Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Atli Ísleifsson skrifar 30. júlí 2014 10:22 Efnahagsmálaráðherra Argentínu fundar nú með þeim fjárfestum sem þreyja þorrann í samningaviðræðum við argentísk stjórnvöld í New York. Vísir/AP Efnahagsmálaráðherra Argentínu mun halda samningaviðræðum áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. Axel Kicillof átti í viðræðum við þá fjárfesta sem þreyja þorrann í New York í gærkvöldi og lauk þeim án samkomulags. Fjárfestarnir krefjast endurgreiðslu á 1,3 milljörðum Bandaríkjadala og hefur bandarískur dómari úrskurðað að umræddir fjárfestar fái greitt á miðvikudagskvöld, náist ekki samkomulag um annað. Í frétt BBC segir að orðræða argentínskra stjórnvalda hafi einkennst af því að lýsa þessum eigendum ríkisskuldabréfa, sem ekki hafa samþykkt niðurfærslu á skuldunum og krafist þess að fá þær greiddar að fullu, sem hrægömmum. Hafi þeir keypt skuldabréfin ódýrt á þeim tíma þegar Argentína gekk í gegnum sérstaklega erfiða tíma og ætlað sér að nýta slæma skuldastöðu Argentínu til að hagnast gríðarlega. Ekki eru nema tólf ár síðan argentínsk stjórnvöld lýstu landið gjaldþrota og var skuldum þess þá breytt með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Efnahagsmálaráðherra Argentínu mun halda samningaviðræðum áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. Axel Kicillof átti í viðræðum við þá fjárfesta sem þreyja þorrann í New York í gærkvöldi og lauk þeim án samkomulags. Fjárfestarnir krefjast endurgreiðslu á 1,3 milljörðum Bandaríkjadala og hefur bandarískur dómari úrskurðað að umræddir fjárfestar fái greitt á miðvikudagskvöld, náist ekki samkomulag um annað. Í frétt BBC segir að orðræða argentínskra stjórnvalda hafi einkennst af því að lýsa þessum eigendum ríkisskuldabréfa, sem ekki hafa samþykkt niðurfærslu á skuldunum og krafist þess að fá þær greiddar að fullu, sem hrægömmum. Hafi þeir keypt skuldabréfin ódýrt á þeim tíma þegar Argentína gekk í gegnum sérstaklega erfiða tíma og ætlað sér að nýta slæma skuldastöðu Argentínu til að hagnast gríðarlega. Ekki eru nema tólf ár síðan argentínsk stjórnvöld lýstu landið gjaldþrota og var skuldum þess þá breytt með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira