Hlynur: Svo lengi sem ég get eitthvað hjálpað þá ætla ég að reyna að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2014 22:11 Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, verður með á móti Bosníu á morgun þrátt fyrir að hafa meiðst illa á ökkla í sigrinum á Bretum í London fyrir viku. „Staðan er ágæt en hún mætti vera betri eftir þetta langan tíma. Það eru komnir sex dagar síðan að þetta gerðist og ég hélt að þetta væri orðið aðeins betra. Það er ennþá einn dagur til stefnu og ég vona að ökklinn skáni aðeins meira," sagði Hlynur Bæringsson í viðtali við Arnar Björnsson á æfingu íslenska liðsins í kvöld. „Svo lengi sem ég get eitthvað hjálpað þá ætla ég að reyna að spila. Þegar ég frétti að þetta væri ekki brotið þá ákvað ég það að spila leikinn," sagði Hlynur. Íslenska liðið getur tryggt sér sæti á EM með sigri í leiknum og má tapa ef önnur úrslit eru hagstæð. „Við finnum alveg fyrir því að spennustigið er svolítið hátt og við þurfum að tækla það. Við gerðum það ágætlega seinast. Það var samt ströggl í byrjun og ég vona að við sleppum því næst og náum upp okkar leik sterk," sagði Hlynur en hversu gott lið er að mæta íslenska liðnu annað kvöld? „Bosníumenn eru með eitt besta landslið Evrópu. Það vantar að sjálfsögðu Teletovic sem er aðalmaðurinn þeirra en það getur verið tvíeggja sverð. Ef hann er ekki með og hinir stíga ekkert upp þá er það að sjálfsögðu betra fyrir okkur en það er mjög líklegt að hinir, sem eru frábærir leikmenn sem spila í stórum klúbbum, spili ennþá betur og þá er það ekki endilega betra fyrir okkur. Þeir eru mjög sterkir og það er mjög mikil hefð fyrir körfubolta þarna," sagði Hlynur um styrk mótherja morgundagsins. „Það hlýtur að hjálpa okkur að spila fyrir framan troðfulla Höll. Ég er hundrað prósent á því. Það þekkja það allir íþróttamenn að það er miklu betra að hafa fólkið með sér en á móti. Þess vegna er engin tilviljun að liðum gengur betur á heimavelli," segir Hlynur um það að uppselt er á leikinn á morgun. Allt viðtal Arnars við Hlyns er nú aðgengilegt í myndbandinu hér fyrir ofan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Fleiri fréttir Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Sjá meira
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, verður með á móti Bosníu á morgun þrátt fyrir að hafa meiðst illa á ökkla í sigrinum á Bretum í London fyrir viku. „Staðan er ágæt en hún mætti vera betri eftir þetta langan tíma. Það eru komnir sex dagar síðan að þetta gerðist og ég hélt að þetta væri orðið aðeins betra. Það er ennþá einn dagur til stefnu og ég vona að ökklinn skáni aðeins meira," sagði Hlynur Bæringsson í viðtali við Arnar Björnsson á æfingu íslenska liðsins í kvöld. „Svo lengi sem ég get eitthvað hjálpað þá ætla ég að reyna að spila. Þegar ég frétti að þetta væri ekki brotið þá ákvað ég það að spila leikinn," sagði Hlynur. Íslenska liðið getur tryggt sér sæti á EM með sigri í leiknum og má tapa ef önnur úrslit eru hagstæð. „Við finnum alveg fyrir því að spennustigið er svolítið hátt og við þurfum að tækla það. Við gerðum það ágætlega seinast. Það var samt ströggl í byrjun og ég vona að við sleppum því næst og náum upp okkar leik sterk," sagði Hlynur en hversu gott lið er að mæta íslenska liðnu annað kvöld? „Bosníumenn eru með eitt besta landslið Evrópu. Það vantar að sjálfsögðu Teletovic sem er aðalmaðurinn þeirra en það getur verið tvíeggja sverð. Ef hann er ekki með og hinir stíga ekkert upp þá er það að sjálfsögðu betra fyrir okkur en það er mjög líklegt að hinir, sem eru frábærir leikmenn sem spila í stórum klúbbum, spili ennþá betur og þá er það ekki endilega betra fyrir okkur. Þeir eru mjög sterkir og það er mjög mikil hefð fyrir körfubolta þarna," sagði Hlynur um styrk mótherja morgundagsins. „Það hlýtur að hjálpa okkur að spila fyrir framan troðfulla Höll. Ég er hundrað prósent á því. Það þekkja það allir íþróttamenn að það er miklu betra að hafa fólkið með sér en á móti. Þess vegna er engin tilviljun að liðum gengur betur á heimavelli," segir Hlynur um það að uppselt er á leikinn á morgun. Allt viðtal Arnars við Hlyns er nú aðgengilegt í myndbandinu hér fyrir ofan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Fleiri fréttir Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Sjá meira