Nýr Lada Sport Finnur Thorlacius skrifar 14. ágúst 2014 09:32 Nýr Lada Sport. Lada Sport er einn af þeim bílum sem ekki hefur breyst að ráði um ómuna tíð. Nú stefnir þó í gagngera breytingu á þessum bíl sem var svo vinsæll hér á landi á árum áður. Hann er framleiddur í samvinnu við General Motors. Nú þegar er tilbúin frumgerð þessa bíls og verður hann sýndur almenningi á bílasýningu í Moskvu seinna í þessum mánuði. Fyrstu myndir, sem reyndar sýna ekki of mikið, eru komnar á kreik og þó má greina að bíllinn tekur gagngerum breytingum og sýnist loks færður inn í nútímann. Gefið hefur verið upp að hann muni standa á 16 tommu felgum og dekkin gróf til að takast á við krefjandi undirlag. Bíllinn verður vel varinn að neðan með hlífðarplötum, loftinntakið verður ofarlega, ljósin mörg og aflmikil og þakbogar. Semsagt bíll fyrir þá sem elska að fara ótroðnar slóðir. Lada Sport verður semsagt áfram trúr þeim sem kjósa að geta yfirgefið þéttbýlið. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent
Lada Sport er einn af þeim bílum sem ekki hefur breyst að ráði um ómuna tíð. Nú stefnir þó í gagngera breytingu á þessum bíl sem var svo vinsæll hér á landi á árum áður. Hann er framleiddur í samvinnu við General Motors. Nú þegar er tilbúin frumgerð þessa bíls og verður hann sýndur almenningi á bílasýningu í Moskvu seinna í þessum mánuði. Fyrstu myndir, sem reyndar sýna ekki of mikið, eru komnar á kreik og þó má greina að bíllinn tekur gagngerum breytingum og sýnist loks færður inn í nútímann. Gefið hefur verið upp að hann muni standa á 16 tommu felgum og dekkin gróf til að takast á við krefjandi undirlag. Bíllinn verður vel varinn að neðan með hlífðarplötum, loftinntakið verður ofarlega, ljósin mörg og aflmikil og þakbogar. Semsagt bíll fyrir þá sem elska að fara ótroðnar slóðir. Lada Sport verður semsagt áfram trúr þeim sem kjósa að geta yfirgefið þéttbýlið.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent