Bjarki Þór berst um titil í Wales Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. september 2014 15:30 Bjarki Þór Pálsson. Jón Viðar Arnþórsson Bardagamaðurinn Bjarki Þór Pálsson berst sinn sjötta áhugamannabardaga í MMA þann 20. september þegar hann tekst á við Anthony O’Connor. Bardagi Bjarka verður titilbardagi í Shinobi MMA Fighting Championships bardagasamtökunum, en tveir aðrir Íslendingar keppa á sama kvöldi. Bjarki Þór er meðlimur í Keppnisliði Mjölnis en þeir Bjarni Kristjánsson og Birgir Örn Tómasson, einnig úr Mjölni, berjast einnig á bardagakvöldinu sem fram fer í Wales. Bjarki hefur sigrað fjóra bardaga og tapað einum. Bjarki Þór keppti síðast á Euro Fight Night í Írlandi þar sem hann sigraði Chris Boujard eftir dómaraákvörðun. Hann náði þar með að hefna fyrir sitt eina tap á ferlinum en bardaginn í september verður hans fyrsti í eitt ár „Ég varð fyrir ofþjálfun þannig að ég þurfti að taka mér frí frá æfingum og keppnum. Það var einfaldlega of mikið álag og ég þurfti að einfalda lífið, endurskipuleggja mig og róa mig niður ef svo má segja,“ segir Bjarki sem glímir ekki lengur við einkenni ofþjálfunar í jafn miklum mæli og segir einkennin hafa snarminnkað. Bjarki tjáði sig um ofþjálfunina í viðtali við MMA Fréttir. Bjarki Þór berst um titil, en sjálfur segist hann ekki hugsa mikið um hvort barist sé um titil eða ekki. „Mér er alveg sama hvort þetta sé titill eða ekki, það skiptir í raun engu máli. Þetta er alltaf eins, þú labbar inn í búr og færð alltaf sömu tilfinninguna hvort sem þú ert að berjast um titil eða ekki.“ Bjarki vann til 10th Legion Amateur titilsins í maí í fyrra. Andstæðingur Bjarka er 7-0 í MMA og verðugur andstæðingur. „Hann er fremur stór miðað við léttvigt en ég tel að ég sé sneggri en hann og mun 100% taka þetta ef bardaginn fer í gólfið,“ segir Bjarki en hann er fjólublátt belti í jiu-jitsu og hefur sigrað þrjá bardaga eftir uppgjafartök. Með þremenningunum í för fara þeir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, og Árni Ísaksson, þjálfari Keppnisliðsins. MMA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjá meira
Bardagamaðurinn Bjarki Þór Pálsson berst sinn sjötta áhugamannabardaga í MMA þann 20. september þegar hann tekst á við Anthony O’Connor. Bardagi Bjarka verður titilbardagi í Shinobi MMA Fighting Championships bardagasamtökunum, en tveir aðrir Íslendingar keppa á sama kvöldi. Bjarki Þór er meðlimur í Keppnisliði Mjölnis en þeir Bjarni Kristjánsson og Birgir Örn Tómasson, einnig úr Mjölni, berjast einnig á bardagakvöldinu sem fram fer í Wales. Bjarki hefur sigrað fjóra bardaga og tapað einum. Bjarki Þór keppti síðast á Euro Fight Night í Írlandi þar sem hann sigraði Chris Boujard eftir dómaraákvörðun. Hann náði þar með að hefna fyrir sitt eina tap á ferlinum en bardaginn í september verður hans fyrsti í eitt ár „Ég varð fyrir ofþjálfun þannig að ég þurfti að taka mér frí frá æfingum og keppnum. Það var einfaldlega of mikið álag og ég þurfti að einfalda lífið, endurskipuleggja mig og róa mig niður ef svo má segja,“ segir Bjarki sem glímir ekki lengur við einkenni ofþjálfunar í jafn miklum mæli og segir einkennin hafa snarminnkað. Bjarki tjáði sig um ofþjálfunina í viðtali við MMA Fréttir. Bjarki Þór berst um titil, en sjálfur segist hann ekki hugsa mikið um hvort barist sé um titil eða ekki. „Mér er alveg sama hvort þetta sé titill eða ekki, það skiptir í raun engu máli. Þetta er alltaf eins, þú labbar inn í búr og færð alltaf sömu tilfinninguna hvort sem þú ert að berjast um titil eða ekki.“ Bjarki vann til 10th Legion Amateur titilsins í maí í fyrra. Andstæðingur Bjarka er 7-0 í MMA og verðugur andstæðingur. „Hann er fremur stór miðað við léttvigt en ég tel að ég sé sneggri en hann og mun 100% taka þetta ef bardaginn fer í gólfið,“ segir Bjarki en hann er fjólublátt belti í jiu-jitsu og hefur sigrað þrjá bardaga eftir uppgjafartök. Með þremenningunum í för fara þeir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, og Árni Ísaksson, þjálfari Keppnisliðsins.
MMA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjá meira