Bjarki Ómarsson setur stefnuna hátt Pétur Marinó Jónsson skrifar 21. ágúst 2014 07:30 Bjarki Ómarsson. Jón Viðar Arnþórsson Bjarki Ómarsson er 19 ára bardagamaður úr Mjölni. Hann þykir einn allra efnilegasti bardagamaður landsins en hann keppir sinn þriðja MMA bardaga í október. Bjarki tapaði sínum fyrsta MMA bardaga en sigraði þann seinni með miklum yfirburðum fyrir um það bil ári síðan. Hann snýr aftur í búrið þann 19. október þar sem hann berst áhugamannabardaga í Englandi. Þrátt fyrir ungan aldur setur hann stefnuna hátt. „Draumurinn er auðvitað komast í UFC og að geta lifað á þessu,“ segir Bjarki en hann hefur stundað íþróttina í tæp fjögur ár. Bjarki berst í fjaðurvigt (66 kg flokkur) og hefur hug á að fara út til Dublin og Kaliforníu að æfa þar. „Ég hef verið að hugsa um að fara til Kaliforníu næsta sumar og fá að æfa með Team Alpha Male í mánuð eða svo,” en hjá Team Alpha Male æfa margir af bestu bardagamönnum heims í léttari þyngdarflokkunum. Í Dublin mun hann æfa með SBG sem er vinaklúbbur Mjölnis. Bjarki er meðlimur í Keppnisliði Mjölnis en eins og kunnugt er æfði írska stórstjarnan Conor McGregor með þeim hér á landi fyrr í sumar. Hvernig er það fyrir Bjarka að æfa með mönnum eins og Conor og Gunnari Nelson? „Það er mjög gaman að sparra við Gunna, skemmtilegra heldur en á móti Conor. Conor fer aðeins fastar á meðan Gunni er ekki að reyna að rota mann. Það er samt frábær reynsla að æfa með Conor, þú færð ekki betri æfingarfélaga,” segir Bjarki en hann telur að bæði Gunnar og Conor fari alla leið og taki UFC-titil. Bjarki Ómarsson er nafn sem Íslendingar ættu að leggja á minnið en hann hefur alla burði til að fara langt í íþróttinni. Ítarlegri viðtal við Bjarka má lesa á vef MMA Frétta hér. MMA Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Sjá meira
Bjarki Ómarsson er 19 ára bardagamaður úr Mjölni. Hann þykir einn allra efnilegasti bardagamaður landsins en hann keppir sinn þriðja MMA bardaga í október. Bjarki tapaði sínum fyrsta MMA bardaga en sigraði þann seinni með miklum yfirburðum fyrir um það bil ári síðan. Hann snýr aftur í búrið þann 19. október þar sem hann berst áhugamannabardaga í Englandi. Þrátt fyrir ungan aldur setur hann stefnuna hátt. „Draumurinn er auðvitað komast í UFC og að geta lifað á þessu,“ segir Bjarki en hann hefur stundað íþróttina í tæp fjögur ár. Bjarki berst í fjaðurvigt (66 kg flokkur) og hefur hug á að fara út til Dublin og Kaliforníu að æfa þar. „Ég hef verið að hugsa um að fara til Kaliforníu næsta sumar og fá að æfa með Team Alpha Male í mánuð eða svo,” en hjá Team Alpha Male æfa margir af bestu bardagamönnum heims í léttari þyngdarflokkunum. Í Dublin mun hann æfa með SBG sem er vinaklúbbur Mjölnis. Bjarki er meðlimur í Keppnisliði Mjölnis en eins og kunnugt er æfði írska stórstjarnan Conor McGregor með þeim hér á landi fyrr í sumar. Hvernig er það fyrir Bjarka að æfa með mönnum eins og Conor og Gunnari Nelson? „Það er mjög gaman að sparra við Gunna, skemmtilegra heldur en á móti Conor. Conor fer aðeins fastar á meðan Gunni er ekki að reyna að rota mann. Það er samt frábær reynsla að æfa með Conor, þú færð ekki betri æfingarfélaga,” segir Bjarki en hann telur að bæði Gunnar og Conor fari alla leið og taki UFC-titil. Bjarki Ómarsson er nafn sem Íslendingar ættu að leggja á minnið en hann hefur alla burði til að fara langt í íþróttinni. Ítarlegri viðtal við Bjarka má lesa á vef MMA Frétta hér.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Sjá meira