UFC 178: Cat Zingano snýr aftur eftir erfiðasta tímabil lífs síns Óskar Örn Árnason skrifar 25. september 2014 15:00 Cat Zingano sigraði Miesha Tate eftir tæknilegt rothögg í fyrra. Vísir/Getty UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. Zingano snýr aftur í búrið á laugardaginn eftir erfiðustu 17 mánuði lífs hennar. Í sínum fyrsta bardaga í UFC sigraði hún Miesha Tate á tæknilegu rothöggi í bardaga sem var valinn bardagi kvöldsins. Þrátt fyrir stuttan feril var Zingano lofað bardaga við meistarann, Rondu Rousey. Hún átti að þjálfa andspænis henni í The Ultimate Fighter þegar allt fór úrskeiðis. Fljótlega eftir bardagann kom í ljós að hún þyrfti að fara í skurðaðgerð á báðum hnjám og hafa þau meiðsli haldið henni frá keppni í 17 mánuði. Cat Zingano fékk ekki að þjálfa The Ultimate Fighter gegn Rondu Rousey vegna meiðslanna og tók Miesha Tate hennar stað. Þarna missti Zingano af miklu tækifæri enda fá þjálfarar The Ultimate Fighter mikla athygli. Það reyndist lítið áfall miðað við það sem koma skyldi. Þann 13. janúar framdi eiginmaður hennar, Mauricio Zingano, sjálfsmorð. Mauricio var ekki bara eiginmaður hennar heldur einnig yfirþjálfari hennar og sá sem kynnti henni fyrir brasilísku jiu-jitsu í upphafi. Hann hafði ætíð fylgt henni í bardaga og verður bardaginn á laugardaginn fyrsti bardagi hennar án Mauricio.Þrátt fyrir alla erfiðleikana er Cat Zingano mætt til leiks aftur. Zingano mætir Amanda Nunes sem hefur sigrað sína fyrstu tvo bardaga í UFC með rothöggi í fyrstu lotu. Með sigri fær Zingano titilbardagann sem henni var lofað fyrir meiðslin gegn núverandi bantamvigtarmeistara kvenna, Rondu Rousey. Takist henni að sigra nú á laugardaginn verður það að teljast ótrúlegt afrek eftir verstu 17 mánuði í lífi hennar. Nánar má lesa um Zingano á vef MMA Frétta hér. UFC 178 bardagakvöldið hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Titilbardagi í fluguvigt - Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dustin Poirier Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Amanda Nunes MMA Tengdar fréttir Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. Zingano snýr aftur í búrið á laugardaginn eftir erfiðustu 17 mánuði lífs hennar. Í sínum fyrsta bardaga í UFC sigraði hún Miesha Tate á tæknilegu rothöggi í bardaga sem var valinn bardagi kvöldsins. Þrátt fyrir stuttan feril var Zingano lofað bardaga við meistarann, Rondu Rousey. Hún átti að þjálfa andspænis henni í The Ultimate Fighter þegar allt fór úrskeiðis. Fljótlega eftir bardagann kom í ljós að hún þyrfti að fara í skurðaðgerð á báðum hnjám og hafa þau meiðsli haldið henni frá keppni í 17 mánuði. Cat Zingano fékk ekki að þjálfa The Ultimate Fighter gegn Rondu Rousey vegna meiðslanna og tók Miesha Tate hennar stað. Þarna missti Zingano af miklu tækifæri enda fá þjálfarar The Ultimate Fighter mikla athygli. Það reyndist lítið áfall miðað við það sem koma skyldi. Þann 13. janúar framdi eiginmaður hennar, Mauricio Zingano, sjálfsmorð. Mauricio var ekki bara eiginmaður hennar heldur einnig yfirþjálfari hennar og sá sem kynnti henni fyrir brasilísku jiu-jitsu í upphafi. Hann hafði ætíð fylgt henni í bardaga og verður bardaginn á laugardaginn fyrsti bardagi hennar án Mauricio.Þrátt fyrir alla erfiðleikana er Cat Zingano mætt til leiks aftur. Zingano mætir Amanda Nunes sem hefur sigrað sína fyrstu tvo bardaga í UFC með rothöggi í fyrstu lotu. Með sigri fær Zingano titilbardagann sem henni var lofað fyrir meiðslin gegn núverandi bantamvigtarmeistara kvenna, Rondu Rousey. Takist henni að sigra nú á laugardaginn verður það að teljast ótrúlegt afrek eftir verstu 17 mánuði í lífi hennar. Nánar má lesa um Zingano á vef MMA Frétta hér. UFC 178 bardagakvöldið hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Titilbardagi í fluguvigt - Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dustin Poirier Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Amanda Nunes
MMA Tengdar fréttir Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30