Gerir kvikmyndir um venjulegt fólk Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2014 19:30 Hinn margverðlaunaði breski kvikmyndaleikstjóri, Mike Leigh, er kominn hingað til lands til að vera viðstaddur sýningu á nýjustu kvikmynd sinni á RIFF kvikmyndahátíðinni í Háskólabíói í kvöld en hann er heiðursgestur hátíðarinnar. Leigh segir að hann geri fyrst og fremst kvikmyndir um venjulegt fólk. Mike Leigh á að baki langan og farsælan feril í bresku leikhúsi og kvikmyndum, bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Hann kom til landsins í dag til að vera viðstaddur sýningu á nýjustu kvikmynd sinni, Mr. Turner, á RIFF kvikmyndahátíðinni í Háskólabíói í kvöld. Myndin hefur fengið mjög góðar viðtökur og eins og margar fyrri mynda hans er umfjöllunarefnið sterkir einstaklingar. En Mr. Turner fjallar um ævi og störf eins mesta landslagsmálara Breta, J.M.W. Turner, sem var álitinn mikill sérvitringur. Það einkennir flestar þeirra 19 kvikmynda sem Leigh hefur gert að þær fjalla um sterka einstaklinga í óvenjulegum aðstæðum. „Ég starfa við að gera kvikmyndir um fólk og þessi mynd, fjallar um persónu, mann, og þau mögnuðu verk sem hann skapaði. Það er spennan á milli nokkuð sérviturrar og gallaðrar manneskju og háleitra, einstakra og epískra verka,“ segir Leigh. Hann leitar gjarnan til sömu leikaranna aftur og aftur eins og Brenda Blethyn í Leyndarmálum og lygum, þar sem hún leikur konu sem kemst að því að hún á svarta dóttur sem hún sá aldrei og gaf frá sér við fæðingu. „Ef einhver er góður og maður á gott, skapandi samstarf með honum þá leitar maður eftir meiru. Þar sem leikararnir í myndum mínum leika ekki bara sjálfa sig að hætti Hollywood eru þeir í besta skilningi "karakterleikarar", þeir eru fjölhæfir og þeir geta leikið alvörufólk, fólkið á götunni,“ segir Leigh. Timothy Spall sem leikið hefur fyrir Leigh nokkrum sinnum áður leikur Mr. Turner og Leigh segist hafa haft hann í huga fyrir hlutverkið frá upphafi. „Svo sannarlega. Hann virtist eðlilegasta valið og hann stóð sig frábærlega, ég held að þú verðir sammála því,“ sagði leikstjórinn sannfærandi að lokum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Hinn margverðlaunaði breski kvikmyndaleikstjóri, Mike Leigh, er kominn hingað til lands til að vera viðstaddur sýningu á nýjustu kvikmynd sinni á RIFF kvikmyndahátíðinni í Háskólabíói í kvöld en hann er heiðursgestur hátíðarinnar. Leigh segir að hann geri fyrst og fremst kvikmyndir um venjulegt fólk. Mike Leigh á að baki langan og farsælan feril í bresku leikhúsi og kvikmyndum, bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Hann kom til landsins í dag til að vera viðstaddur sýningu á nýjustu kvikmynd sinni, Mr. Turner, á RIFF kvikmyndahátíðinni í Háskólabíói í kvöld. Myndin hefur fengið mjög góðar viðtökur og eins og margar fyrri mynda hans er umfjöllunarefnið sterkir einstaklingar. En Mr. Turner fjallar um ævi og störf eins mesta landslagsmálara Breta, J.M.W. Turner, sem var álitinn mikill sérvitringur. Það einkennir flestar þeirra 19 kvikmynda sem Leigh hefur gert að þær fjalla um sterka einstaklinga í óvenjulegum aðstæðum. „Ég starfa við að gera kvikmyndir um fólk og þessi mynd, fjallar um persónu, mann, og þau mögnuðu verk sem hann skapaði. Það er spennan á milli nokkuð sérviturrar og gallaðrar manneskju og háleitra, einstakra og epískra verka,“ segir Leigh. Hann leitar gjarnan til sömu leikaranna aftur og aftur eins og Brenda Blethyn í Leyndarmálum og lygum, þar sem hún leikur konu sem kemst að því að hún á svarta dóttur sem hún sá aldrei og gaf frá sér við fæðingu. „Ef einhver er góður og maður á gott, skapandi samstarf með honum þá leitar maður eftir meiru. Þar sem leikararnir í myndum mínum leika ekki bara sjálfa sig að hætti Hollywood eru þeir í besta skilningi "karakterleikarar", þeir eru fjölhæfir og þeir geta leikið alvörufólk, fólkið á götunni,“ segir Leigh. Timothy Spall sem leikið hefur fyrir Leigh nokkrum sinnum áður leikur Mr. Turner og Leigh segist hafa haft hann í huga fyrir hlutverkið frá upphafi. „Svo sannarlega. Hann virtist eðlilegasta valið og hann stóð sig frábærlega, ég held að þú verðir sammála því,“ sagði leikstjórinn sannfærandi að lokum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira