Jón Arnór Stefánsson vonaðist eftir fullri Laugardalshöll í leiknum á móti Bosníu í undankeppni EM og honum varð að ósk sinni því það seldist upp á leikinn í dag.
„Það er víst uppselt á leikinn og það má búast bara við geðveikri stemningu á morgun. Við biðjum ekki um meira," sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við Arnar Björnsson. Er verið að setja of mikla pressu á íslenska liðið fyrir þennan erfiða leik?
„Nei, ég held að þetta sé bara logískt skref eftir okkar árangur hingað til. Við unnum tvo góða sigra á móti Bretum og spiluðum góðan leik á móti Bosníu og ég tal að við áttum það skilið að fá fulla höll. Kannski er fólk farið að átta sig á því hversu góður árangurinn hefur verið hingað til," sagði Jón Arnór.
„Við erum ekki komnir inn á Evrópumótið en þetta er engu að síður mjög góður árangur. Með þeirra hjálp og þeirra stuðning þá eigum við mjög góðan möguleika á því að komast inn á Evrópumótið," sagði Jón Arnór.
„Við ætlum að njóta þess að vera í þessari stöðu og hafa þetta allt í hendi okkar. Með sigri á morgun erum við búnir að tryggja okkur inn. Við höfum aldrei verið í þessari aðstöðu áður og við eigum möguleika á því að skrifa sögu íslenska körfuboltans með því að komast inn á stórmót. Við setjum því allan fókus á að vinna á morgun," sagði Jón Arnór.
Allt viðtal Arnars við Jón er nú aðgengilegt í myndbandinu hér fyrir ofan.
Jón Arnór: Áttum það skilið að fá fulla höll
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið




Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti






Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn
Fleiri fréttir
