Loksins fær Jessica Lange heiðursverðlaun Kirk Douglas 31. júlí 2014 16:30 The Santa Barbara International Film Festival tilkynnti í gær að leikkonan Jessica Lange myndi hljóta hin árlegu Kirk Douglas verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á ferlinum. Verðlaunin verða veitt Lange þann 16. nóvember næstkomandi, hugsanlega af Douglas sjálfum. Lange hefur tvisvar hlotið Óskarsverðlaun og tvisvar Emmy-verðlaun. „Jessica Lange býr yfir þremur lykilkostum þess að gera það gott í þessum fáránlega iðnaði, hæfileikum, fegurð og greind,“ segir Douglas um kollega sinn. Douglas verður 98 ára gamall viku fyrir viðburðinn. Verðlaunin eru veitt í níunda sinn í ár en áður hafa hlotið viðurkenninguna Kirk Douglas sjálfur, Harrison Ford, Quentin Tarantino, John Travolta, Ed Harris, sonur Douglas, Michael Douglas, Robert De Niro, og á síðasta ári, Forest Whitaker. Lange sem er 65 ára var tilnefnd til Emmy-verðlaunanna fyrr í mánuðinum sem besta leikkona í míníseríu fyrir leik sinn í American Horror Story: Coven. Jessica Lange er ein virtasta leikkona sinnar kynslóðar. Hún hefur sex sinnum verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, en hlaut fyrst Óskarinn fyrir leik sinn í hinni klassísku Tootsie frá árinu 1982 og síðan fyrir leik sinn í Blue Sky árið 1994. Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
The Santa Barbara International Film Festival tilkynnti í gær að leikkonan Jessica Lange myndi hljóta hin árlegu Kirk Douglas verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á ferlinum. Verðlaunin verða veitt Lange þann 16. nóvember næstkomandi, hugsanlega af Douglas sjálfum. Lange hefur tvisvar hlotið Óskarsverðlaun og tvisvar Emmy-verðlaun. „Jessica Lange býr yfir þremur lykilkostum þess að gera það gott í þessum fáránlega iðnaði, hæfileikum, fegurð og greind,“ segir Douglas um kollega sinn. Douglas verður 98 ára gamall viku fyrir viðburðinn. Verðlaunin eru veitt í níunda sinn í ár en áður hafa hlotið viðurkenninguna Kirk Douglas sjálfur, Harrison Ford, Quentin Tarantino, John Travolta, Ed Harris, sonur Douglas, Michael Douglas, Robert De Niro, og á síðasta ári, Forest Whitaker. Lange sem er 65 ára var tilnefnd til Emmy-verðlaunanna fyrr í mánuðinum sem besta leikkona í míníseríu fyrir leik sinn í American Horror Story: Coven. Jessica Lange er ein virtasta leikkona sinnar kynslóðar. Hún hefur sex sinnum verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, en hlaut fyrst Óskarinn fyrir leik sinn í hinni klassísku Tootsie frá árinu 1982 og síðan fyrir leik sinn í Blue Sky árið 1994.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein