Watson: Bandaríska liðið verður að komast aftur á sigurbraut Jón Júlíus Karlsson skrifar 9. september 2014 23:30 Tom Watson. Vísir/Getty Fyrirliði bandaríska liðsins í Ryder-bikarnum, Tom Watson, telur að sínir menn verði að hefna fyrir ófarir liðsins fyrir tveimur árum á Medinah vellinum í Chicago. Þá höfðu Evrópumenn betur eftir ótrúlegan endasprett eftir að Bandaríkjamann fóru með fjögurra stiga forystu inn í lokakeppnisdaginn. Tom Watson nýtur gríðarlegrar virðingar í golfheiminum en telur að sínir menn verði að svara fyrir sig á Gleneagles vellinum í Skotlandi þar sem keppnin fer fram í lok mánaðarins. Evrópa hefur unnið fimm af síðustu sex keppnum. „Bandaríska liðið verður að komast aftur á sigurbraut. Ósigurinn á Medinah ætti ennþá að sitja í leikmönnum,“ segir Watson. Hinn 65 ára gamli Watson stýrði liði Bandaríkjanna til sigurs árið 1993 á Belfry-vellinum í Írlandi. Hann var ólmur í að endurtaka leikinn. „Þegar ég fékk símtalið fyrir tveimur árum þá sagði ég við sjálfan mig að ég væri búinn að bíða eftir þessu símtali í 20 ár,“ segir Watson. Watson teflir fram þremur nýliðum í Ryder-bikarnum í ár. Hinn ungi Jordan Spieth leikur í fyrsta sinn í liði Bandaríkjanna og sömu sögu er að segja af þeim Patrick Reed og Jimmy Walker. Watson á ærið verkefni fyrir höndum enda eru flestir golfsérfræðingar sammála um að lið Evrópu sé sigurstranglegra á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fyrirliði bandaríska liðsins í Ryder-bikarnum, Tom Watson, telur að sínir menn verði að hefna fyrir ófarir liðsins fyrir tveimur árum á Medinah vellinum í Chicago. Þá höfðu Evrópumenn betur eftir ótrúlegan endasprett eftir að Bandaríkjamann fóru með fjögurra stiga forystu inn í lokakeppnisdaginn. Tom Watson nýtur gríðarlegrar virðingar í golfheiminum en telur að sínir menn verði að svara fyrir sig á Gleneagles vellinum í Skotlandi þar sem keppnin fer fram í lok mánaðarins. Evrópa hefur unnið fimm af síðustu sex keppnum. „Bandaríska liðið verður að komast aftur á sigurbraut. Ósigurinn á Medinah ætti ennþá að sitja í leikmönnum,“ segir Watson. Hinn 65 ára gamli Watson stýrði liði Bandaríkjanna til sigurs árið 1993 á Belfry-vellinum í Írlandi. Hann var ólmur í að endurtaka leikinn. „Þegar ég fékk símtalið fyrir tveimur árum þá sagði ég við sjálfan mig að ég væri búinn að bíða eftir þessu símtali í 20 ár,“ segir Watson. Watson teflir fram þremur nýliðum í Ryder-bikarnum í ár. Hinn ungi Jordan Spieth leikur í fyrsta sinn í liði Bandaríkjanna og sömu sögu er að segja af þeim Patrick Reed og Jimmy Walker. Watson á ærið verkefni fyrir höndum enda eru flestir golfsérfræðingar sammála um að lið Evrópu sé sigurstranglegra á Gleneagles vellinum í Skotlandi.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira