UFC 177: Nýliði berst um titilinn í kvöld með sólarhrings fyrirvara Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. ágúst 2014 17:00 TJ Dillashaw og Joe Soto í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Í kvöld fer UFC 177 fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaganum munu mætast þeir TJ Dillashaw og UFC nýliðinn Joe Soto, en Soto kemur inn í titilbardagann með aðeins sólarhrings fyrirvara. Seint í gær bárust þær fregnir að Renan Barao gæti ekki keppt um titilinn gegn TJ Dillashaw eins og til stóð. Ástæðan ku vera sú að niðurskurður Barao hafi verið honum um of, en Barao féll í yfirlið við að reyna að ná 135 punda takmarkinu. UFC nýliðinn Joe Soto tekur því hans stað. Það var í maí á þessu ári sem TJ Dillashaw og Renan Barao mættust fyrst um bantamvigtartitil UFC. Renan Barao var ríkjandi meistari og hafði farið taplaus í gegnum 33 bardaga í röð yfir níu ára tímabil. Andstæðingur hans, TJ Dillashaw, var upprennandi bardagamaður sem margir töldu að gæti orðið meistari einn daginn, þó þessi bardagi væri almennt álitinn sem of snemmbær fyrir hann. Samkvæmt veðbönkunum átti hann ekki séns í meistarann. Flestir töldu því að bardaginn yrði leikur einn fyrir Renan Barao, en annað kom á daginn. Dillashaw var nálægt því að rota Barao í fyrstu lotu og náði Barao aldrei að jafna sig eftir það. Eftir mikinn yfirburðabardaga kórónaði Dillashaw svo eigin frammistöðu með því að rota Barao í fimmtu og síðustu lotunni. Einn óvæntasti (en jafnframt mest sannfærandi) sigur í sögu UFC varð að veruleika. Til stóð að Renan Barao fengi að hefna ófaranna frá því í maí og endurheimta titilinn sinn. Því miður fyrir hann var niðurskurðurinn of erfiður og því fær UFC nýliðinn Joe Soto tækifæri lífs síns í kvöld þegar hann tekst á við sjálfan bantamvigtarmeistarann. Upphaflega átti Soto að berjast í einum af upphitunarbardögum kvöldsins gegn Anthony Birchak en fær nú titilbardaga. Soto var eini bantamvigtarmaðurinn sem UFC gat fengið með sólarhrings fyrirvara þar sem hann var nú þegar tilbúinn til að berjast annað kvöld. UFC hefði aldrei getað fengið þekktari bantamvigtarkappa til að berjast með aðeins sólarhrings fyrirvara þar sem enginn hefði getað náð 135 punda takmarkinu á svo skömmum tíma, hvað þá komið sér á staðinn. Því var eina lausn UFC að fá annan bantamvigtarkappa af sama bardagakvöldi. Fyrsti bardagi Soto verður risastór – mun stærri en hann átti upphaflega að vera. Hann hefur þó engu að tapa og má vel við una ef hann lifir af fyrstu lotuna. Sigri hann á morgun væru það óvæntustu úrslit í sögu UFC, svo einfalt er það. Nánar má lesa um Joe Soto á vef MMA Frétta hér. Ákveðin bölvun hefur hvílt á UFC 177 bardagakvöldinu enda hafa margir bardagamenn meiðst sem áttu að berjast á þessu kvöldi. Tíðindin í gær voru stærsta áfallið, en UFC gerðu þó það besta sem hægt var að gera úr stöðunni. Bardaginn í kvöld verður því áhugaverður fyrir margar sakir. Útsendingin hefst kl 2 á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Í kvöld fer UFC 177 fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaganum munu mætast þeir TJ Dillashaw og UFC nýliðinn Joe Soto, en Soto kemur inn í titilbardagann með aðeins sólarhrings fyrirvara. Seint í gær bárust þær fregnir að Renan Barao gæti ekki keppt um titilinn gegn TJ Dillashaw eins og til stóð. Ástæðan ku vera sú að niðurskurður Barao hafi verið honum um of, en Barao féll í yfirlið við að reyna að ná 135 punda takmarkinu. UFC nýliðinn Joe Soto tekur því hans stað. Það var í maí á þessu ári sem TJ Dillashaw og Renan Barao mættust fyrst um bantamvigtartitil UFC. Renan Barao var ríkjandi meistari og hafði farið taplaus í gegnum 33 bardaga í röð yfir níu ára tímabil. Andstæðingur hans, TJ Dillashaw, var upprennandi bardagamaður sem margir töldu að gæti orðið meistari einn daginn, þó þessi bardagi væri almennt álitinn sem of snemmbær fyrir hann. Samkvæmt veðbönkunum átti hann ekki séns í meistarann. Flestir töldu því að bardaginn yrði leikur einn fyrir Renan Barao, en annað kom á daginn. Dillashaw var nálægt því að rota Barao í fyrstu lotu og náði Barao aldrei að jafna sig eftir það. Eftir mikinn yfirburðabardaga kórónaði Dillashaw svo eigin frammistöðu með því að rota Barao í fimmtu og síðustu lotunni. Einn óvæntasti (en jafnframt mest sannfærandi) sigur í sögu UFC varð að veruleika. Til stóð að Renan Barao fengi að hefna ófaranna frá því í maí og endurheimta titilinn sinn. Því miður fyrir hann var niðurskurðurinn of erfiður og því fær UFC nýliðinn Joe Soto tækifæri lífs síns í kvöld þegar hann tekst á við sjálfan bantamvigtarmeistarann. Upphaflega átti Soto að berjast í einum af upphitunarbardögum kvöldsins gegn Anthony Birchak en fær nú titilbardaga. Soto var eini bantamvigtarmaðurinn sem UFC gat fengið með sólarhrings fyrirvara þar sem hann var nú þegar tilbúinn til að berjast annað kvöld. UFC hefði aldrei getað fengið þekktari bantamvigtarkappa til að berjast með aðeins sólarhrings fyrirvara þar sem enginn hefði getað náð 135 punda takmarkinu á svo skömmum tíma, hvað þá komið sér á staðinn. Því var eina lausn UFC að fá annan bantamvigtarkappa af sama bardagakvöldi. Fyrsti bardagi Soto verður risastór – mun stærri en hann átti upphaflega að vera. Hann hefur þó engu að tapa og má vel við una ef hann lifir af fyrstu lotuna. Sigri hann á morgun væru það óvæntustu úrslit í sögu UFC, svo einfalt er það. Nánar má lesa um Joe Soto á vef MMA Frétta hér. Ákveðin bölvun hefur hvílt á UFC 177 bardagakvöldinu enda hafa margir bardagamenn meiðst sem áttu að berjast á þessu kvöldi. Tíðindin í gær voru stærsta áfallið, en UFC gerðu þó það besta sem hægt var að gera úr stöðunni. Bardaginn í kvöld verður því áhugaverður fyrir margar sakir. Útsendingin hefst kl 2 á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira