UFC Fight Night í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 23. ágúst 2014 22:15 Henderson og dos Anjos í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Í kvöld fer fram UFC Fight Night: Henderson vs. dos Anjos í Oklahoma í Bandaríkjunum. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst kl 2. Í aðalbardaganum mætast þeir Ben Henderson og Rafael dos Anjos í áhugaverðum bardaga í léttvigt. Henderson er fyrrum UFC meistari en tapaði titlinum til Anthony Pettis í ágúst í fyrra. Þetta var annað tap Henderson gegn Pettis en í bæði skiptin hefur hann misst titil sinn til Pettis - fyrst í WEC og svo í UFC í fyrra. Síðan Anthony Pettis tók titilinn af Henderson í ágúst í fyrra hefur hann ekki enn varið belti sitt. Á sama tíma er Henderson að taka sinn þriðja bardaga síðan hann tapaði gegn Pettis. Henderson er í erfiðri stöðu þar sem það verður erfitt fyrir hann að sannfæra UFC um að gefa sér annað tækifæri á beltinu á meðan Pettis er meistari. Hann þyrfti helst að sigra alla fimm bestu bardagamenn heims til þess að geta átt von á öðrum titilbardaga, svo lengi sem Pettis sé meistari. Til þess að geta hugsað um að titilinn þarf Henderson fyrst að sigra Rafael dos Anjos. Þessi 29 ára gamli Brasilíumaður átti framan af stakkaskiptan feril í UFC þangað til hann komst á fimm bardaga sigurgöngu. Sigurgöngunni lauk í fyrra en hann er engu að síður í fimmta sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni. Hann var í upphafi þekktur fyrir að hafa ógnarsterkt jiu-jitsu (svart belti) en hefur nú bætt fleiri vopnum í vopnabúrið. Hann er með gott box og beitir skrokkhöggunum vel – nokkuð sem er undarlega óalgengt í MMA. Aftur á móti hefur hann bætt sig mest í fellunum og það hefur gert gæfumuninn fyrir hann. Ben Henderson hefur oftar en einu sinni sigrað bardaga eftir umdeilda dómaraákvörðun og hefur mikla reynslu úr fimm lotu bardögum. Það gæti gert gæfumuninn hér í kvöld. Hann hefur þó verið að vinna í að klára bardaga sína og hengdi Rustam Khabilov í 4. lotu í hans síðasta bardaga. Fari bardaginn allar fimm loturnar má búast við sigri Henderson. Það yrðu þó ekki auðveldar fimm lotur þar sem dos Anjos er frábær bardagamaður og gæti hæglega náð Henderson í uppgjafartak. Aðrir bardagar kvöldsins eru: Veltivigt: Mike Pyle gegn Jordan MeinMillivigt: Francis Carmont gegn Thales LeitesFjaðurvigt*: Max Holloway gegn Clay CollardLéttvigt: James Vick gegn Valmir LazaroFjaðurvigt: Chas Skelly gegn Tom Niinimäki*Bardaginn átti upphaflega að fara fram í fjaðurvigt (145 pund) en verður háður í „catchweight“ (149 pund) þar sem Collard kom inn með aðeins viku fyrirvara. MMA Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Í kvöld fer fram UFC Fight Night: Henderson vs. dos Anjos í Oklahoma í Bandaríkjunum. Bardagakvöldið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst kl 2. Í aðalbardaganum mætast þeir Ben Henderson og Rafael dos Anjos í áhugaverðum bardaga í léttvigt. Henderson er fyrrum UFC meistari en tapaði titlinum til Anthony Pettis í ágúst í fyrra. Þetta var annað tap Henderson gegn Pettis en í bæði skiptin hefur hann misst titil sinn til Pettis - fyrst í WEC og svo í UFC í fyrra. Síðan Anthony Pettis tók titilinn af Henderson í ágúst í fyrra hefur hann ekki enn varið belti sitt. Á sama tíma er Henderson að taka sinn þriðja bardaga síðan hann tapaði gegn Pettis. Henderson er í erfiðri stöðu þar sem það verður erfitt fyrir hann að sannfæra UFC um að gefa sér annað tækifæri á beltinu á meðan Pettis er meistari. Hann þyrfti helst að sigra alla fimm bestu bardagamenn heims til þess að geta átt von á öðrum titilbardaga, svo lengi sem Pettis sé meistari. Til þess að geta hugsað um að titilinn þarf Henderson fyrst að sigra Rafael dos Anjos. Þessi 29 ára gamli Brasilíumaður átti framan af stakkaskiptan feril í UFC þangað til hann komst á fimm bardaga sigurgöngu. Sigurgöngunni lauk í fyrra en hann er engu að síður í fimmta sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni. Hann var í upphafi þekktur fyrir að hafa ógnarsterkt jiu-jitsu (svart belti) en hefur nú bætt fleiri vopnum í vopnabúrið. Hann er með gott box og beitir skrokkhöggunum vel – nokkuð sem er undarlega óalgengt í MMA. Aftur á móti hefur hann bætt sig mest í fellunum og það hefur gert gæfumuninn fyrir hann. Ben Henderson hefur oftar en einu sinni sigrað bardaga eftir umdeilda dómaraákvörðun og hefur mikla reynslu úr fimm lotu bardögum. Það gæti gert gæfumuninn hér í kvöld. Hann hefur þó verið að vinna í að klára bardaga sína og hengdi Rustam Khabilov í 4. lotu í hans síðasta bardaga. Fari bardaginn allar fimm loturnar má búast við sigri Henderson. Það yrðu þó ekki auðveldar fimm lotur þar sem dos Anjos er frábær bardagamaður og gæti hæglega náð Henderson í uppgjafartak. Aðrir bardagar kvöldsins eru: Veltivigt: Mike Pyle gegn Jordan MeinMillivigt: Francis Carmont gegn Thales LeitesFjaðurvigt*: Max Holloway gegn Clay CollardLéttvigt: James Vick gegn Valmir LazaroFjaðurvigt: Chas Skelly gegn Tom Niinimäki*Bardaginn átti upphaflega að fara fram í fjaðurvigt (145 pund) en verður háður í „catchweight“ (149 pund) þar sem Collard kom inn með aðeins viku fyrirvara.
MMA Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira