Ótrúleg velgengni, nauðgun, fangelsisvist og dótturmissir 31. júlí 2014 15:30 Jamie Foxx og Mike Tyson Vísir/Getty/Getty Heimildamenn kvikmyndavefsins Variety segja að Jamie Foxx sé orðaður við hlutverk Mikes Tyson í kvikmynd byggðri á ævi boxarans. Terence Winter kemur til með að skrifa handritið, en hann skrifaði síðast The Wolf of Wall Street. Rick Yorn, umboðsmaður Foxx, verður framleiðandi kvikmyndarinnar. Tyson er þekktur fyrir kraft sinn og grimmd sem hann sýndi inn í hringnum og utan hans. Hann var ekki eingöngu besti boxarinn í lok níunda áratugsins, heldur líka einn vinsælasti íþróttamaðurinn í augum almennings. Eftir að hafa tapað titlinum 1990 eftir tap fyrir Buster Douglas snerist líf Tysons á hvolf, og hann sat meðal annars í fangelsi í sex ár eftir að hann var dæmdur fyrir nauðgun. Tyson steig aftur inn í hringinn eftir að hann losnaði úr fangelsi, en náði ekki sömu hæðum á ferlinum og áður. Hann varð hvað best þekktur fyrir tap sitt fyrir Evander Holyfield, þar sem Tyson beit eyrað af mótherja sínum. Hann varð gjaldþrota árið 2003, settist í helgan stein árið 2005 og árið 2009 lést dóttir hans. Hann gaf út sjálfsævisögu, Undisputed Truth, sem komst á lista New York Times yfir best seldu bækurnar og í kjölfarið setti hann upp verk byggt á bókinni í Vegas árið 2012 sem var síðar sett upp á Broadway, með hjálp Spike Lee. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Heimildamenn kvikmyndavefsins Variety segja að Jamie Foxx sé orðaður við hlutverk Mikes Tyson í kvikmynd byggðri á ævi boxarans. Terence Winter kemur til með að skrifa handritið, en hann skrifaði síðast The Wolf of Wall Street. Rick Yorn, umboðsmaður Foxx, verður framleiðandi kvikmyndarinnar. Tyson er þekktur fyrir kraft sinn og grimmd sem hann sýndi inn í hringnum og utan hans. Hann var ekki eingöngu besti boxarinn í lok níunda áratugsins, heldur líka einn vinsælasti íþróttamaðurinn í augum almennings. Eftir að hafa tapað titlinum 1990 eftir tap fyrir Buster Douglas snerist líf Tysons á hvolf, og hann sat meðal annars í fangelsi í sex ár eftir að hann var dæmdur fyrir nauðgun. Tyson steig aftur inn í hringinn eftir að hann losnaði úr fangelsi, en náði ekki sömu hæðum á ferlinum og áður. Hann varð hvað best þekktur fyrir tap sitt fyrir Evander Holyfield, þar sem Tyson beit eyrað af mótherja sínum. Hann varð gjaldþrota árið 2003, settist í helgan stein árið 2005 og árið 2009 lést dóttir hans. Hann gaf út sjálfsævisögu, Undisputed Truth, sem komst á lista New York Times yfir best seldu bækurnar og í kjölfarið setti hann upp verk byggt á bókinni í Vegas árið 2012 sem var síðar sett upp á Broadway, með hjálp Spike Lee.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp