Þrotabúi IceCapital dæmdar yfir 500 milljónir Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. október 2014 07:00 Þrotabúið fær röskar 500 milljónir. Þrotabú IceCapital, sem áður hét Sund og var í eigu fjölskyldu Óla í Olís, hefur fengið dæmdar um 520 milljónir króna vegna riftunar á ýmsum gerningum sem fram fóru haustið 2008 og í byrjun ársins 2009. Átta dómar vegna riftunarmála voru kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag í síðustu viku þessa efnis. Hæsta einstaka upphæðin er 120 milljónir króna sem þrotabúið fær greiddar vegna riftunar á kaupsamningi um sölu IceCapital til NF Holding á 66% hlut í Norðurflugi þann 12. desember 2008 en hluturinn var siðar seldur eignarhaldsfélaginu Puma. Þrotabúið byggði riftunarkröfu sína aðallega á því að salan á hlutafé stefnanda til stefnda NF Holding ehf. hafi verið gjafagerningur sem væri riftanlegur. Héraðsdómur féllst á þann málatilbúnað. Einnig var rift kaupsamningi milli þrotabús IceCapital ehf., og Jóns Kristjánssonar, þáverandi stjórnarformanns IceCapital og stjórnarmanns í BYR sparisjóði, sem gerður var 4. nóvember 2008 um kaup IceCapital á stofnfjárbréfum í Byr að verðmæti 90.315.122 krónur, en dómurinn segir að bréfin hafi verið verðlaus þegar viðskiptin voru gerð. Einnig var rift kaupum IceCapital á stofnfjárbréfum í Byr að verðmæti 90.315.122 krónur af Páli Þór Magnússyni, sem var framkvæmdastjóri IceCapital. Þá var rift er arðgreiðslu til Páls Þórs Magnússonar, að fjárhæð 31.798.642 krónur sem greidd var 9. október 2008. Dómurinn segir ekki fara á milli mála að frá og með 6. október 2008 hafi stefnandi verið orðinn ógjaldfær. Einnig er rift arðgreiðslum til Gunnþórunnar Jónsdóttur, að fjárhæð samtals 38.144.786 krónur og launagreiðslum að fjárhæð 5.632.049 krónur.Þessar upphæðir eru þó ekki nema brot af því sem IceCapital skuldaði við bankahrun en talið var að skuldirnar við islensku bankana væru 64 milljarðar króna. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Sjá meira
Þrotabú IceCapital, sem áður hét Sund og var í eigu fjölskyldu Óla í Olís, hefur fengið dæmdar um 520 milljónir króna vegna riftunar á ýmsum gerningum sem fram fóru haustið 2008 og í byrjun ársins 2009. Átta dómar vegna riftunarmála voru kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag í síðustu viku þessa efnis. Hæsta einstaka upphæðin er 120 milljónir króna sem þrotabúið fær greiddar vegna riftunar á kaupsamningi um sölu IceCapital til NF Holding á 66% hlut í Norðurflugi þann 12. desember 2008 en hluturinn var siðar seldur eignarhaldsfélaginu Puma. Þrotabúið byggði riftunarkröfu sína aðallega á því að salan á hlutafé stefnanda til stefnda NF Holding ehf. hafi verið gjafagerningur sem væri riftanlegur. Héraðsdómur féllst á þann málatilbúnað. Einnig var rift kaupsamningi milli þrotabús IceCapital ehf., og Jóns Kristjánssonar, þáverandi stjórnarformanns IceCapital og stjórnarmanns í BYR sparisjóði, sem gerður var 4. nóvember 2008 um kaup IceCapital á stofnfjárbréfum í Byr að verðmæti 90.315.122 krónur, en dómurinn segir að bréfin hafi verið verðlaus þegar viðskiptin voru gerð. Einnig var rift kaupum IceCapital á stofnfjárbréfum í Byr að verðmæti 90.315.122 krónur af Páli Þór Magnússyni, sem var framkvæmdastjóri IceCapital. Þá var rift er arðgreiðslu til Páls Þórs Magnússonar, að fjárhæð 31.798.642 krónur sem greidd var 9. október 2008. Dómurinn segir ekki fara á milli mála að frá og með 6. október 2008 hafi stefnandi verið orðinn ógjaldfær. Einnig er rift arðgreiðslum til Gunnþórunnar Jónsdóttur, að fjárhæð samtals 38.144.786 krónur og launagreiðslum að fjárhæð 5.632.049 krónur.Þessar upphæðir eru þó ekki nema brot af því sem IceCapital skuldaði við bankahrun en talið var að skuldirnar við islensku bankana væru 64 milljarðar króna.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Sjá meira