Sé litið á helstu tölfræðiþætti liðanna í undankeppninni kemur ýmislegt í ljós. Ísland skoraði 71,5 stig að meðaltali í leikjunum fjórum í undankeppninni, en aðeins átta lið skoruðu færri stig. Pólland var stigahæsta liðið í undankeppninni, með 90 að meðaltali í leik. Þjóðverjar komu næstir (89,2), svo Ísrael (81,2), Lettland (81) og Rúmenía (78,5).

Skotnýting Íslands var 39,1%, en aðeins Sviss, Danmörk og Portúgal hittu verr en íslenska liðið. Ísland situr einnig í 23. sæti yfir bestu tveggja stiga nýtinguna, en íslenska liðið var hins vegar í 8. sæti yfir bestu þriggja stiga nýtinguna (35,4%).
Mótherjar Íslands hittu úr 42,7% skota sinna gegn liðinu, en Ísland situr í 12. sæti í þeim tölfræðiþætti. Íslenska liðið passaði afar vel upp á boltann í undankeppninni, en aðeins Ítalía (10) tapaði færri boltum að meðaltali í leik en Ísland (10,3).

Flest stig (að meðaltali í leik):
1. Jón Arnór Stefánsson - 22 stig
2. Hörður Axel Vilhjálmsson - 12,3 stig
3. Logi Gunnarsson - 11,5 stig
4. Haukur Helgi Pálsson - 10,5 stig
5. Martin Hermannsson - 9,5 stig
Flest fráköst:
1. Hlynur Bæringsson - 8,5
2. Pavel Ermolinskij - 6,3
3. Haukur Helgi Pálsson - 6,0
Flestar stoðsendingar:
1. Pavel Ermolinskij - 6,3 stoðsendingar
2. Hörður Axel Vilhjálmsson - 3,0 stoðsendingar
3. Jón Arnór Stefánsson - 2,0 stoðsendingar

1. Pavel Ermolinskij - 1,7 stolnir
2. Haukur Helgi Pálsson - 1,3 stolnir
3. Hörður Axel Vilhjálmsson - 0,8 stolnir
Flest varin skot:
1. Pavel Ermolinskij - 1,3 varin
2. Logi Gunnarsson - 0,8 varin
3.-5. Haukur Helgi Pálsson - 0,5 varin
3.-5. Hlynur Bæringsson - 0,5 varin
3.-5. Elvar Már Friðriksson - 0,5 varin
Besta skotnýting:
1. Ragnar Nathanaelsson - 66,7%
2. Haukur Helgi Pálsson - 48,5%
3. Martin Hermannsson - 44,8%

1. Ragnar Nathanaelsson - 66,7%
2. Martin Hermannsson - 54,2%
3. Haukur Helgi Pálsson - 52,2%
Besta skotnýting (þriggja stiga skot):
1. Axel Kárason - 66,7%
2. Helgi Már Magnússon - 50%
3. Jón Arnór Stefánsson - 42,9%
Flestar villur fengnar á sig:
1. Pavel Ermolinskij - 3,7 villur
2. Haukur Helgi Pálsson - 3,3 villur
3. Hörður Axel Vilhjálmsson - 3,0 villur
Flestar fiskaðar villur á mótherja:
1. Jón Arnór Stefánsson - 5,5 villur
2. Hlynur Bæringsson - 3,5 villur
3. Pavel Ermolinskij - 3,3 villur