Bjarki Þór tók titilinn og Birgir rotaði andstæðing sinn Pétur Marinó Jónsson skrifar 21. september 2014 12:45 Bjarki Þór grípur utan um háls O'Connor. Kjartan Páll Sæmundsson Þrír íslenskir bardagakappar börðust á Shinobi MMA bardagakvöldinu í Wales í gærkvöldi. Bjarki Þór Pálsson klófesti léttvigtarbelti Shinobi MMA bardagasamtakanna og Birgir Örn Tómasson rotaði andstæðing sinn í 3. lotu. Strákarnir koma allir úr Mjölni og höfðu æft gríðarlega vel fyrir MMA bardagana sína. Fyrstur á svið af Íslendingunum var Birgir Örn Tómasson en hann mætti heimamanninum Bobby Pallett. Eftir jafna fyrstu lotu þar sem þeir skiptust á höggum náði Pallett fellu í 2. lotu. Birgir náði að standa upp og vankaði Pallett áður en lotan var á enda. Í 3. lotu át Birgir hausspark og svaraði hann því með því að steinrota Pallett í 3. lotu. Bardaginn var frábær en Birgir Örn hefur nú sigrað báða MMA bardaga sína með rothöggi. Fyrr í dag fengu Birgir og andstæðingur hans bónus fyrir besta bardaga kvöldsins. Næstur á svið var Diego Björn Valencia. Andstæðingur hans var pólskur glímumaður og náði hann fellu í 1. lotu. Diego tókst að snúa stöðunni við og endaði fyrstu lotuna ofan á. Í 2. lotu náði Diego sjálfur fellu og hélt toppstöðu um tíma. Þriðja lotan var jöfn og endaði bardaginn í dómaraákvörðun. Hinn pólski Amadeusz Arczewski sigraði naumlega eftir dómaraákvörðun, 29-28, í jöfnum bardaga. Þessi bardagi fer beint í reynslubankann hjá Diego og mun hann án efa koma tvíefldur til baka. Lokabardagi kvöldsins var titilbardagi milli Bjarka Þórs Pálssonar og Anthony O’Connor. Fyrir bardagann var O’Connor ósigraður í sjö bardögum og því verðugur andstæðingur. Bjarki náði fellu í fyrstu lotu og sigraði fyrstu lotuna. Í næstu lotu skaut O’Connor í fellu en Bjarki náði taki utan um hálsinn og læsti þéttri „guillotine“ hengingu. O’Connor neyddist því til að gefast upp í 2. lotu. Bjarki Þór tryggði sér þar með léttvigtarbelti Shinobi MMA. Frábært kvöld að baki hjá Mjölnismönnunum og mega þeir vel við una eftir bardaga gærkvöldsins.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.Birgir Örn með beina hægri á Bobby Pallett.Kjartan Páll Sæmundsson MMA Tengdar fréttir Mjölnisstrákarnir tilbúnir í slaginn Í kvöld munu þrír íslenskir bardagakappar stíga í búrið og berjast í MMA á Shinobi bardagakvöldinu. Bardagarnir fara fram í Wales og eru strákarnir tilbúnir í slaginn. 20. september 2014 11:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira
Þrír íslenskir bardagakappar börðust á Shinobi MMA bardagakvöldinu í Wales í gærkvöldi. Bjarki Þór Pálsson klófesti léttvigtarbelti Shinobi MMA bardagasamtakanna og Birgir Örn Tómasson rotaði andstæðing sinn í 3. lotu. Strákarnir koma allir úr Mjölni og höfðu æft gríðarlega vel fyrir MMA bardagana sína. Fyrstur á svið af Íslendingunum var Birgir Örn Tómasson en hann mætti heimamanninum Bobby Pallett. Eftir jafna fyrstu lotu þar sem þeir skiptust á höggum náði Pallett fellu í 2. lotu. Birgir náði að standa upp og vankaði Pallett áður en lotan var á enda. Í 3. lotu át Birgir hausspark og svaraði hann því með því að steinrota Pallett í 3. lotu. Bardaginn var frábær en Birgir Örn hefur nú sigrað báða MMA bardaga sína með rothöggi. Fyrr í dag fengu Birgir og andstæðingur hans bónus fyrir besta bardaga kvöldsins. Næstur á svið var Diego Björn Valencia. Andstæðingur hans var pólskur glímumaður og náði hann fellu í 1. lotu. Diego tókst að snúa stöðunni við og endaði fyrstu lotuna ofan á. Í 2. lotu náði Diego sjálfur fellu og hélt toppstöðu um tíma. Þriðja lotan var jöfn og endaði bardaginn í dómaraákvörðun. Hinn pólski Amadeusz Arczewski sigraði naumlega eftir dómaraákvörðun, 29-28, í jöfnum bardaga. Þessi bardagi fer beint í reynslubankann hjá Diego og mun hann án efa koma tvíefldur til baka. Lokabardagi kvöldsins var titilbardagi milli Bjarka Þórs Pálssonar og Anthony O’Connor. Fyrir bardagann var O’Connor ósigraður í sjö bardögum og því verðugur andstæðingur. Bjarki náði fellu í fyrstu lotu og sigraði fyrstu lotuna. Í næstu lotu skaut O’Connor í fellu en Bjarki náði taki utan um hálsinn og læsti þéttri „guillotine“ hengingu. O’Connor neyddist því til að gefast upp í 2. lotu. Bjarki Þór tryggði sér þar með léttvigtarbelti Shinobi MMA. Frábært kvöld að baki hjá Mjölnismönnunum og mega þeir vel við una eftir bardaga gærkvöldsins.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.Birgir Örn með beina hægri á Bobby Pallett.Kjartan Páll Sæmundsson
MMA Tengdar fréttir Mjölnisstrákarnir tilbúnir í slaginn Í kvöld munu þrír íslenskir bardagakappar stíga í búrið og berjast í MMA á Shinobi bardagakvöldinu. Bardagarnir fara fram í Wales og eru strákarnir tilbúnir í slaginn. 20. september 2014 11:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira
Mjölnisstrákarnir tilbúnir í slaginn Í kvöld munu þrír íslenskir bardagakappar stíga í búrið og berjast í MMA á Shinobi bardagakvöldinu. Bardagarnir fara fram í Wales og eru strákarnir tilbúnir í slaginn. 20. september 2014 11:30