Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 08:33 Ástralinn Jeffrey Guan var byrjaður að keppa á bandarísku mótaröðinni í golfi þegar slysið varð. Getty/Aurelien Meunier Ástralski kylfingurinn Jeffrey Guan þreytti frumraun sína á bandarísku mótarröðinni í golfi um miðjan september. Viku seinna varð hann fyrir miklu óláni. Guan er aðeins tvítugur og þetta var því stórt skref fyrir svona ungan kylfing að fá að keppa á PGA móti. Viku seinna fékk hann golfbolta í augað. Hann er nú blindur á þessu auga. „Hvernig í ósköpunum á ég að geta komið til baka eftir þetta,“ skrifaði Jeffrey Guan á samfélagsmiðilinn Instagram Slysið varð í Nýju-Suður-Wales í Ástralíu. Allt í einu kom golfbolti fljúgandi og hann fékk hann í beint í annað augað. „Allt varð svart. Ég hrundi niður og það eina sem ég man var þegar ég lá í sjúkrabílnum á leiðinni á sjúkrahúsið,“ skrifaði Guan. Hann var seinna um kvöldið fluttur með þyrlu á lækningastofu sem sérhæfir sig í augnameiðslum. Hann var í tvær vikur í gjörgæslu. „Pressan var það mikil í auganu að ég átti mjög erfitt með að sofa, hafði litla sem enga matarlyst og gat varla gengið. Allar hreyfingar sem kostuðu smá orku höfðu í för með sér ólýsandi sársauka,“ skrifaði Guan. Þegar var komið fram á þriðju viku eftir slysið þá minnkaði þrýstingurinn á auganu. Hann fékk þá fyrstu jákvæðu fréttirnar frá læknunum. „Þeir sögðu mér líka að meiðslin væru alvarleg. Ég hafði brotnað á mörgum stöðum í kringum augnbotninn og það tæki að minnsta kosti sex mánuði að gróa,“ skrifaði Guan. Að lokum fékk hann hrikalegar fréttir. Hann verður blindur á auganu til frambúðar. „Auðvitað varð ég reiður og þunglyndur. Ég hugsaði um að þetta myndi hafa miklar afleiðingar fyrir mig og mína fjölskyldu. Öll þessi vinna og allar þessar æfingar í öll þessi ár með þeim fórnum sem því fylgdi. Af hverju er þetta að gerast fyrir mig? Hvernig í ósköpunum get ég komið til baka og orðið jafngóður eða betri kylfingur. Ég hafði enga hugmynd, var alveg niðurbrotinn og týndur,“ skrifaði Guan. Það er betra hljóð í honum í dag. Hann segir hafa frábært fólk í kringum sig og ætlar að reyna að koma til baka. „Ég mun gera allt til að upplifa drauminn minn. Síðustu fjórar vikur hafa verið þær erfiðustu í mínu lífi en ég er orðin sterkari andlega eftir þetta og ég mun takast á við þessa áskorun. Ég ætla að koma til baka,“ skrifaði Guan. View this post on Instagram A post shared by Jeffrey Guan (@jeffreyguan04) Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Guan er aðeins tvítugur og þetta var því stórt skref fyrir svona ungan kylfing að fá að keppa á PGA móti. Viku seinna fékk hann golfbolta í augað. Hann er nú blindur á þessu auga. „Hvernig í ósköpunum á ég að geta komið til baka eftir þetta,“ skrifaði Jeffrey Guan á samfélagsmiðilinn Instagram Slysið varð í Nýju-Suður-Wales í Ástralíu. Allt í einu kom golfbolti fljúgandi og hann fékk hann í beint í annað augað. „Allt varð svart. Ég hrundi niður og það eina sem ég man var þegar ég lá í sjúkrabílnum á leiðinni á sjúkrahúsið,“ skrifaði Guan. Hann var seinna um kvöldið fluttur með þyrlu á lækningastofu sem sérhæfir sig í augnameiðslum. Hann var í tvær vikur í gjörgæslu. „Pressan var það mikil í auganu að ég átti mjög erfitt með að sofa, hafði litla sem enga matarlyst og gat varla gengið. Allar hreyfingar sem kostuðu smá orku höfðu í för með sér ólýsandi sársauka,“ skrifaði Guan. Þegar var komið fram á þriðju viku eftir slysið þá minnkaði þrýstingurinn á auganu. Hann fékk þá fyrstu jákvæðu fréttirnar frá læknunum. „Þeir sögðu mér líka að meiðslin væru alvarleg. Ég hafði brotnað á mörgum stöðum í kringum augnbotninn og það tæki að minnsta kosti sex mánuði að gróa,“ skrifaði Guan. Að lokum fékk hann hrikalegar fréttir. Hann verður blindur á auganu til frambúðar. „Auðvitað varð ég reiður og þunglyndur. Ég hugsaði um að þetta myndi hafa miklar afleiðingar fyrir mig og mína fjölskyldu. Öll þessi vinna og allar þessar æfingar í öll þessi ár með þeim fórnum sem því fylgdi. Af hverju er þetta að gerast fyrir mig? Hvernig í ósköpunum get ég komið til baka og orðið jafngóður eða betri kylfingur. Ég hafði enga hugmynd, var alveg niðurbrotinn og týndur,“ skrifaði Guan. Það er betra hljóð í honum í dag. Hann segir hafa frábært fólk í kringum sig og ætlar að reyna að koma til baka. „Ég mun gera allt til að upplifa drauminn minn. Síðustu fjórar vikur hafa verið þær erfiðustu í mínu lífi en ég er orðin sterkari andlega eftir þetta og ég mun takast á við þessa áskorun. Ég ætla að koma til baka,“ skrifaði Guan. View this post on Instagram A post shared by Jeffrey Guan (@jeffreyguan04)
Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn