

"Ef það verður ekki full Laugardalshöll á miðvikudaginn, þá eigum við aldrei eftir að fylla hana. Það er kominn tími til að fólk mæti og sýni okkur þann stuðning sem við eigum skilið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2.
Bosnía vann sex stiga sigur, 74-68, á Bretlandi í næstsíðasta leik A-riðils í undankeppni EM 2015 í körfubolta.
Hlynur Bæringsson er ekki brotinn og hefur sett stefnuna á það að ná lokaleik íslenska körfuboltalandsliðsins á móti Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið.
NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic, stigahæsti leikmaður undankeppni EM, verður ekki með bosníska landsliðinu í leiknum á móti Íslandi í Laugardalshöllinni á miðvikudag. Karfan.is hefur það eftir vefsíðunni Sportsport.ba að Mirza Teletovic komi ekki með til Íslands af persónulegum ástæðum en Bosníumenn hafa þegar tryggt sér sæti á EM.
Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM.