Gunnar: Ég ætlaði nú að taka mér frí Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 18:41 Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins í Stokkhólmi. vísir/getty „Þetta er bara draumur - það er frábært að vera í aðalbardaganum hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð,“ segir Gunnar Nelson, en eins og Vísir greindi frá berst hann í aðalbardagakvöldsins á bardagakvöldi í Stokkhólmi í byrjun október. „Þetta var bara ákveðið í dag. Viðræður hófust í vikunni, en við samþykktum þetta í dag,“ segir Gunnar við Vísi, en hann hafði ætlað að taka sér frí eftir sigurinn á Zak Cummings á dögunum. „Ég fæ bara að heyra það frá UFC að það vill að ég fari fyrir þessu kvöldi. Ég ætlaði nú að taka mér frí, en hugsaði að ég gæti tekið þennan bardaga og farið svo í frí. Ég ætlaði aðeins að vera með fjölskyldunni,“ segir Gunnar sem er nýbakaður faðir. „En það er töluvert stutt í þetta þannig ég get afgreitt þennan bardaga og tekið mér svo frí. Það er líka flott að fá þennan bardaga svona stutt eftir hinn. Það er enn hiti eftir hann.“ Áhuginn á blönduðum bardagalistum er gríðarlegur í Svíþjóð, ekki síst vegna léttþungavigtar kappans AlexandersGustafson, sem er einn sá besti í heimi. Gunnar er eðlilega mjög spenntur fyrir kvöldinu og ánægður með það hvernig hann er að færast ofar í sportinu. „Svona gengur þetta. Síðan eftir þennan bardaga verða ekkert nema aðalbardagar eftir það. Bara „headline fights“,“ segir hann léttur og kátur.Rick Story, mótherji hans, er aðeins annar af tveimur mönnum sem unnið hefur núverandi meistara, JohnnyHendricks. „Þetta er helvíti góður og reyndur kappi. Hann er búinn að berjast við alla þessa bestu og bæði unnið og tapað. Hann er góður glímumaður og mjög höggþungur. Þetta verður hörku bardagi,“ segir Gunnar sem segist þó sigurviss að vanda. Einn besti vinur Gunnars, írska ofurstjarnan ConorMcGregor, berst næst í Las Vegas, en Gunnar æfir með honum fyrir alla bardaga. Á því verður engin breyting. „Ég fer sennilega til Vegas, æfi með Conor og flýg beint þaðan til Svíþjóðar. Við höfum æft saman í sex til sjö ár núna,“ segir Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Sjá meira
„Þetta er bara draumur - það er frábært að vera í aðalbardaganum hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð,“ segir Gunnar Nelson, en eins og Vísir greindi frá berst hann í aðalbardagakvöldsins á bardagakvöldi í Stokkhólmi í byrjun október. „Þetta var bara ákveðið í dag. Viðræður hófust í vikunni, en við samþykktum þetta í dag,“ segir Gunnar við Vísi, en hann hafði ætlað að taka sér frí eftir sigurinn á Zak Cummings á dögunum. „Ég fæ bara að heyra það frá UFC að það vill að ég fari fyrir þessu kvöldi. Ég ætlaði nú að taka mér frí, en hugsaði að ég gæti tekið þennan bardaga og farið svo í frí. Ég ætlaði aðeins að vera með fjölskyldunni,“ segir Gunnar sem er nýbakaður faðir. „En það er töluvert stutt í þetta þannig ég get afgreitt þennan bardaga og tekið mér svo frí. Það er líka flott að fá þennan bardaga svona stutt eftir hinn. Það er enn hiti eftir hann.“ Áhuginn á blönduðum bardagalistum er gríðarlegur í Svíþjóð, ekki síst vegna léttþungavigtar kappans AlexandersGustafson, sem er einn sá besti í heimi. Gunnar er eðlilega mjög spenntur fyrir kvöldinu og ánægður með það hvernig hann er að færast ofar í sportinu. „Svona gengur þetta. Síðan eftir þennan bardaga verða ekkert nema aðalbardagar eftir það. Bara „headline fights“,“ segir hann léttur og kátur.Rick Story, mótherji hans, er aðeins annar af tveimur mönnum sem unnið hefur núverandi meistara, JohnnyHendricks. „Þetta er helvíti góður og reyndur kappi. Hann er búinn að berjast við alla þessa bestu og bæði unnið og tapað. Hann er góður glímumaður og mjög höggþungur. Þetta verður hörku bardagi,“ segir Gunnar sem segist þó sigurviss að vanda. Einn besti vinur Gunnars, írska ofurstjarnan ConorMcGregor, berst næst í Las Vegas, en Gunnar æfir með honum fyrir alla bardaga. Á því verður engin breyting. „Ég fer sennilega til Vegas, æfi með Conor og flýg beint þaðan til Svíþjóðar. Við höfum æft saman í sex til sjö ár núna,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Sjá meira
Gunnar Nelson verður stjarnan í Stokkhólmi Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á Fight Night-bardagakvöldi UFC í Stokkhólmi í október. 7. ágúst 2014 18:17