Viðskipti erlent

McDonalds og KFC skipta um kjötframleiðanda

vísir/afp
Skyndibitakeðjur á borð við McDonalds og KFC  í Sjanghæ í Kína eru hættar að versla kjötvörur af einum helsta kjötframleiðanda þarlendis eftir ásakanir um að kjötið sé endurunnið úr kjötvörum sem komnar eru fram yfir síðasta söludag. Skyndibitakeðjan McDonalds hefur keypt af þeim kjöt frá árinu 1992.

Stjórnvöld í Sjanghæ hafa fyrirskipað stöðvun á starfsemi kjötframleiðendans, Shanghai Husi Foodco, á meðan rannsókn fer fram, en matvæla- og lyfjaeftirlitið annast rannsóknina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×