Bjarki Þór tók titilinn og Birgir rotaði andstæðing sinn Pétur Marinó Jónsson skrifar 21. september 2014 12:45 Bjarki Þór grípur utan um háls O'Connor. Kjartan Páll Sæmundsson Þrír íslenskir bardagakappar börðust á Shinobi MMA bardagakvöldinu í Wales í gærkvöldi. Bjarki Þór Pálsson klófesti léttvigtarbelti Shinobi MMA bardagasamtakanna og Birgir Örn Tómasson rotaði andstæðing sinn í 3. lotu. Strákarnir koma allir úr Mjölni og höfðu æft gríðarlega vel fyrir MMA bardagana sína. Fyrstur á svið af Íslendingunum var Birgir Örn Tómasson en hann mætti heimamanninum Bobby Pallett. Eftir jafna fyrstu lotu þar sem þeir skiptust á höggum náði Pallett fellu í 2. lotu. Birgir náði að standa upp og vankaði Pallett áður en lotan var á enda. Í 3. lotu át Birgir hausspark og svaraði hann því með því að steinrota Pallett í 3. lotu. Bardaginn var frábær en Birgir Örn hefur nú sigrað báða MMA bardaga sína með rothöggi. Fyrr í dag fengu Birgir og andstæðingur hans bónus fyrir besta bardaga kvöldsins. Næstur á svið var Diego Björn Valencia. Andstæðingur hans var pólskur glímumaður og náði hann fellu í 1. lotu. Diego tókst að snúa stöðunni við og endaði fyrstu lotuna ofan á. Í 2. lotu náði Diego sjálfur fellu og hélt toppstöðu um tíma. Þriðja lotan var jöfn og endaði bardaginn í dómaraákvörðun. Hinn pólski Amadeusz Arczewski sigraði naumlega eftir dómaraákvörðun, 29-28, í jöfnum bardaga. Þessi bardagi fer beint í reynslubankann hjá Diego og mun hann án efa koma tvíefldur til baka. Lokabardagi kvöldsins var titilbardagi milli Bjarka Þórs Pálssonar og Anthony O’Connor. Fyrir bardagann var O’Connor ósigraður í sjö bardögum og því verðugur andstæðingur. Bjarki náði fellu í fyrstu lotu og sigraði fyrstu lotuna. Í næstu lotu skaut O’Connor í fellu en Bjarki náði taki utan um hálsinn og læsti þéttri „guillotine“ hengingu. O’Connor neyddist því til að gefast upp í 2. lotu. Bjarki Þór tryggði sér þar með léttvigtarbelti Shinobi MMA. Frábært kvöld að baki hjá Mjölnismönnunum og mega þeir vel við una eftir bardaga gærkvöldsins.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.Birgir Örn með beina hægri á Bobby Pallett.Kjartan Páll Sæmundsson MMA Tengdar fréttir Mjölnisstrákarnir tilbúnir í slaginn Í kvöld munu þrír íslenskir bardagakappar stíga í búrið og berjast í MMA á Shinobi bardagakvöldinu. Bardagarnir fara fram í Wales og eru strákarnir tilbúnir í slaginn. 20. september 2014 11:30 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Sjá meira
Þrír íslenskir bardagakappar börðust á Shinobi MMA bardagakvöldinu í Wales í gærkvöldi. Bjarki Þór Pálsson klófesti léttvigtarbelti Shinobi MMA bardagasamtakanna og Birgir Örn Tómasson rotaði andstæðing sinn í 3. lotu. Strákarnir koma allir úr Mjölni og höfðu æft gríðarlega vel fyrir MMA bardagana sína. Fyrstur á svið af Íslendingunum var Birgir Örn Tómasson en hann mætti heimamanninum Bobby Pallett. Eftir jafna fyrstu lotu þar sem þeir skiptust á höggum náði Pallett fellu í 2. lotu. Birgir náði að standa upp og vankaði Pallett áður en lotan var á enda. Í 3. lotu át Birgir hausspark og svaraði hann því með því að steinrota Pallett í 3. lotu. Bardaginn var frábær en Birgir Örn hefur nú sigrað báða MMA bardaga sína með rothöggi. Fyrr í dag fengu Birgir og andstæðingur hans bónus fyrir besta bardaga kvöldsins. Næstur á svið var Diego Björn Valencia. Andstæðingur hans var pólskur glímumaður og náði hann fellu í 1. lotu. Diego tókst að snúa stöðunni við og endaði fyrstu lotuna ofan á. Í 2. lotu náði Diego sjálfur fellu og hélt toppstöðu um tíma. Þriðja lotan var jöfn og endaði bardaginn í dómaraákvörðun. Hinn pólski Amadeusz Arczewski sigraði naumlega eftir dómaraákvörðun, 29-28, í jöfnum bardaga. Þessi bardagi fer beint í reynslubankann hjá Diego og mun hann án efa koma tvíefldur til baka. Lokabardagi kvöldsins var titilbardagi milli Bjarka Þórs Pálssonar og Anthony O’Connor. Fyrir bardagann var O’Connor ósigraður í sjö bardögum og því verðugur andstæðingur. Bjarki náði fellu í fyrstu lotu og sigraði fyrstu lotuna. Í næstu lotu skaut O’Connor í fellu en Bjarki náði taki utan um hálsinn og læsti þéttri „guillotine“ hengingu. O’Connor neyddist því til að gefast upp í 2. lotu. Bjarki Þór tryggði sér þar með léttvigtarbelti Shinobi MMA. Frábært kvöld að baki hjá Mjölnismönnunum og mega þeir vel við una eftir bardaga gærkvöldsins.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.Birgir Örn með beina hægri á Bobby Pallett.Kjartan Páll Sæmundsson
MMA Tengdar fréttir Mjölnisstrákarnir tilbúnir í slaginn Í kvöld munu þrír íslenskir bardagakappar stíga í búrið og berjast í MMA á Shinobi bardagakvöldinu. Bardagarnir fara fram í Wales og eru strákarnir tilbúnir í slaginn. 20. september 2014 11:30 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Sjá meira
Mjölnisstrákarnir tilbúnir í slaginn Í kvöld munu þrír íslenskir bardagakappar stíga í búrið og berjast í MMA á Shinobi bardagakvöldinu. Bardagarnir fara fram í Wales og eru strákarnir tilbúnir í slaginn. 20. september 2014 11:30