Herraklipping sigga dögg kynfræðingur skrifar 31. júlí 2014 14:00 Svokölluð „herraklipping“ eða ófrjósemisaðgerð hefur færst í aukana sem getnaðarvörn hjá körlum. Það er talið að í um 75% tilvikum er hægt að endurtengja sáðrásirnar snúist mönnum hugur og vilji aftur vera frjóir en þó ber ekki að treysta á þetta og er þetta því frekar hugsað sem lausn fyrir karlmenn sem hafa lokið barneigna eða hafa ekki hug á því að eignast börn. Þetta er fín getnaðarvörn í en um 1% tilfella geta sáðrásinar þó vaxið aftur saman. Það gilda ákveðin lög um slíkar aðgerðir og er aldursviðmiðið 25 ára en þessi aðgerð er vinsælust meðal karla á aldrinum 35 ára til 44 ára. Aðgerðin er í flestum tilfellum snögg og sársaukalítil. Hún hefur ekki áhrif á kynlífi og ætti ekki að breyta neinni upplifun af kynferðislegum unaði eða getu. Það eru einhverjar vísbendingar um að þessar aðgerðir auki líkurnar á blöðruhálskirtilskrabbameini seinna meir. Læknar eru þó ekki á því að þetta sé mikil áhætta en það er samt mikilvægt að vita af þessu sem mögulegum áhættuþætti. Myndbandið hér að neðan er ekki fyrir viðkvæma en þar er aðgerðin útskýrð og sýnd. Heilsa Lífið Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið
Svokölluð „herraklipping“ eða ófrjósemisaðgerð hefur færst í aukana sem getnaðarvörn hjá körlum. Það er talið að í um 75% tilvikum er hægt að endurtengja sáðrásirnar snúist mönnum hugur og vilji aftur vera frjóir en þó ber ekki að treysta á þetta og er þetta því frekar hugsað sem lausn fyrir karlmenn sem hafa lokið barneigna eða hafa ekki hug á því að eignast börn. Þetta er fín getnaðarvörn í en um 1% tilfella geta sáðrásinar þó vaxið aftur saman. Það gilda ákveðin lög um slíkar aðgerðir og er aldursviðmiðið 25 ára en þessi aðgerð er vinsælust meðal karla á aldrinum 35 ára til 44 ára. Aðgerðin er í flestum tilfellum snögg og sársaukalítil. Hún hefur ekki áhrif á kynlífi og ætti ekki að breyta neinni upplifun af kynferðislegum unaði eða getu. Það eru einhverjar vísbendingar um að þessar aðgerðir auki líkurnar á blöðruhálskirtilskrabbameini seinna meir. Læknar eru þó ekki á því að þetta sé mikil áhætta en það er samt mikilvægt að vita af þessu sem mögulegum áhættuþætti. Myndbandið hér að neðan er ekki fyrir viðkvæma en þar er aðgerðin útskýrð og sýnd.
Heilsa Lífið Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið