Gunnar Páll: Hef ekki séð Anítu hlaupa svona áður Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2014 21:44 Aníta á sprettinum í dag. vísir/getty „Ég hef ekki upplifað að sjá Anítu hlaupa svona síðustu 200 metrana,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari AnítuHinriksdóttur, í samtali við Vísi, en Aníta komst í úrslit í 800 metra hlaupi á HM U19 í Eugene í Bandaríkjunum í kvöld. Aníta var skilin eftir í fyrri undanúrslitariðlinum á síðustu 100 metrunum, en hún kom í mark á tímanum 2:04,99 sem er tæpum fimm sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Hún komst samt sem áður í úrslit með sjötta besta tímann. „Aníta hefur alltaf klárað sín hlaup mjög vel þannig við verðum bara að líta á þetta sem slæman dag og byrja einbeita okkur að úrslitahlaupinu á morgun. Miðað við æfingar á hún að ráða vel við hraðann í hlaupi eins og í þessu, en það vantaði bara hjá henni að vera ákveðnari. Hún var ekki að rúlla nógu vel fyrir endasprettinn,“ segir Gunnar Páll, en honum fannst hlaupadrottningin unga einnig vera að hugsa alltof mikið um hvað hinar stúlkurnar voru að gera. „Hún var of mikið að bíða eftir því að sjá hvað hinar gerðu og ekki að hlaupa sitt hlaup nógu vel. Aníta var komin út úr sínum stíl og notaði stór og hæg skref. Það vantaði þessa keyrslu sem hún er vanalega með. Hún verður að einbeita sér að sínu hlaupi.“ Fyrir leikmanninn virkaði eins og Aníta væri algjörlega búin á síðustu 100 metrunum, en svo var ekki. Hlaupið var í raun mjög hægt í rigningunni í Eugene, en Aníta skilur víst ekki hvað fór úrskeiðis. „Hún hefur sjaldan verið eins lítið þreytt og eftir hlaupið í dag. Hún veit ekki sjálf hvað gerðist, en hún var alls ekki búinn þegar hún kom í mark og sprakk ekki þó það virkaði eflaust þannig. Það á samt ekkert að gerast á þessum hraða. Aníta leikur sér að þessum hraða á æfingum,“ segir Gunnar Páll sem er með henni í Eugene, en nú fara þau að hugsa um úrslitahlaupið á morgun. „Það var eitthvað þess valdandi í dag að hún missti fókus, en auðvitað veit ég að hún er í fínu formi. Þessir tímar í fyrstu tveimur hlaupunum eru samt með því slakasta sem hún hefur hlaupið. Líkamlega er hún samt í toppstandi þannig nú verðum við bara að ná henni saman andlega fyrir úrslitahlaupið og fá hana til að trúa að hún geti unnið til verðlauna á morgun. Í úrslitum getur allt gerst,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta komst í úrslit á HM Sprakk á endasprettinum en slapp inn í úrslitahlaupið. 23. júlí 2014 20:12 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
„Ég hef ekki upplifað að sjá Anítu hlaupa svona síðustu 200 metrana,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari AnítuHinriksdóttur, í samtali við Vísi, en Aníta komst í úrslit í 800 metra hlaupi á HM U19 í Eugene í Bandaríkjunum í kvöld. Aníta var skilin eftir í fyrri undanúrslitariðlinum á síðustu 100 metrunum, en hún kom í mark á tímanum 2:04,99 sem er tæpum fimm sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Hún komst samt sem áður í úrslit með sjötta besta tímann. „Aníta hefur alltaf klárað sín hlaup mjög vel þannig við verðum bara að líta á þetta sem slæman dag og byrja einbeita okkur að úrslitahlaupinu á morgun. Miðað við æfingar á hún að ráða vel við hraðann í hlaupi eins og í þessu, en það vantaði bara hjá henni að vera ákveðnari. Hún var ekki að rúlla nógu vel fyrir endasprettinn,“ segir Gunnar Páll, en honum fannst hlaupadrottningin unga einnig vera að hugsa alltof mikið um hvað hinar stúlkurnar voru að gera. „Hún var of mikið að bíða eftir því að sjá hvað hinar gerðu og ekki að hlaupa sitt hlaup nógu vel. Aníta var komin út úr sínum stíl og notaði stór og hæg skref. Það vantaði þessa keyrslu sem hún er vanalega með. Hún verður að einbeita sér að sínu hlaupi.“ Fyrir leikmanninn virkaði eins og Aníta væri algjörlega búin á síðustu 100 metrunum, en svo var ekki. Hlaupið var í raun mjög hægt í rigningunni í Eugene, en Aníta skilur víst ekki hvað fór úrskeiðis. „Hún hefur sjaldan verið eins lítið þreytt og eftir hlaupið í dag. Hún veit ekki sjálf hvað gerðist, en hún var alls ekki búinn þegar hún kom í mark og sprakk ekki þó það virkaði eflaust þannig. Það á samt ekkert að gerast á þessum hraða. Aníta leikur sér að þessum hraða á æfingum,“ segir Gunnar Páll sem er með henni í Eugene, en nú fara þau að hugsa um úrslitahlaupið á morgun. „Það var eitthvað þess valdandi í dag að hún missti fókus, en auðvitað veit ég að hún er í fínu formi. Þessir tímar í fyrstu tveimur hlaupunum eru samt með því slakasta sem hún hefur hlaupið. Líkamlega er hún samt í toppstandi þannig nú verðum við bara að ná henni saman andlega fyrir úrslitahlaupið og fá hana til að trúa að hún geti unnið til verðlauna á morgun. Í úrslitum getur allt gerst,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta komst í úrslit á HM Sprakk á endasprettinum en slapp inn í úrslitahlaupið. 23. júlí 2014 20:12 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn