Fótbolti

Liverpool í riðli með Real Madrid - Meistaradeildardrátturinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. Vísir/Getty
Kolbeinn Sigþórsson mætir Luis Suarez og Zlatan Ibrahimovic í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en dregið var í kvöld. Cheslea var langheppnast með riðil af ensku liðunum.

Það verður mikið um spennandi leiki í Meistaradeildinni í vetur en þetta kom í ljós þegar dregið var í riðla í Meistaradeildinni í fótbolta í Mónakó í kvöld.

Liverpool er nú aftur með í Meistaradeildinni og fær viðráðanlegt verkefni. Liverpool slapp reyndar við Luis Suarez og Barcelona-liðið en lenti aftur á móti í riðli með Evrópumeisturum Real Madrid sem er ekki auðveldara verkefni. Hin liðin í riðlinum eru hinsvegar mun lakari eða Basel frá Sviss og Ludogorets frá Búlgaríu.

Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax halda áfram að lenda í riðli með stærstu félögum Evrópu en að þessu sinni er Ajax í riðli með Barcelona frá Spáni, Paris Saint Germain frá Frakklandi og Apoel frá Kýpur.

Bayern München og Manchester City halda áfram að lenda saman í riðli og City-menn eru áfram afar óheppnir með mótherja í riðlakeppninni. Hin liðin í riðlinum eru CSKA Moskva frá Rússlandi og Roma frá Ítalíu og er þetta því einn erfiðasti riðilinn.

Arsenal er ágætlega heppið með riðil en Chelsea-menn eru jafnvel enn heppnari enda í riðli með Schalke frá Þýskalandi, Sporting Lissabon frá Portúgal og Maribor frá Slóveníu. Arsenal lenti í riðli með þýska liðinu Dortmund en hin liðin eru Galatasaray frá Tyrklandi og Anderlecht frá Belgíu.

Riðlarnir í Meistraradeildinni í vetur:

A-riðill

Atletico Madrid

Juventus

Olympiacos

Malmö

B-riðill

Real Madrid

Basel

Liverpool

Ludogorets

C-riðill

Benfica

Zenit St. Pétursborg

Bayer Leverkusen

AS Mónakó

D-riðill

Arsenal

Dortmund

Galatasaray

Anderlecht

E-riðill

Bayern München

Manchester City

CSKA Moskva

Roma

F-riðill

Barcelona

Paris Saint Germain

Ajax

Apoel

G-riðill

Chelsea

Schalke

Sporting Lissabon

Maribor

H-riðill

Porto

Shakhtar Donetsk

Athletic Bilbao

BATE Borisov

Riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst 16. september næstkomanid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×