Nýr Lada Sport Finnur Thorlacius skrifar 14. ágúst 2014 09:32 Nýr Lada Sport. Lada Sport er einn af þeim bílum sem ekki hefur breyst að ráði um ómuna tíð. Nú stefnir þó í gagngera breytingu á þessum bíl sem var svo vinsæll hér á landi á árum áður. Hann er framleiddur í samvinnu við General Motors. Nú þegar er tilbúin frumgerð þessa bíls og verður hann sýndur almenningi á bílasýningu í Moskvu seinna í þessum mánuði. Fyrstu myndir, sem reyndar sýna ekki of mikið, eru komnar á kreik og þó má greina að bíllinn tekur gagngerum breytingum og sýnist loks færður inn í nútímann. Gefið hefur verið upp að hann muni standa á 16 tommu felgum og dekkin gróf til að takast á við krefjandi undirlag. Bíllinn verður vel varinn að neðan með hlífðarplötum, loftinntakið verður ofarlega, ljósin mörg og aflmikil og þakbogar. Semsagt bíll fyrir þá sem elska að fara ótroðnar slóðir. Lada Sport verður semsagt áfram trúr þeim sem kjósa að geta yfirgefið þéttbýlið. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent
Lada Sport er einn af þeim bílum sem ekki hefur breyst að ráði um ómuna tíð. Nú stefnir þó í gagngera breytingu á þessum bíl sem var svo vinsæll hér á landi á árum áður. Hann er framleiddur í samvinnu við General Motors. Nú þegar er tilbúin frumgerð þessa bíls og verður hann sýndur almenningi á bílasýningu í Moskvu seinna í þessum mánuði. Fyrstu myndir, sem reyndar sýna ekki of mikið, eru komnar á kreik og þó má greina að bíllinn tekur gagngerum breytingum og sýnist loks færður inn í nútímann. Gefið hefur verið upp að hann muni standa á 16 tommu felgum og dekkin gróf til að takast á við krefjandi undirlag. Bíllinn verður vel varinn að neðan með hlífðarplötum, loftinntakið verður ofarlega, ljósin mörg og aflmikil og þakbogar. Semsagt bíll fyrir þá sem elska að fara ótroðnar slóðir. Lada Sport verður semsagt áfram trúr þeim sem kjósa að geta yfirgefið þéttbýlið.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent