Enski boltinn

Ashley Cole: Pressan er öll á Man City í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashley Cole á blaðamannafundi í gær.
Ashley Cole á blaðamannafundi í gær. Vísir/Getty
Ashley Cole, fyrrum leikmaður Chelsea og nú bakvörður ítalska liðsins Roma, verður mættur á kunnuglega slóðir í kvöld þegar Roma liðið heimsækir Englandsmeistara Manchester City í Meistaradeildinni.

„Það er mikil pressa á City," sagði Ashley Cole í blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þeir eru með stóra leikmenn og eru hungraðir í að vinna Meistaradeildina," sagði Cole.

„Við erum líklega litla liðið í þessum leik en við mun gefa allt okkar í leiknum og þetta verður vonandi erfiður leikur fyrir þá," sagði Cole.

Roma byrjaði frábærlega í Meistaradeildinni en liðið vann 5-1 sigur á CSKA Moskvu í fyrsta leik en á sama tíma tapið City á móti Bayern München.

„Ef við vinnum þennan leik í kvöld þá verður mun erfiðara fyrir þá að ná okkur sem kemur okkur í góða stöðu í baráttu okkur fyrir því að komast upp úr riðlinum," sagði Cole.  Hann gæti mætt sínum gömlu liðsfélögum í kvöld.

„Það verður frábært að mæta leikmönnum eins og Joe Hart og Frank Lampard. Ég bjóst aldrei við því að mæta þeim. Það verður skemmtilegt ef bæði ég og Lamps verðum valdir í liðið," sagði Ashley Cole en þeir spiluðu lengi saman hjá Chelsea.

Leikur Manchester City og Roma verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×