„Við ættum að bera meiri virðingu fyrir sjálfum okkur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2014 15:03 Pétur Ben spilar á Airwaves í ár ásamt fjölda annarra íslenskra tónlistarmanna Vísir/Anton Brink „Þetta er mikið baráttumál fyrir okkur tónlistarmenn. Airwaves er gríðarleg vertíð og það virðast allir græða mikið á henni nema við,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Ben. Töluverð samstaða virðist ríkja á meðal tónlistarmanna vegna Off Venue-dagskrár Iceland Airwaves, ef marka má umræður sem skapast hafa á Facebook-vegg Péturs og sjá má hér að neðan. Í samtali við Vísi segir Pétur það hafa verið lensku í kringum Off Venue-dagskrána að það sé sjálfsagður hlutur að tónlistarfólk komi fram en ekkert sé rætt um að borga fyrir tónleika. „Ég setti þetta bara svona fram til að hvetja tónlistarmenn til að standa saman og setja einhvern lágmarksstandard varðandi greiðslur fyrir að spila Off Venue,“ segir Pétur.Tónlistarhátíðin trekkir að fjöldann allan af erlendum ferðamönnum. Vísir/ValliÍslenskir tónlistarmenn skapa stemninguna á Airwaves Í stöðuuppfærslunni talar Pétur um „lopavettlinga“ sem hann segir almenna myndlíkingu fyrir túristabúðir á Íslandi. Hann segir að á flestum stöðum hafi tónlistarmenn ekki fengið greitt fyrir að koma fram. Í einhverjum tilfellum sé þó mikil kynning fólgin í því að spila Off Venue, eins og t.d. á Kex Hostel sem hefur verið í samstarfi við Kexp, stóra tónlistarstöð í Seattle, og sent marga tónleika út beint. „Það er því allur gangur á þessu og tónlistarmaðurinn verður auðvitað að meta það í hverju tilviki fyrir sig hvort hann vilji spila frítt. Við ættum samt að bera meiri virðingu fyrir sjálfum okkur en að taka boði um að spila fyrir súpu og kaffi,“ segir Pétur. Fjöldi erlendra listamanna hefur komið fram á Iceland Airwaves í gegnum árin, þ.á.m. Hot Chip, Flaming Lips og Florence and the Machine. „Þó að mikið af erlendum tónlistarmönnum spili á hátíðinni þá er stemningin sköpuð af íslenskum tónlistarmönnum,“ segir Pétur. Post by Petur Ben. Airwaves Tónlist Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þetta er mikið baráttumál fyrir okkur tónlistarmenn. Airwaves er gríðarleg vertíð og það virðast allir græða mikið á henni nema við,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Ben. Töluverð samstaða virðist ríkja á meðal tónlistarmanna vegna Off Venue-dagskrár Iceland Airwaves, ef marka má umræður sem skapast hafa á Facebook-vegg Péturs og sjá má hér að neðan. Í samtali við Vísi segir Pétur það hafa verið lensku í kringum Off Venue-dagskrána að það sé sjálfsagður hlutur að tónlistarfólk komi fram en ekkert sé rætt um að borga fyrir tónleika. „Ég setti þetta bara svona fram til að hvetja tónlistarmenn til að standa saman og setja einhvern lágmarksstandard varðandi greiðslur fyrir að spila Off Venue,“ segir Pétur.Tónlistarhátíðin trekkir að fjöldann allan af erlendum ferðamönnum. Vísir/ValliÍslenskir tónlistarmenn skapa stemninguna á Airwaves Í stöðuuppfærslunni talar Pétur um „lopavettlinga“ sem hann segir almenna myndlíkingu fyrir túristabúðir á Íslandi. Hann segir að á flestum stöðum hafi tónlistarmenn ekki fengið greitt fyrir að koma fram. Í einhverjum tilfellum sé þó mikil kynning fólgin í því að spila Off Venue, eins og t.d. á Kex Hostel sem hefur verið í samstarfi við Kexp, stóra tónlistarstöð í Seattle, og sent marga tónleika út beint. „Það er því allur gangur á þessu og tónlistarmaðurinn verður auðvitað að meta það í hverju tilviki fyrir sig hvort hann vilji spila frítt. Við ættum samt að bera meiri virðingu fyrir sjálfum okkur en að taka boði um að spila fyrir súpu og kaffi,“ segir Pétur. Fjöldi erlendra listamanna hefur komið fram á Iceland Airwaves í gegnum árin, þ.á.m. Hot Chip, Flaming Lips og Florence and the Machine. „Þó að mikið af erlendum tónlistarmönnum spili á hátíðinni þá er stemningin sköpuð af íslenskum tónlistarmönnum,“ segir Pétur. Post by Petur Ben.
Airwaves Tónlist Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira