Ekki nóg með að skrásetja fjölda skipta yfir sex vikna tímabil heldur skráði hann einnig hjá sér ástæðurnar sem hún gaf fyrir því að vilja ekki stunda kynlíf.
Ástæðurnar voru allskonar. Til dæmis: Ekki núna ég er að horfa á þáttinn minn, nei ég nenni því ekki, ég er þreytt, ég þarf að fara í sturtu, ég er of full. Sumsé, allskonar ástæður fyrir því að mann langi ekki í kymlíf, mjög gott og gilt.

Það gæti verið áhugavert að sjá þetta svona svart á hvítu en þetta er töluvert flóknara mál en að henda svona inn og afhenda svo makanum án samræðna né útskýringa.
Þetta getur því seint talist góð leið til að leysa sambandsvandræði sín.