Eins og Facebook fyrir ríka fólkið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. september 2014 13:12 Hægt er að skoða Netropolitan í einkaþotu, eins og sjá má á þessari mynd sem fyrirtækið sendi frá sér. Ríkir hafa fengið sinn eigin samskiptamiðil. Vefsíðan Netropolitan er komin í loftið, sem er hugsað eins og Facebook fyrir þá sem eiga mikla peninga. Það kostar rúma milljón að fá að vera með. Slagorð vefsins er: „Rafræni sveitaklúbburinn fyrir fólk sem á meira af peningum en lausum stundum“. Stofnandi síðunnar er James Touchi-Peters. Í samtali við fréttastofu CNN segir hann að honum væri full alvara, en einhverjir héldu að vefsíðan væri grín því aðgangur að Facebook, Twitter og fleiri miðlum er ókeypis. „Þetta er 100% alvöru. Ég er viss um að það sé þörf á svona síðu.“ Touchi-Peters er tónskáld og stýrði áður sinfóníuhljómsveit Minnesota. Hann segist hafa fengið hugmyndina að Netropolitan þegar hann var sjálfur á Facebook og átti í erfiðleikum með að samsama sig öðrum notendum. „Ég sá að það þurfti vettvang til að ræða um fínni hlutina í lífinu, án þess að einhverjir myndu móðgast. Það vantaði vettvang fyrir fólk til að deila sameiginlegri reynslu,“ segir hann ennfremur. Til þess að geta skráð sig á vefinn þurfa notendur að vera orðnir 21 árs og þurfa að borga níu þúsund dali, sem eru tæplega 1,1 milljón króna. Árlegt gjald er svo þrjú þúsund dalir, eða um 360 þúsund krónur. Engar auglýsingar eru á vefnum, fyrir utan einkamálaauglýsingar sem notendur geta sett inn. Vefurinn kemur ekki upp á leitarvélum. Annars verða möguleikarnir á vefnum keimlíkir því sem Facebook býður notendum sínum upp á. Hægt verður að senda skilaboð, búa til hópa, setja inn stöðuuppfærslur og fleira sem þekkist á samskiptamiðlum. Á vefnum verður líka sérstakur hnappur þar sem notendur geta fengið tæknilega aðstoð. Þar er þó tekið fram að þessi þjónusta sé „ekki til þess að bóka einkaþotur eða til þess að tryggja miða á Brodway-sýningar sem er uppselt á.“ Touchi-Peters segir að hugmyndin á bakvið síðuna sé eins og sveitaklúbbar, sem eru vinsælir á meðal auðugra Bandaríkjamanna. Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ríkir hafa fengið sinn eigin samskiptamiðil. Vefsíðan Netropolitan er komin í loftið, sem er hugsað eins og Facebook fyrir þá sem eiga mikla peninga. Það kostar rúma milljón að fá að vera með. Slagorð vefsins er: „Rafræni sveitaklúbburinn fyrir fólk sem á meira af peningum en lausum stundum“. Stofnandi síðunnar er James Touchi-Peters. Í samtali við fréttastofu CNN segir hann að honum væri full alvara, en einhverjir héldu að vefsíðan væri grín því aðgangur að Facebook, Twitter og fleiri miðlum er ókeypis. „Þetta er 100% alvöru. Ég er viss um að það sé þörf á svona síðu.“ Touchi-Peters er tónskáld og stýrði áður sinfóníuhljómsveit Minnesota. Hann segist hafa fengið hugmyndina að Netropolitan þegar hann var sjálfur á Facebook og átti í erfiðleikum með að samsama sig öðrum notendum. „Ég sá að það þurfti vettvang til að ræða um fínni hlutina í lífinu, án þess að einhverjir myndu móðgast. Það vantaði vettvang fyrir fólk til að deila sameiginlegri reynslu,“ segir hann ennfremur. Til þess að geta skráð sig á vefinn þurfa notendur að vera orðnir 21 árs og þurfa að borga níu þúsund dali, sem eru tæplega 1,1 milljón króna. Árlegt gjald er svo þrjú þúsund dalir, eða um 360 þúsund krónur. Engar auglýsingar eru á vefnum, fyrir utan einkamálaauglýsingar sem notendur geta sett inn. Vefurinn kemur ekki upp á leitarvélum. Annars verða möguleikarnir á vefnum keimlíkir því sem Facebook býður notendum sínum upp á. Hægt verður að senda skilaboð, búa til hópa, setja inn stöðuuppfærslur og fleira sem þekkist á samskiptamiðlum. Á vefnum verður líka sérstakur hnappur þar sem notendur geta fengið tæknilega aðstoð. Þar er þó tekið fram að þessi þjónusta sé „ekki til þess að bóka einkaþotur eða til þess að tryggja miða á Brodway-sýningar sem er uppselt á.“ Touchi-Peters segir að hugmyndin á bakvið síðuna sé eins og sveitaklúbbar, sem eru vinsælir á meðal auðugra Bandaríkjamanna.
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira