Bjarki Þór berst um titil í Wales Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. september 2014 15:30 Bjarki Þór Pálsson. Jón Viðar Arnþórsson Bardagamaðurinn Bjarki Þór Pálsson berst sinn sjötta áhugamannabardaga í MMA þann 20. september þegar hann tekst á við Anthony O’Connor. Bardagi Bjarka verður titilbardagi í Shinobi MMA Fighting Championships bardagasamtökunum, en tveir aðrir Íslendingar keppa á sama kvöldi. Bjarki Þór er meðlimur í Keppnisliði Mjölnis en þeir Bjarni Kristjánsson og Birgir Örn Tómasson, einnig úr Mjölni, berjast einnig á bardagakvöldinu sem fram fer í Wales. Bjarki hefur sigrað fjóra bardaga og tapað einum. Bjarki Þór keppti síðast á Euro Fight Night í Írlandi þar sem hann sigraði Chris Boujard eftir dómaraákvörðun. Hann náði þar með að hefna fyrir sitt eina tap á ferlinum en bardaginn í september verður hans fyrsti í eitt ár „Ég varð fyrir ofþjálfun þannig að ég þurfti að taka mér frí frá æfingum og keppnum. Það var einfaldlega of mikið álag og ég þurfti að einfalda lífið, endurskipuleggja mig og róa mig niður ef svo má segja,“ segir Bjarki sem glímir ekki lengur við einkenni ofþjálfunar í jafn miklum mæli og segir einkennin hafa snarminnkað. Bjarki tjáði sig um ofþjálfunina í viðtali við MMA Fréttir. Bjarki Þór berst um titil, en sjálfur segist hann ekki hugsa mikið um hvort barist sé um titil eða ekki. „Mér er alveg sama hvort þetta sé titill eða ekki, það skiptir í raun engu máli. Þetta er alltaf eins, þú labbar inn í búr og færð alltaf sömu tilfinninguna hvort sem þú ert að berjast um titil eða ekki.“ Bjarki vann til 10th Legion Amateur titilsins í maí í fyrra. Andstæðingur Bjarka er 7-0 í MMA og verðugur andstæðingur. „Hann er fremur stór miðað við léttvigt en ég tel að ég sé sneggri en hann og mun 100% taka þetta ef bardaginn fer í gólfið,“ segir Bjarki en hann er fjólublátt belti í jiu-jitsu og hefur sigrað þrjá bardaga eftir uppgjafartök. Með þremenningunum í för fara þeir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, og Árni Ísaksson, þjálfari Keppnisliðsins. MMA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Bardagamaðurinn Bjarki Þór Pálsson berst sinn sjötta áhugamannabardaga í MMA þann 20. september þegar hann tekst á við Anthony O’Connor. Bardagi Bjarka verður titilbardagi í Shinobi MMA Fighting Championships bardagasamtökunum, en tveir aðrir Íslendingar keppa á sama kvöldi. Bjarki Þór er meðlimur í Keppnisliði Mjölnis en þeir Bjarni Kristjánsson og Birgir Örn Tómasson, einnig úr Mjölni, berjast einnig á bardagakvöldinu sem fram fer í Wales. Bjarki hefur sigrað fjóra bardaga og tapað einum. Bjarki Þór keppti síðast á Euro Fight Night í Írlandi þar sem hann sigraði Chris Boujard eftir dómaraákvörðun. Hann náði þar með að hefna fyrir sitt eina tap á ferlinum en bardaginn í september verður hans fyrsti í eitt ár „Ég varð fyrir ofþjálfun þannig að ég þurfti að taka mér frí frá æfingum og keppnum. Það var einfaldlega of mikið álag og ég þurfti að einfalda lífið, endurskipuleggja mig og róa mig niður ef svo má segja,“ segir Bjarki sem glímir ekki lengur við einkenni ofþjálfunar í jafn miklum mæli og segir einkennin hafa snarminnkað. Bjarki tjáði sig um ofþjálfunina í viðtali við MMA Fréttir. Bjarki Þór berst um titil, en sjálfur segist hann ekki hugsa mikið um hvort barist sé um titil eða ekki. „Mér er alveg sama hvort þetta sé titill eða ekki, það skiptir í raun engu máli. Þetta er alltaf eins, þú labbar inn í búr og færð alltaf sömu tilfinninguna hvort sem þú ert að berjast um titil eða ekki.“ Bjarki vann til 10th Legion Amateur titilsins í maí í fyrra. Andstæðingur Bjarka er 7-0 í MMA og verðugur andstæðingur. „Hann er fremur stór miðað við léttvigt en ég tel að ég sé sneggri en hann og mun 100% taka þetta ef bardaginn fer í gólfið,“ segir Bjarki en hann er fjólublátt belti í jiu-jitsu og hefur sigrað þrjá bardaga eftir uppgjafartök. Með þremenningunum í för fara þeir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, og Árni Ísaksson, þjálfari Keppnisliðsins.
MMA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira