Gunnar: Menn geta rifið kjaft eins og þeir vilja Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. september 2014 11:30 Gunnar Nelson í Stokkhólmi. vísir/getty Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Stokkhólmi 4. október, en hann er við æfingar í Dyflinni á Írlandi þessa dagana í æfingasal þjálfara síns, JohnKavanagh.Myndband af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. Hann veitti bardagasíðunni Severe MMA viðtal í búrinu í SBG-æfingasalnum og var fyrst spurður út í hvort hann hefði virkilega sýnt smá tilfinningar eftir sigurinn á ZakCummings í Dyflinni í júlí, en Gunnar er ekki þekktur fyrir að vera mjög æstur maður. „Já, það gæti vel verið, ég veit það ekki alveg samt. Eina sem ég veit, er að fólkið í salnum var alveg magnað. Þetta var eitthvað sem ég hef ekki fundið fyrir áður. Kannski missti ég mig aðeins,“ segir Gunnar. Gunnar hefur verið öflugur á Twitter undanfarna mánuði og notað þann samfélagsmiðil mun meira. Hann viðurkennir að faðir hans, Haraldur Nelson, kemur að Twitter-síðunni, en sjálfur er hann byrjaður á öðrum samfélagsmiðli. „Pabbi hjálpar mér á Twitter, en ég var að byrja á Instagram og sé um það sjálfur. Ég hef meira gaman að Instagram. Það eru bara myndir og smá texti,“ segir hann, en Gunnar ætlaði að taka sér smá frí áður en boðið um bardagann í Stokkhólmi barst. „Ég ætlaði að taka mér frí en þá bauðst mér þetta tækifæri og ég stökk á það. Ég, kærastan og fjölskyldan vorum sammála um að ég myndi berjast núna og fá svo smá frí fram á næsta ár.“vísir/gettyÞað er ekki óalgengt fyrir bardaga í UFC að menn keppist við að hrauna yfir hvorn annan í viðtölum, en Gunnar hefur aldrei stundað það. Hann var spurður hvort ekki mætti búast við að menn færu að senda honum tóninn til að reyna að koma honum meira úr jafnvægi. „Það gæti vel verið. Það hefur alveg verið í gangi í fortíðinni. Það hefur samt engin áhrif á mig. Menn geta sagt það sem þeir vilja, en þegar allt kemur til alls er þetta bara kjaftæði. Menn verða alltaf að stíga inn í búrið og gera það sem þeir þurfa að gera,“ segir Gunnar sem er farin að láta sig dreyma um UFC-bardagakvöld á Íslandi. „Ef UFC kemur til Íslands verð ég stór hluti af því. Það er engin spurning. Eins og staðan er þá eigum við enga staði til að berjast á í UFC, en ég ætla að fara að skoða þetta betur.“ „Eins og ég sé þetta þá er Ísland staður þar sem Bandaríkin getur mætt Evrópu. Þetta er mitt á milli. Þetta er styttra flug fyrir báða aðila,“ segir Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Bardagakappinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Stokkhólmi þar sem hann verður aðalstjarnan í byrjun október. 21. ágúst 2014 23:30 Rick Story: Vissi að Gunnar yrði stjarna frá því ég sá hann fyrst Gunnar Nelson og mótherji hans í viðtali í vinsælum MMA-hlaðvarpsþætti í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2014 14:45 Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND. 24. ágúst 2014 09:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Stokkhólmi 4. október, en hann er við æfingar í Dyflinni á Írlandi þessa dagana í æfingasal þjálfara síns, JohnKavanagh.Myndband af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. Hann veitti bardagasíðunni Severe MMA viðtal í búrinu í SBG-æfingasalnum og var fyrst spurður út í hvort hann hefði virkilega sýnt smá tilfinningar eftir sigurinn á ZakCummings í Dyflinni í júlí, en Gunnar er ekki þekktur fyrir að vera mjög æstur maður. „Já, það gæti vel verið, ég veit það ekki alveg samt. Eina sem ég veit, er að fólkið í salnum var alveg magnað. Þetta var eitthvað sem ég hef ekki fundið fyrir áður. Kannski missti ég mig aðeins,“ segir Gunnar. Gunnar hefur verið öflugur á Twitter undanfarna mánuði og notað þann samfélagsmiðil mun meira. Hann viðurkennir að faðir hans, Haraldur Nelson, kemur að Twitter-síðunni, en sjálfur er hann byrjaður á öðrum samfélagsmiðli. „Pabbi hjálpar mér á Twitter, en ég var að byrja á Instagram og sé um það sjálfur. Ég hef meira gaman að Instagram. Það eru bara myndir og smá texti,“ segir hann, en Gunnar ætlaði að taka sér smá frí áður en boðið um bardagann í Stokkhólmi barst. „Ég ætlaði að taka mér frí en þá bauðst mér þetta tækifæri og ég stökk á það. Ég, kærastan og fjölskyldan vorum sammála um að ég myndi berjast núna og fá svo smá frí fram á næsta ár.“vísir/gettyÞað er ekki óalgengt fyrir bardaga í UFC að menn keppist við að hrauna yfir hvorn annan í viðtölum, en Gunnar hefur aldrei stundað það. Hann var spurður hvort ekki mætti búast við að menn færu að senda honum tóninn til að reyna að koma honum meira úr jafnvægi. „Það gæti vel verið. Það hefur alveg verið í gangi í fortíðinni. Það hefur samt engin áhrif á mig. Menn geta sagt það sem þeir vilja, en þegar allt kemur til alls er þetta bara kjaftæði. Menn verða alltaf að stíga inn í búrið og gera það sem þeir þurfa að gera,“ segir Gunnar sem er farin að láta sig dreyma um UFC-bardagakvöld á Íslandi. „Ef UFC kemur til Íslands verð ég stór hluti af því. Það er engin spurning. Eins og staðan er þá eigum við enga staði til að berjast á í UFC, en ég ætla að fara að skoða þetta betur.“ „Eins og ég sé þetta þá er Ísland staður þar sem Bandaríkin getur mætt Evrópu. Þetta er mitt á milli. Þetta er styttra flug fyrir báða aðila,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Bardagakappinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Stokkhólmi þar sem hann verður aðalstjarnan í byrjun október. 21. ágúst 2014 23:30 Rick Story: Vissi að Gunnar yrði stjarna frá því ég sá hann fyrst Gunnar Nelson og mótherji hans í viðtali í vinsælum MMA-hlaðvarpsþætti í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2014 14:45 Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND. 24. ágúst 2014 09:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Bardagakappinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Stokkhólmi þar sem hann verður aðalstjarnan í byrjun október. 21. ágúst 2014 23:30
Rick Story: Vissi að Gunnar yrði stjarna frá því ég sá hann fyrst Gunnar Nelson og mótherji hans í viðtali í vinsælum MMA-hlaðvarpsþætti í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2014 14:45
Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND. 24. ágúst 2014 09:00