Kvikmyndaeftirlitið í Bandaríkjunum sakað um hommafælni Þórður Ingi Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 22:00 Alfred Molina og John Lithgow. Vísir/Getty Kvikmyndaeftirlitið í Bandaríkjunum hefur nú verið sakað um hommafælni eftir að kvikmyndin Love Is Strange fékk „R“ stimpilinn sem þýðir að hún sé bönnuð börnum. Í myndinni er ekkert kynlíf, engin nekt og ekkert ofbeldi en samt mega krakkar undir 17 ára aldri ekki sjá myndina án þess að vera í fylgd með foreldrum eða aðstandanda.Love Is Strange með stórleikurunum John Lithgow og Alfred Molina fjallar um samkynhneigt par sem getur ekki búið lengur saman eftir að annar maðurinn missir starfið sitt. MPAA, kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna segir að ástæðan fyrir stimplinum sé gróft orðbragð sem kemur nokkrum sinnum fyrir í myndinni. Gagnrýnendur hafa hins vegar bent á að tvær aðrar myndir sem eru nú að koma út fái sama stimpil, kvikmyndin Sin City: A Dame To Kill For sem er byggð á myndasögu og splattermyndin Jersey Shore Massacre. „Í fyrsta lagi er ekki neitt ofbeldi í Love Is Strange, í öðru lagi þá er ekki einu sinni neitt klúrt í henni. Myndin sem dregin er upp af lífi samkynhneigðra er eins mild og þú getur ímyndað þér,“ segir gagnrýnandinn Stephen Whitty. „Það er mjög erfitt að ímynda sér að ef til dæmis Robert Duvall og Jane Fonda myndu leika í svipaðri mynd um gamalt par sem er allt í einu rekið út á götuna, að þá yrði sú mynd sett í flokk með myndum stútfullum af stýlíseraðri karlrembu og ógeðfelldu ofbeldisklámi.“ „Hvað er það í Love Is Strange sem er „aðeins við hæfi fullorðna?“ segir annar gagnrýnandi, J. Bryan Lowder hjá Slate. „Jæja, Lithgow og Molina kúra mikið saman. Þeir kyssast og faðmast og sýna hvorum öðrum kærleik eftir fjóra áratugi saman. Það er einnig gefið í skyn að litli frændi annars þeirra sé hugsanlega samkynhneigður. Það er greinilega þess virði að vara foreldra við þessum brotum rétt eins og að vara þau við því að sjá brjóst konu skorið upp á tjaldinu. Þannig vill Kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna allavega sjá það.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Kvikmyndaeftirlitið í Bandaríkjunum hefur nú verið sakað um hommafælni eftir að kvikmyndin Love Is Strange fékk „R“ stimpilinn sem þýðir að hún sé bönnuð börnum. Í myndinni er ekkert kynlíf, engin nekt og ekkert ofbeldi en samt mega krakkar undir 17 ára aldri ekki sjá myndina án þess að vera í fylgd með foreldrum eða aðstandanda.Love Is Strange með stórleikurunum John Lithgow og Alfred Molina fjallar um samkynhneigt par sem getur ekki búið lengur saman eftir að annar maðurinn missir starfið sitt. MPAA, kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna segir að ástæðan fyrir stimplinum sé gróft orðbragð sem kemur nokkrum sinnum fyrir í myndinni. Gagnrýnendur hafa hins vegar bent á að tvær aðrar myndir sem eru nú að koma út fái sama stimpil, kvikmyndin Sin City: A Dame To Kill For sem er byggð á myndasögu og splattermyndin Jersey Shore Massacre. „Í fyrsta lagi er ekki neitt ofbeldi í Love Is Strange, í öðru lagi þá er ekki einu sinni neitt klúrt í henni. Myndin sem dregin er upp af lífi samkynhneigðra er eins mild og þú getur ímyndað þér,“ segir gagnrýnandinn Stephen Whitty. „Það er mjög erfitt að ímynda sér að ef til dæmis Robert Duvall og Jane Fonda myndu leika í svipaðri mynd um gamalt par sem er allt í einu rekið út á götuna, að þá yrði sú mynd sett í flokk með myndum stútfullum af stýlíseraðri karlrembu og ógeðfelldu ofbeldisklámi.“ „Hvað er það í Love Is Strange sem er „aðeins við hæfi fullorðna?“ segir annar gagnrýnandi, J. Bryan Lowder hjá Slate. „Jæja, Lithgow og Molina kúra mikið saman. Þeir kyssast og faðmast og sýna hvorum öðrum kærleik eftir fjóra áratugi saman. Það er einnig gefið í skyn að litli frændi annars þeirra sé hugsanlega samkynhneigður. Það er greinilega þess virði að vara foreldra við þessum brotum rétt eins og að vara þau við því að sjá brjóst konu skorið upp á tjaldinu. Þannig vill Kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna allavega sjá það.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira