarson hefur verið meiddur meira og minna allt tímabilið hjá Molde í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en kom inn á sem varamaður í gær og tryggði liðinu norska meistaratitilinn.

„Þetta er að ótrúlegasta sem ég hef upplifað. Ég hef aldrei unnið neitt í lífinu þannig að þetta af algjörlega frábær tilfinning,“ sagði Björn Bergmann við norska fjölmiðla eftir sigurmarkið í gær gegn Viking.

Björn hefur aðeins tekið þátt í 12 leikjum með Molde á tímabilinu og ekki náð að leika heilar 90 mínútur síðan í apríl.

„Þetta hefur verið erfitt og þetta var langt hlé. Ég lék tvo leiki og meiddist strax. Sem betur fer er ég meiðslalaus nú.

„Það er erfitt að segja hvað veldur. Gras eða gervigras. Ég vil spila á grasi en það hefur verið fínt að spila á gervigrasi þetta tímabilið og gervigrasið hjá Molde er ekki vandamál,“ sagði Björn sem vill ekki kenna gervigrasinu sem Molde setti á völlinn sinn fyrir tímabilið um meiðslin en hann átti lengi við meiðsli í baki að stríða þegar hann lék með Lilleström á gervigrasi.


Tengdar fréttir

Björn Bergmann tryggði Molde meistaratitilinn

Björn Bergmann Sigurðarson skoraði sigurmark Molde sem lagði Viking 2-1 á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Björn Bergmann tryggði Molde þar með norska meistaratitilinn þegar fjórar umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×