Stærsti skandall í sögu pólskrar knattspyrnu - komið ykkur burt! Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. ágúst 2014 16:15 Leikmenn Lech Poznan svekktir eftir úrslitin í Póllandi í gærkvöldi. VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKI „Stærsti skandall í sögu pólskrar knattspyrnu! Komið ykkur allir burt! Sjáið 75 myndir frá skömminni.“ Svona hljómar fyrirsögn á stuðningsmannasíðu Lech Poznan, kkslech.com, sem fylgdist með leik liðsins gegn Stjörnunni í beinni textalýsingu í Poznan í gærkvöldi. Eins og allir vita skildu liðin jöfn, markalaus, en þau úrslit dugðu Stjörnunni áfram í umspilið fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar á meðan Pólverjarnir sitja eftir með sárt ennið. „Þetta er ekki bara mesti skandallinn í sögu Lech Poznan, heldur vandræðalegustu úrslit í sögu pólskra félagsliða,“ segir í fréttinni.Jóhann Laxdal og svekktur leikmaður Poznan í leikslok.VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKIStuðningsmaðurinn, eða mennirnir, sem sáu um að uppfæra lesendur á síðunni voru vægast sagt sturlaðir af reiði í leikslok. „Við, sem klæðumst þessari sömu treyju og leikmennirnir, eigum ekkert sameiginlegt með þeim. Þið vanvirðið okkur. Við viljum ekki tengjast þessum mönnum lengur,“ var skrifað í textalýsinguna þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Stjörnumönnum er hrósað mikið og bent á að stuðningsmenn Poznan hafi klappað fyrir Garðabæjarliðinu. „Við virðum Íslendingana. Þeir eru áhugamenn og fela það ekki. Þeir vörðust í báðum leikjum og nýttu sér einu mistökin okkar,“ er sagt. Síðan var að hruni komin vegna álags í gær, en lesendum var bent margsinnis á það að fara ekki út úr textalýsingunni því forsíðan var niðri. Svo mikill var áhuginn á leiknum, eða væntanlega þessum óvæntu úrslitum.Mariusz Rumak óttast að missa starfið.VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKI„Þetta er það versta sem ég hef upplifað,“ sagði markvörðurinn KrzysztofKotorowski á blaðamannafundi eftir leikinn, og þjálfarinn MariuszRumak var svo spurður út í stöðu sína. „Það er ekki hægt að vinna leik þar sem maður skýtur ekki á markið. Nú þarf ég að hitta stjórnina á morgun og ræða framtíð mína. Ég veit ekki hvað gerist og ég veit heldur ekki af hverju við unnum ekki leikinn,“ sagði þjálfarinn. Gærdagurinn og dagurinn í dag hafa ekkert verið neitt sérstakir fyrir pólska knattspyrnu. Fyrst féll liðið sem hafnaði í öðru sæti í fyrra, Lech Poznan, úr leik í Evrópudeildinni og í dag var meisturum Legia Varsjár hent úr Meistaradeildinni. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33 Inter ekki tilbúið að víxla á leikdögum | Boltinn hjá UEFA Inter er hvorki tilbúið að færa fyrri leik liðsins gegn Stjörnunni fram um tvo daga né víxla á leikjum og liggur boltinn því hjá evrópska knattspyrnusambandinu að finna sameiginlega lausn. 8. ágúst 2014 13:15 Præst mögulega með slitið krossband Miðjumaðurinn öflugi meiddist í leiknum gegn Lech Poznan og tímabilið mögulega búið hjá Dananum. 8. ágúst 2014 14:34 Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10 Stuðningsmenn Poznan fögnuðu Stjörnumönnum í leikslok Sem kunnugt er komust Stjörnumenn áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan í Póllandi í gær. 8. ágúst 2014 08:08 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
„Stærsti skandall í sögu pólskrar knattspyrnu! Komið ykkur allir burt! Sjáið 75 myndir frá skömminni.“ Svona hljómar fyrirsögn á stuðningsmannasíðu Lech Poznan, kkslech.com, sem fylgdist með leik liðsins gegn Stjörnunni í beinni textalýsingu í Poznan í gærkvöldi. Eins og allir vita skildu liðin jöfn, markalaus, en þau úrslit dugðu Stjörnunni áfram í umspilið fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar á meðan Pólverjarnir sitja eftir með sárt ennið. „Þetta er ekki bara mesti skandallinn í sögu Lech Poznan, heldur vandræðalegustu úrslit í sögu pólskra félagsliða,“ segir í fréttinni.Jóhann Laxdal og svekktur leikmaður Poznan í leikslok.VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKIStuðningsmaðurinn, eða mennirnir, sem sáu um að uppfæra lesendur á síðunni voru vægast sagt sturlaðir af reiði í leikslok. „Við, sem klæðumst þessari sömu treyju og leikmennirnir, eigum ekkert sameiginlegt með þeim. Þið vanvirðið okkur. Við viljum ekki tengjast þessum mönnum lengur,“ var skrifað í textalýsinguna þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Stjörnumönnum er hrósað mikið og bent á að stuðningsmenn Poznan hafi klappað fyrir Garðabæjarliðinu. „Við virðum Íslendingana. Þeir eru áhugamenn og fela það ekki. Þeir vörðust í báðum leikjum og nýttu sér einu mistökin okkar,“ er sagt. Síðan var að hruni komin vegna álags í gær, en lesendum var bent margsinnis á það að fara ekki út úr textalýsingunni því forsíðan var niðri. Svo mikill var áhuginn á leiknum, eða væntanlega þessum óvæntu úrslitum.Mariusz Rumak óttast að missa starfið.VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKI„Þetta er það versta sem ég hef upplifað,“ sagði markvörðurinn KrzysztofKotorowski á blaðamannafundi eftir leikinn, og þjálfarinn MariuszRumak var svo spurður út í stöðu sína. „Það er ekki hægt að vinna leik þar sem maður skýtur ekki á markið. Nú þarf ég að hitta stjórnina á morgun og ræða framtíð mína. Ég veit ekki hvað gerist og ég veit heldur ekki af hverju við unnum ekki leikinn,“ sagði þjálfarinn. Gærdagurinn og dagurinn í dag hafa ekkert verið neitt sérstakir fyrir pólska knattspyrnu. Fyrst féll liðið sem hafnaði í öðru sæti í fyrra, Lech Poznan, úr leik í Evrópudeildinni og í dag var meisturum Legia Varsjár hent úr Meistaradeildinni.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33 Inter ekki tilbúið að víxla á leikdögum | Boltinn hjá UEFA Inter er hvorki tilbúið að færa fyrri leik liðsins gegn Stjörnunni fram um tvo daga né víxla á leikjum og liggur boltinn því hjá evrópska knattspyrnusambandinu að finna sameiginlega lausn. 8. ágúst 2014 13:15 Præst mögulega með slitið krossband Miðjumaðurinn öflugi meiddist í leiknum gegn Lech Poznan og tímabilið mögulega búið hjá Dananum. 8. ágúst 2014 14:34 Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10 Stuðningsmenn Poznan fögnuðu Stjörnumönnum í leikslok Sem kunnugt er komust Stjörnumenn áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan í Póllandi í gær. 8. ágúst 2014 08:08 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33
Inter ekki tilbúið að víxla á leikdögum | Boltinn hjá UEFA Inter er hvorki tilbúið að færa fyrri leik liðsins gegn Stjörnunni fram um tvo daga né víxla á leikjum og liggur boltinn því hjá evrópska knattspyrnusambandinu að finna sameiginlega lausn. 8. ágúst 2014 13:15
Præst mögulega með slitið krossband Miðjumaðurinn öflugi meiddist í leiknum gegn Lech Poznan og tímabilið mögulega búið hjá Dananum. 8. ágúst 2014 14:34
Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10
Stuðningsmenn Poznan fögnuðu Stjörnumönnum í leikslok Sem kunnugt er komust Stjörnumenn áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan í Póllandi í gær. 8. ágúst 2014 08:08