Argentínska ríkið í greiðsluþrot í annað sinn Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 31. júlí 2014 11:00 Efnahagsráðherra Argentínu, Axel Kicillof, talar á blaðamannafundi í gær. Vísir/AP Ríkissjóður Argentínu er nú kominn í þrot eftir að ekki tókst að semja við bandaríska kröfuhafa. Þetta er í annað sinn sem það gerist síðan 2001, fyrir þrettán árum síðan. Um þetta er fjallað í grein Wall Street Journal. Árið 2001 varð argentínska ríkið gjaldþrota eftir að vaxtagreiðslur skuldabréfa sem seldust fyrir rúma 132 milljarða Bandaríkjadala, eða um 15.180 milljarðar íslenskra króna, reyndust því ofviða. Í kjölfar gjaldþrotsins bað ríkið lánadrottna sína að skipta út skuldabréfum sínum fyrir ódýrari skuldabréf, sem voru rúmlega 70% rýrari að virði. Flestir þeir fjárfestar sem áttu skuldabréf tóku þessu - því vissulega er jú betra að tapa sjötíu prósentum en hundrað prósentum.Vogunarsjóðir krefjast fulls verðs Þó voru nokkrir vogunarsjóðir, sem samtals áttu skuldabréf fyrir 1.5 milljarð dala, eða um það bil 170 milljarða króna, sem kröfðust þess að fá fullt verð skuldabréfa sinna greitt til baka. Sjóðirnir hafa staðið í málaferlum í heil þrettán ár. Í síðasta mánuði dæmdi bandarískur dómstóll vogunarsjóðunum í vil, svo loks náðu þeir sínu fram. Eftir ákvörðun dómstólsins hafa fulltrúar argentínska ríkisins fundað stíft með fulltrúum vogunarsjóðanna, til þess að semja um niðurstöðu í málinu. Axel Kicillof, efnahagsráðherra Argentínu, var í fararbroddi samningahóps sem hélt til New York til fundar. Vogunarsjóðirnir hafa verið harðir, og heimtað fullt verð skuldabréfanna án þess að gefa nokkuð eftir. Í gærkvöldi lauk fundum með þeirri niðurstöðu að kröfuhafarnir samþykktu engin tilboð efnahagsráðherrans, svo nú neyðist Argentína til þess annað hvort að greiða skuldirnar ellegar lýsa yfir greiðsluþroti í annað sinn. Ríkið valdi seinni kostinn. Hvaða áhrif hefur greiðslufallið? Kreppuástand ríkir nú þegar í efnahag Argentínu, og greiðsluþrotið mun auka þrýsting á argentínskan almenning. Það gæti leitt til aukinnar verðbólgu sem og veikari gjaldmiðils. Greiðslufallið gæti minnkað hagvöxt um rúmlega heilt prósent, að sögn fyrrverandi seðlabankastjóra Argentínu. Sitjandi forsætisráðherra Argentínu, Cristina Kirchner, gæti átt erfitt með að ná endurkjöri í komandi kosningum eftir að tilraunir til þess að rétta af efnahag ríkisins fóru á þennan hátt. Ekki er þó búist við miklum mótmælum í helstu borgum Argentínu. Flestir landsmenn eru á þeirri skoðun að efnahagsástand ríkisins sé sök alheimsmarkaðskerfisins fremur en stjórnmálamanna. Tengdar fréttir Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ríkissjóður Argentínu er nú kominn í þrot eftir að ekki tókst að semja við bandaríska kröfuhafa. Þetta er í annað sinn sem það gerist síðan 2001, fyrir þrettán árum síðan. Um þetta er fjallað í grein Wall Street Journal. Árið 2001 varð argentínska ríkið gjaldþrota eftir að vaxtagreiðslur skuldabréfa sem seldust fyrir rúma 132 milljarða Bandaríkjadala, eða um 15.180 milljarðar íslenskra króna, reyndust því ofviða. Í kjölfar gjaldþrotsins bað ríkið lánadrottna sína að skipta út skuldabréfum sínum fyrir ódýrari skuldabréf, sem voru rúmlega 70% rýrari að virði. Flestir þeir fjárfestar sem áttu skuldabréf tóku þessu - því vissulega er jú betra að tapa sjötíu prósentum en hundrað prósentum.Vogunarsjóðir krefjast fulls verðs Þó voru nokkrir vogunarsjóðir, sem samtals áttu skuldabréf fyrir 1.5 milljarð dala, eða um það bil 170 milljarða króna, sem kröfðust þess að fá fullt verð skuldabréfa sinna greitt til baka. Sjóðirnir hafa staðið í málaferlum í heil þrettán ár. Í síðasta mánuði dæmdi bandarískur dómstóll vogunarsjóðunum í vil, svo loks náðu þeir sínu fram. Eftir ákvörðun dómstólsins hafa fulltrúar argentínska ríkisins fundað stíft með fulltrúum vogunarsjóðanna, til þess að semja um niðurstöðu í málinu. Axel Kicillof, efnahagsráðherra Argentínu, var í fararbroddi samningahóps sem hélt til New York til fundar. Vogunarsjóðirnir hafa verið harðir, og heimtað fullt verð skuldabréfanna án þess að gefa nokkuð eftir. Í gærkvöldi lauk fundum með þeirri niðurstöðu að kröfuhafarnir samþykktu engin tilboð efnahagsráðherrans, svo nú neyðist Argentína til þess annað hvort að greiða skuldirnar ellegar lýsa yfir greiðsluþroti í annað sinn. Ríkið valdi seinni kostinn. Hvaða áhrif hefur greiðslufallið? Kreppuástand ríkir nú þegar í efnahag Argentínu, og greiðsluþrotið mun auka þrýsting á argentínskan almenning. Það gæti leitt til aukinnar verðbólgu sem og veikari gjaldmiðils. Greiðslufallið gæti minnkað hagvöxt um rúmlega heilt prósent, að sögn fyrrverandi seðlabankastjóra Argentínu. Sitjandi forsætisráðherra Argentínu, Cristina Kirchner, gæti átt erfitt með að ná endurkjöri í komandi kosningum eftir að tilraunir til þess að rétta af efnahag ríkisins fóru á þennan hátt. Ekki er þó búist við miklum mótmælum í helstu borgum Argentínu. Flestir landsmenn eru á þeirri skoðun að efnahagsástand ríkisins sé sök alheimsmarkaðskerfisins fremur en stjórnmálamanna.
Tengdar fréttir Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Argentínumenn nálægt öðru greiðslufalli Efnahagsmálaráðherra Argentínu heldur samningaviðræðum sínum við erlenda fjárfesta áfram í dag í síðustu tilraun sinni til að forða landinu frá greiðslufalli. 30. júlí 2014 10:22