Hollenskir sérfræðingar mættir til að bera kennsl á lík

Á vef BBC segir að þrír réttarsérfræðingar hafi hafið störf við að bera kennsl á lík þeirra 196 sem fundist hafa. 193 Hollendingar fórust þegar vélin var skotin niður og segir Rutte að möguleiki væri á að öllum pólitískum og efnahagslegum úrræðum yrði beitt ef aðgangur sérfræðinga að vettvangi yrði torveldaður. „Við viljum fá fólk okkar til baka,“ sagði Rutte á þingfundi í morgun.
Þremenningarnir frá Hollandi eru fyrstu alþjóðlegu rannsakendurnir mæta á svæðið þar sem vélin var skotin niður. Aðskilnaðarsinnar hafa áður komið í veg fyrir að sérfræðingar á vegum Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) fengju aðgang að flaki vélarinnar.
Annar rannsóknarhópur, skipaður Hollendingum, Þjóðverjum, Bandaríkjamönnum, Bretum og Áströlum, er nú í borginni Kharkiv og er búist við að hann fari fljótlega að flaki vélarinnar.
Tengdar fréttir

Leggja niður vopn í tvo til fjóra daga
Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu hefur heitið því að þeir muni leggja niður vopn í tvo til fjóra daga vegna árásarinnar á MH17 í gær.

Hvernig virkar eldflaugakerfið sem skaut niður flug MH17?
Sönnunargögnin hrannast upp um óbeina aðild Rússa að því þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu. Til er hljóðupptaka af samtali leiðtoga aðskilnaðarsinna og rússnesks embættismanns sem bendlar málið við Rússa. Þotan var skotin niður með tæknilega fullkomnu eldflugakerfi.

Tæknilega fullkomið Buk-eldflaugakerfi grandaði MH17
Flókið og tæknilega fullkomið Buk-eldflaugakerfi var notað til að granda MH17 vél Malaysian Airlines. Úkraínsk stjórnvöld saka rússneska aðskilnaðarsinna um að hafa fjarlægt mikilvæg sönnunargögn á staðnum þar sem vélin var skotin niður með þeim afleiðingum að allir um borð fórust.

Þjóðarsorg í Hollandi
Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær.

Harmleikurinn í Úkraínu
Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi.

„Notið ekki harmleikinn til að ná fram pólitískum markmiðum“
Vladimir Pútín segir að enginn eigi rétt á að nýta sér harmleikinn í austurhluta Úkraínu til að ná fram eigin pólitískum markmiðum.