Eins og Facebook fyrir ríka fólkið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. september 2014 13:12 Hægt er að skoða Netropolitan í einkaþotu, eins og sjá má á þessari mynd sem fyrirtækið sendi frá sér. Ríkir hafa fengið sinn eigin samskiptamiðil. Vefsíðan Netropolitan er komin í loftið, sem er hugsað eins og Facebook fyrir þá sem eiga mikla peninga. Það kostar rúma milljón að fá að vera með. Slagorð vefsins er: „Rafræni sveitaklúbburinn fyrir fólk sem á meira af peningum en lausum stundum“. Stofnandi síðunnar er James Touchi-Peters. Í samtali við fréttastofu CNN segir hann að honum væri full alvara, en einhverjir héldu að vefsíðan væri grín því aðgangur að Facebook, Twitter og fleiri miðlum er ókeypis. „Þetta er 100% alvöru. Ég er viss um að það sé þörf á svona síðu.“ Touchi-Peters er tónskáld og stýrði áður sinfóníuhljómsveit Minnesota. Hann segist hafa fengið hugmyndina að Netropolitan þegar hann var sjálfur á Facebook og átti í erfiðleikum með að samsama sig öðrum notendum. „Ég sá að það þurfti vettvang til að ræða um fínni hlutina í lífinu, án þess að einhverjir myndu móðgast. Það vantaði vettvang fyrir fólk til að deila sameiginlegri reynslu,“ segir hann ennfremur. Til þess að geta skráð sig á vefinn þurfa notendur að vera orðnir 21 árs og þurfa að borga níu þúsund dali, sem eru tæplega 1,1 milljón króna. Árlegt gjald er svo þrjú þúsund dalir, eða um 360 þúsund krónur. Engar auglýsingar eru á vefnum, fyrir utan einkamálaauglýsingar sem notendur geta sett inn. Vefurinn kemur ekki upp á leitarvélum. Annars verða möguleikarnir á vefnum keimlíkir því sem Facebook býður notendum sínum upp á. Hægt verður að senda skilaboð, búa til hópa, setja inn stöðuuppfærslur og fleira sem þekkist á samskiptamiðlum. Á vefnum verður líka sérstakur hnappur þar sem notendur geta fengið tæknilega aðstoð. Þar er þó tekið fram að þessi þjónusta sé „ekki til þess að bóka einkaþotur eða til þess að tryggja miða á Brodway-sýningar sem er uppselt á.“ Touchi-Peters segir að hugmyndin á bakvið síðuna sé eins og sveitaklúbbar, sem eru vinsælir á meðal auðugra Bandaríkjamanna. Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ríkir hafa fengið sinn eigin samskiptamiðil. Vefsíðan Netropolitan er komin í loftið, sem er hugsað eins og Facebook fyrir þá sem eiga mikla peninga. Það kostar rúma milljón að fá að vera með. Slagorð vefsins er: „Rafræni sveitaklúbburinn fyrir fólk sem á meira af peningum en lausum stundum“. Stofnandi síðunnar er James Touchi-Peters. Í samtali við fréttastofu CNN segir hann að honum væri full alvara, en einhverjir héldu að vefsíðan væri grín því aðgangur að Facebook, Twitter og fleiri miðlum er ókeypis. „Þetta er 100% alvöru. Ég er viss um að það sé þörf á svona síðu.“ Touchi-Peters er tónskáld og stýrði áður sinfóníuhljómsveit Minnesota. Hann segist hafa fengið hugmyndina að Netropolitan þegar hann var sjálfur á Facebook og átti í erfiðleikum með að samsama sig öðrum notendum. „Ég sá að það þurfti vettvang til að ræða um fínni hlutina í lífinu, án þess að einhverjir myndu móðgast. Það vantaði vettvang fyrir fólk til að deila sameiginlegri reynslu,“ segir hann ennfremur. Til þess að geta skráð sig á vefinn þurfa notendur að vera orðnir 21 árs og þurfa að borga níu þúsund dali, sem eru tæplega 1,1 milljón króna. Árlegt gjald er svo þrjú þúsund dalir, eða um 360 þúsund krónur. Engar auglýsingar eru á vefnum, fyrir utan einkamálaauglýsingar sem notendur geta sett inn. Vefurinn kemur ekki upp á leitarvélum. Annars verða möguleikarnir á vefnum keimlíkir því sem Facebook býður notendum sínum upp á. Hægt verður að senda skilaboð, búa til hópa, setja inn stöðuuppfærslur og fleira sem þekkist á samskiptamiðlum. Á vefnum verður líka sérstakur hnappur þar sem notendur geta fengið tæknilega aðstoð. Þar er þó tekið fram að þessi þjónusta sé „ekki til þess að bóka einkaþotur eða til þess að tryggja miða á Brodway-sýningar sem er uppselt á.“ Touchi-Peters segir að hugmyndin á bakvið síðuna sé eins og sveitaklúbbar, sem eru vinsælir á meðal auðugra Bandaríkjamanna.
Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira