Stefnt að því að ljúka líkflutningum til Hollands fyrir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2014 13:53 Herflugvélar flytja 74 kistur með líkamsleifum Malaysian flugvélarinnar til Hollands í dag. Ekki víst að hægt verði að bera kennsl á alla sem voru um borð. Rannsókn hafin á flugritum. vísir/afp Stefnt er að því að ljúka flutningi líkamsleifa þeirra sem fórust með Malaysian flugvélinni fyrir viku til Hollands á morgun. Langan tíma getur tekið að bera kennsl á alla þá sem voru um borð. Í gær fluttu tvær Herkúles flugvélar hollenska og ástralska hersins fjörtíu kistur frá Kharkiv í Úkraínu til Eindhoven í Hollandi og var mikil viðhöfn höfð á báðum stöðum. Vilhjálmur Hollandskonungur og Maxíma drotting voru viðstödd komu kistanna til Hollands í gær ásamt Mark Rutte forsætisráðherra, til að sýna hinum látnu og aðstandendum þeirra virðingu. En nú tekur grár raunveruleikinn við. Í dag er áætlað að tvær herflugvélar flytji 74 kistur til Hollands. Esther Naber talskona hollensku rannsóknarnefndarinnar segir að vonandi takist að ljúka þessum flutningum á morgun eða í síðasta lagi á laugardag. Naber segir ómögulegt að áætla hvað líkamsleifarnar sem safnað hefur verið saman tilheyra mörgu fólki. Fjöldi poka úr kælivögnum lestarinnar þar sem líkamsleifunum var safnað saman eða fjöldi kista sem fluttar séu til Hollands segi ekkert um fjölda þess fólks sem þær tilheyri. Bæði sé um að ræða lík og líkamsparta. „Það hljómi ömurlega og er ákaflega sorglegt, en þannig er raunveruleikinn,“ segir Naber. Það verði því ekki hægt að segja fyrr en kennslateymið ljúki störfum sínum, hversu marga tekst að bera kennsl á. Vonandi takist að bera kennsl á alla þannig að aðstandendur geti hvatt ástvini sína en á þessari stundu sé ekki hægt að lofa því. Rannsókn er nú þegar hafin á flugritum flugvélarinnar in Fanbourough í Bretlandi. En ef bæði hljóð- og tækniriti eru óskemmdir geta þær upplýsingar sem þeir söfnuðu reynst mjög mikilvægar við að upplýsa hvað raunverulega gerðist hinn örlagaríka dag, fimmtudaginn 17 júlí, yfir austurhluta Úkraínu. MH17 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Stefnt er að því að ljúka flutningi líkamsleifa þeirra sem fórust með Malaysian flugvélinni fyrir viku til Hollands á morgun. Langan tíma getur tekið að bera kennsl á alla þá sem voru um borð. Í gær fluttu tvær Herkúles flugvélar hollenska og ástralska hersins fjörtíu kistur frá Kharkiv í Úkraínu til Eindhoven í Hollandi og var mikil viðhöfn höfð á báðum stöðum. Vilhjálmur Hollandskonungur og Maxíma drotting voru viðstödd komu kistanna til Hollands í gær ásamt Mark Rutte forsætisráðherra, til að sýna hinum látnu og aðstandendum þeirra virðingu. En nú tekur grár raunveruleikinn við. Í dag er áætlað að tvær herflugvélar flytji 74 kistur til Hollands. Esther Naber talskona hollensku rannsóknarnefndarinnar segir að vonandi takist að ljúka þessum flutningum á morgun eða í síðasta lagi á laugardag. Naber segir ómögulegt að áætla hvað líkamsleifarnar sem safnað hefur verið saman tilheyra mörgu fólki. Fjöldi poka úr kælivögnum lestarinnar þar sem líkamsleifunum var safnað saman eða fjöldi kista sem fluttar séu til Hollands segi ekkert um fjölda þess fólks sem þær tilheyri. Bæði sé um að ræða lík og líkamsparta. „Það hljómi ömurlega og er ákaflega sorglegt, en þannig er raunveruleikinn,“ segir Naber. Það verði því ekki hægt að segja fyrr en kennslateymið ljúki störfum sínum, hversu marga tekst að bera kennsl á. Vonandi takist að bera kennsl á alla þannig að aðstandendur geti hvatt ástvini sína en á þessari stundu sé ekki hægt að lofa því. Rannsókn er nú þegar hafin á flugritum flugvélarinnar in Fanbourough í Bretlandi. En ef bæði hljóð- og tækniriti eru óskemmdir geta þær upplýsingar sem þeir söfnuðu reynst mjög mikilvægar við að upplýsa hvað raunverulega gerðist hinn örlagaríka dag, fimmtudaginn 17 júlí, yfir austurhluta Úkraínu.
MH17 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira