NBA-deildin gerir þrjú þúsund milljarða sjónvarpssamning Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. október 2014 16:00 Spurs er eitt af þeim liðum sem talið er hvað best rekið í NBA-deildinni. Auknar sjónvarpstekjur gætu komið sér vel fyrir liðið. Vísir/Getty NBA-deildin hefur nú gert nýjan samning um sjónvarpsrétt við sjónvarpsstöðvarnar ESPN og TNT. Samningurinn hljóðar upp á 24 milljarða Bandaríkjadala, eða tæplega þrjú þúsund milljarða yfir níu ára tímabil. Árlegar tekjur NBA-deildarinnar af samningnum verða um þrefalt hærri en núverandi sjónvarpssamningur gefur deildinni. Samningurinn nýi tekur gildi tímabilið 2016 – 2017. Hann mun hafa áhrif á launaþak liðanna í NBA-deildinni, því þakið er reiknað út frá tekjum deildarinnar. Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um samninginn í morgun hefur það lengi legið fyrir að hann myndi færa deildinni auknar tekjur og þannig hafa áhrif á launaþakið. Þannig má til dæmis útskýra ákvörðun LeBron James að semja við Cleveland Cavaliers til tveggja ára útfrá þessum nýja sjónvarpssamningi.LeBron James vissi hvað hann var að gera þegar hann samdi við Cavs til tveggja ára.Vísir/GettyLeikmannasamningar í NBA-deildinni eru talsvert staðlaðari en þekkist í öðrum íþróttum, eins og til dæmis knattspyrnu. Þannig mun þessi nýji sjónvarpssamningur líklegast hækka laun leikmanna umtalsvert á komandi árum. Þetta gefur liðum einnig tækifæri – allavega fyrst um sinn – að fjölga sterkum, launaháum leikmönnum. Samningurinn er sem fyrr segir við TNT og ESPN, sem hafa sýnt leiki deildarinnar í Bandaríkjunum undanfarin ár. Talið var að sjónvarpsstöðin Fox Sports One myndi komast inn í samninginn og fá sýningarrétt á einhverjum leikjum. Svo varð ekki. Ein helsta breytingin á fyrirkomulagi útsendinga verða beinar netútsendingar ESPN. Stöðin mun sýna nokkra leiki í beinni útsendingu í gegnum vefsíðu sína, en hingað til hefur ESPN sýnt leiki í gegnum áskriftasjónvarp. NBA Tengdar fréttir Kyrie Irving fær tíu milljarða næstu fimm árin hjá Cleveland Leikstjórnandinn skrifar undir nýjan risasamning hjá Cavaliers í næstu viku. 1. júlí 2014 08:15 LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30 Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
NBA-deildin hefur nú gert nýjan samning um sjónvarpsrétt við sjónvarpsstöðvarnar ESPN og TNT. Samningurinn hljóðar upp á 24 milljarða Bandaríkjadala, eða tæplega þrjú þúsund milljarða yfir níu ára tímabil. Árlegar tekjur NBA-deildarinnar af samningnum verða um þrefalt hærri en núverandi sjónvarpssamningur gefur deildinni. Samningurinn nýi tekur gildi tímabilið 2016 – 2017. Hann mun hafa áhrif á launaþak liðanna í NBA-deildinni, því þakið er reiknað út frá tekjum deildarinnar. Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um samninginn í morgun hefur það lengi legið fyrir að hann myndi færa deildinni auknar tekjur og þannig hafa áhrif á launaþakið. Þannig má til dæmis útskýra ákvörðun LeBron James að semja við Cleveland Cavaliers til tveggja ára útfrá þessum nýja sjónvarpssamningi.LeBron James vissi hvað hann var að gera þegar hann samdi við Cavs til tveggja ára.Vísir/GettyLeikmannasamningar í NBA-deildinni eru talsvert staðlaðari en þekkist í öðrum íþróttum, eins og til dæmis knattspyrnu. Þannig mun þessi nýji sjónvarpssamningur líklegast hækka laun leikmanna umtalsvert á komandi árum. Þetta gefur liðum einnig tækifæri – allavega fyrst um sinn – að fjölga sterkum, launaháum leikmönnum. Samningurinn er sem fyrr segir við TNT og ESPN, sem hafa sýnt leiki deildarinnar í Bandaríkjunum undanfarin ár. Talið var að sjónvarpsstöðin Fox Sports One myndi komast inn í samninginn og fá sýningarrétt á einhverjum leikjum. Svo varð ekki. Ein helsta breytingin á fyrirkomulagi útsendinga verða beinar netútsendingar ESPN. Stöðin mun sýna nokkra leiki í beinni útsendingu í gegnum vefsíðu sína, en hingað til hefur ESPN sýnt leiki í gegnum áskriftasjónvarp.
NBA Tengdar fréttir Kyrie Irving fær tíu milljarða næstu fimm árin hjá Cleveland Leikstjórnandinn skrifar undir nýjan risasamning hjá Cavaliers í næstu viku. 1. júlí 2014 08:15 LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30 Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Kyrie Irving fær tíu milljarða næstu fimm árin hjá Cleveland Leikstjórnandinn skrifar undir nýjan risasamning hjá Cavaliers í næstu viku. 1. júlí 2014 08:15
LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30
Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins